Heimanám


Búin að vera dugleg að læra heima núna um helgina. En það er ekki búið. Ætla að byrja á fyrstu bókinni á leslistanum, bók sem vill svo heppilega til að ég stal af mömmu og hafði með mér út - The Empty Space.

Fór líka í óperuna áðan, loksins! Fór á sama dúó og er í gangi í óperunni heima. Cavalleria Rusticana fyrir hlé. Lélega leikstýrt, illa leikið og óhentugasta leikmynd sem ég hef séð. Söngurinn alveg yfir meðallagi svosem en allt hitt skemmdi virkilega fyrir. Ég vil líka að óperusöngvarar verði skikkarði á Stage Combat námskeið, þó ekki væri nema bara til að læra að slá fólk á sviði! Þeir settu hendina á hinn aðilann og tóku sér góðan tíma í að miða rétt svo þeir myndu örugglega hitta hendina á sér en ekki manneskjuna sem þeir áttu að vera að lemja. Margt svona sem var alveg hryllingur. Og manni fannst oft eins og söngvurunum liði ekki vel með það sem þeir voru að gera á sviðinu, og þá líður áhorfandanum ekki heldur vel.
Pagliacci var svo muuuun betri. Samt sami leikstjóri. Er bara eins og það hafi verið einbeitt sér að þeim hluta. Betri söngur í gangi þar og leikur líka, já bara nokkuð góður leikur. Var sett upp í 1970-umgjörð og að þetta væru comedians og það gekk bara alveg upp. Báðar óperurnar voru sungnar á ensku og var það vel þýtt en ég hefði viljað sjá seinna verkið á ítölsku fyrst. Mjög skemmtilega þýtt samt og þýtt til að fitta þessa umgjörð. Og ég náði að gráta smá þannig þetta var fínt eftirmiðdegi í óperunni.

Fórum nokkur í gærkveldi og fengum okkur að borða á Indian Jazz Resturant í gær sem er rétt hjá skólanum og hann var mega mega góður! Og ekkert svo dýr! Fer örugglega þangað aftur. Fórum svo í partý til bekkjarfélaga okkar hennar Selmu, en þegar við loksins fundum staðinn (en hún var alltaf að gefa okkur vitlausar upplýsingar) voru Selma og Anna orðnar vel fullar og drápust svona klukkutíma síðar. Þá héldu allir niður í Camden á klúbba og pöbba en ég ákvað að fara heim. Strætóinn átti að stoppa á Kings Cross en hann fór ekkert þar framhjá þannig ég endaði ein niðri á Oxford Street kl. 2:00 um nótt. Fann sem betur fer fljótlega strætóinn MINN sem er nr. 390 og stoppar svona 300 m frá húsinu mínu. Einhvern vegin virðist ég bara lenda í því að enda ein niðri í miðbæ í útlöndum!

Hápunktur helgarinnar var indverski staðurinn.

Og núna sturta, DVD og svo sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ ástin mín...leiðinlegt en skemmtilegt..alveg eins og hjá mér hehe...helgin mín var mjög skemmtileg...falleg jafnvel =op   en ég ætlaði bara að segja smá...búin að blogga...ég elska þig meira heldur en tímón elskar púmba....

pansjó (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband