30.9.2008 | 20:18
Skúrir
Í dag er vont veður, þungskýjað og rigning á köflum.
Krónan veikist hraðar en tilraunarotta efnavopnaframleiðanda.
Mér er illt í maganum og sakna vina minna og fjölskyldu.
Það er alltaf einhver í sturtu hérna þegar ég ætla á klósettið.
Þannig þetta er búin að vera frekar erfiður dagur og þessi atriði hafa verið að hafa kveðjuverkandi áhrif.
En til að líta á björtu hliðarnar þá fékk ég aftur frítt í strætó í dag á leiðinni í skólan.
Átti góðan yoga-tíma.
Skemmti mér vel í jazz-tíma.
Lærði að skylmast og lemja fólk í köku í stage fighting tíma.
Lærði ég haug í viðbót í sofa-tíma plús það að það var nýr kennari í dag og hann lék einmitt í mynd sem við íslendinganýnemarnir fórum á á laugardaginn fyrir viku síðan. Meira að segja ágætlega stórt hlutverk. Það var soldið skemmtilegt. Eitthvað sem maður bjóst alls ekki við. Og hann er súper góður kennari! Fíla hann og Elísabetu en hinar tvær sem hafa verið að kenna okkur fíla ég ekki eins vel því þær virðast ekki vera með efnið jafn mikið á hreinu og hin tvö.
Svo finn ég líka hvernig líkaminn minn er að byrja að verða hreyfanlegri og hreyfanlegri. Er frekar illt víða núna, en á góðan hátt. Brakar og brestur í mér. Soldið svona eins og að koma gömlu gangverki af stað.
Þannig þó ég sé pínu down í dag þá veit ég að það líður hjá og er bara tímabundið.
Myndi samt hjálpa mikið ef að krónan gæti hætt þessum stælum. En það er víst ekki að fara að gerast!
Ætla að finna mér eitthvað að horfa á þar sem ég er búin með Sex and the City, kláraði hana einmitt i gær. Ef einhver veit um góðar streaming-síður (og btw þá er alluc.org það ekki) þá má hann endilega skilja addressuna á það eftir hérna í kommentum.
Over and out!
Athugasemdir
Mæli með
Surfthechannel.com
og
greatstufftv.com
:-)
Elfa (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 01:35
ps.
Krónan er fífl.
Elfa (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.