Búin


Í morgun vaknaði ég og var algerlega búin á því.

Hendurnar neituðu að hreyfast, höfuðið sat fast því hálsinn ákvað að breytast í grjót, axlirnar svo stífar að þær límast við eyrun, hryggurinn æjar og óar og öllu þessu fylgir einn sá versti svimi og hausverkur sem ég hef upplifað í nokkur ár!

Og svo er maginn búin að vera í uppreisn seinustu daga.

Þannig ég ákvað að safna þreki og halda mig heima í dag.

Það sem ég hef náð að afreka er að borða súkkulaði og hnetusmjör í óhófi og brauð líka. Allt á bannlista. Reyndar er þetta samt svona með holari óhollustu því súkkulaðið er 70% og það er alveg gott fyrir mann að fá smá súkkulaði, og hnetusmjör er náttúrulega úr hnetum sem eru hollar fyrir mann.

Kannski bara í aðeins minna magni en ég hef verið að innbyrða í dag!

Vildi óska að ég ætti hitakrem....eða nuddara....eða bæði.

Nuddari óskast!

Og fjandans krónuhelvíti! Týpískt að þetta sé að gerast núna! Mér að kenna að drulla mér ekki fyrr í nám hingað út. Vissi einhvernvegin alltaf að ég myndi enda hérna anyways! Drasl!

Lífið er ósanngjarnt!

Já, í dag leyfi ég mér að væla! En bara í dag, svo ekki meir!

Heyrumst á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

væling is good...ég er að koma mér af stað í að fara í þessar umsóknir...alveg glatað að geta ekki verið að vinna í þessu heima

en ástin mín láttu þér líða betur...var að reyna senda þér sms...anyways ég elska þig mest af öllum.... 

fanney vala (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband