29.9.2008 | 18:51
Labb
Í dag labbaðiég heim úr skólanum og það tók ekki nema 50 mínútur. Fínasti göngutúr í góðu veðri. Jók aðeins á orkuna, en það voru allir voða orkulausir í dag í skólanum, sumir meira að segja bara héldu sig heima veikir.
Voice tíminn í dag hafði hint af Feldenkrais í sér þó ekki væri minnst á það. Mér finnst kennarinn soldið erfiður því hún segir hálfa setningu, stoppar svo í mínútu, klárar setininguna, stoppar svo aftur í mínútu. Getur orðið þreytandi til lengdar en hún er samt voða mikið krútt.
Sofa-tími var frekar tíðindalaus. Ekki einu sinni sett fyrir heimaverkefni. Ég saknaði Elísabetar, en mér finnst hún best af þessum þrem kennurum sem við erum búin að hafa í þessari grein.
Varð tæknilega séð of sein í skólan í dag vegna þess að strætó ákvað að vera bara aaaaaaalls ekki á réttum tíma. Ég beið í 20 mínútur þegar ég átti bara að þurfa að bíða í 8 mínútur í mesta lagi. En þá komu líka þrír og ég þurfti ekki að borga í strætó. Alltaf að líta á björtu hliðarnar! Vona bara að ég muni ekki í staðin þurfa að borga sekt í skólanum.
Eldaði svo túnfiskspaghetti í kveldmatinn. Kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað þetta er delicious!
Hausinn er orðin fullur af hugsunum um Complexes, Awareness, Events og fylghlutum þessara þátta og hvernig þetta tengist nú allt saman. Námsefnið verður þyngra með hverjum deginum og maður verður að fylgjast vel með í tímum til að detta ekki út. Og maður fer aftur í gegnum þetta á öðru og þriðja ári, bara svona svo þetta setjist örugglega í okkur og sitji sem fastast. Ég er farin að hlakka til að reyna þetta í action og líka að sjá hvar þetta endar og hvernig verður að vinna með þetta.
Þetta nám fær mann líka til að hugsa endalaust mikið. Eins og ég hugsaði ekki nóg fyrir! En það góða við það er líka að það kennir manni að klára hugsarnir og díla við þær. Maður er að fara í gegnum mikla sjálfsskoðun hérna, ójá. Ég er búin að gera þó nokkrar uppgötvanir um hugsanir sem ég hafði ekki hugmynd um að leyndust í mér!
Og ég ætla núna að reyna að labba á hverjum degi. Hélt ég myndi missa alltof mikin tíma við það að labba heim úr skólanum en ég á meira að segja aukahálftíma eftir áður en ég fer í sturtu og svo að læra. Einstaklega hressandi uppgötvun! Verð reyndar að sleppa því á föstudögum því það eru Tesco-dagar. Maður verður nú að borða eitthvað líka.
Er að reyna að hætta að borða nammi. Það er mega erfitt! Sérstaklega því það fer svo mikil orka í skólann hjá manni núna. En ef ég á ekkert nammi þá borða ég það ekki og ég er rosalega dugleg að halda aftur af mér við að kaupa það. En ég ætla samt að biðja Kolla og kannski Elfu um að grípa með sér smá lakkrís þegar þau koma, sakna hans mest af öllu nammi.
En nóg um það, sturtan kallar!
yfir og út!
Athugasemdir
hahaha... eru semsagt smakkdagar i tesco a fostudogum eda hvad????
yndislegt!
kossar ur trekktinni
Sunny
ps: er lika haett ad borda nammi
Sol (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 08:31
nammi á laugardögum er málið...ég var svo gríðarlega hamingjusöm þegar ég vaknaði á laugardaginn því ég var búin að þrauka alla vikuna án nammi og svo kom laugardagurinn loksins..og ég borðaði ekkert það mikið....en ert búin með nammið sem ég gaf þér?? það er þó ekki ísbúð á hverju horni þarna og bakarí inn á milli...ég bara slefa alla leiðina í skólana og aftur til baka.....nei nú er ég að plata...jæja það er komin tími...elska þig
fanney vala (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.