Batnandi


Dagurinn í dag er mun bjartari, guði sé lof! Hélt mig samt heima þar sem það virðist vera einhver hitaarða eftir í mér. Nuddaði sjálfa mig vel í gær (og fann í leiðinni upp á ágætri sjálfsnuddsaðferð) og er mun betri í baki, hálsi og öxlum. Ætlaði ekki að ná að sofna fyrir verkjunum!

Er búin að taka til í herberginu mínu og sinninu mínu og skipuleggja mig vel og gera sjálfssamninga og alls konar markmið, skipulagning og samningar komnir upp á vegg!

Er að borða Cashew-hnetur og þær eru mun bragðdaufari en hneturnar sem ég hef borðað heima á Íslandi, en samt fínar. Eitt fyndið samt að þetta er svona poki, BARA með cashew-hnetum og utan á pokanum í innihaldslýsingun stendur: Allergy advice: Recipe: may contain traces of nuts and sesame.

Nei er það! Getur þetta innihaldið hnetur? Skemmtilegt!

Heyrðu Gunnhildur ef þú lest þetta þá get ég ekki kommentað á bloggið þitt! Er búin að reyna milljón skrilljón sinnum en ekkert gengur! Langar svo að vera í bandi! Ertu til í að senda mér emil? jennzla@gmail.com?

Eitt fyndið. Ruslpósturinn sem ég fæ hefur margfaldast síðan ég flutti út! Heima fékk ég svona 2-3 á dag en hérna svona 20-30 á dag. Sem betur fer fer þetta allt bara beint í junk hjá gmail.

Er líka byrjuð að taka aftur B-vítamín og Járn. Á víst að hjálpa manni að vera fullur orku og bjartsýni. Held það gæti alveg verið að virka. Byrjaði samt bara í gær.

Og hjálpi mér allir! Núna kostar pundið 205 krónur!!!! Þetta er helvíti! Hvar endar þetta? Vona bara að ég þurfi ekki að finna einhverja ódýra skítaholu til að borga minna í leigu. Finnst þetta alveg nógu mikil skítahola! Svona er að vera góðu vanur.

Fannst mjög krúttlegt að hann Dennis á skrifstofunni hringdi í morgun til að athuga hvernig mér liði og hvort það væri ekki allt í lagi. Það er passað vel upp á mann í þessum skóla, það er alveg á hreinu. Þannig þó hann sé strangur þá er passað upp á að manni líði vel. Erum með Pastoral Tutor sem við eigum að leita til ef það er eitthvað, bara eitthvað sem við þurfum að ræða eða hjálp með.

Fann loksins í dag partinn af mér sem týndist eiginlega um leið og ég kom hingað út. Er voða fegin! Þá getur þetta bara legið upp á við.

Las líka og hengdi upp á vegg nokkur svona Sönn augnablik-spjöld. Alltaf gott að minna sig á góða speki til að hafa í lífinu.

Hamingja felst í hæfni þinni til að lifa lífinu jákvætt.

Þar hafið þið það!

P.s. ég minni á væntumþykjuveggsleikinn. Hann er enn tómur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

Gott að þér er að batna.. En talandi um andlega niðurganginn þá er evran orðin að gamla pundinu og pundið bara orðið eitthvað alveg nýtt!! Hvers á maður að gjalda..
Held við verðum að semja um þetta lag eða allavega ljóð sem seinna verður frægt og allir dýrka okkur og dá fyrir þjáninguna og fátæktina... 

kveðja Sunny Bee

PS: Ég er greinilega ekki búin að vera alveg með á nótunum hérna! :( Hvernig er væntumþykjuveggleikurinn??

Sólbjörg Björnsdóttir, 2.10.2008 kl. 19:26

2 identicon

heryðu elskan..tell me tell me....eeen hvaða væntumþykjuvegg??

fanney vala (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband