Kalt


Í dag vaknaði ég og nefbroddurinn minn var frosinn!

Hélt ég myndi ekki hafa mig úr rúminu en svo spratt ég upp því ég mundi eitthvað....sem ég man ekki núna.

Klæddi mig í fullt af fötum og ákvað að vígja eina af flíspeysukjóladæminu mínu Londonlega séð. Það var GÓÐ hugmynd.

Var mætt í skólann kl. 8 og það var ekki einu sinni búið að opna hann! En ég þurfti bara að bíða í 5 mínútur. Ég náði því að borða morgunmat nr. 1 áður en ég fór í jóga, sem var bara gott! Elska jóga!

Svo var Sofa-tími þar sem ég fann mig samsama mig við Braga á jákvæðan hátt. En fer ekkert nánar út í það hér. Persónulegt stöff sem er í gangi í þeim tímum og fer alls ekki lengra! Allir að kafa ofan í sjálfa sig og finna hluti sem það vissi ekki einu sinni af og svona. Heilaleikfimi!

Söngtími eftir hádegið - Suntanned, windblown, honeymooners at last alone - lag sem ALLIR fyrsta árs nemar raula núna í tíma og ótíma. Ágætt í því svosem. Röddin á mér alveg á leiðinni í gírinn.

Svo fengum við tíma í Ballroom Dancing því Physical Theatre kennarinn okkar forfallaðist. I loved it! Sparkaði í rassa í þeim tíma! Kennarinn notaði mig óspart til að sýna hvernig ætti að dansa þar sem ég var held ég eina stelpan sem hafði gert eitthvað danstengt í mínum hóp. Og my var hann góður að stjórna! Og svo stundum notaði hann aðrar stelpur til að sýna dansa sem ég kunni ekki en endaði svo oftast á því að nota mig aftur til að sýna því ég læt víst svo vel að stjórn. Loksins! Hef náð að vinna burtu dímonana sem fylgdu því að æfa samkvæmisdansa og þurfa alltaf að dansa sem karl! (kannski einhverjar ósýnilegar hugsanir sem hafa fylgt því að kunna bara að dansa sem karl!). Hef átt mjög erfitt að láta að stjórn en núna bara ákvað eg að slappa af og það virkaði líka svona fínt. Hlakka til þegar við förum að stunda Ballroom Dancing tíma!

Og strákar ein ábenging - eitt af því heitasta sem strákar geta gert er að kunna að dansa og kunn að STJÓRNA alminnilega! My!

Fórum svo íslendingarnýnemarnir og Jóhannes Svíi og fengum okkur að borða á Indverska Jazz staðnum nálægt skólanum - já aftur- hann er mega góður! Og við erum orðin svona leiðinlega einhæf í samræðum (eins og t.d. söng í partýjum - náms- og geiratengd umræðuefni og brandarar). En við skemmtum okkur auðvitað stórvel þó ég held að aðrir gestir á staðnum hafi haldið að við værum geð-veik! (frekar lítill staður sem við erum að tala um). Fórum svo heim til Önnu sem er líka svíi og drukkum, sungum og hárgilluðumst!

Kom svo heim núna áðan og þá beið mín fyrsta sendingin á væntumþykjuvegginn og var hún frá Elfu minni sætu. Fullt af myndum og sæta sæta bréf með! Fór að gráta, en þó á góðan hátt. Minningar! Takk Elfa mín! Þú færð verðlaun!

Næs dagur, næs kveld. Keep up the good work!

P.s. ég ætla að skýra væntumþykjuveggsleikinn aftur. Hann gengur sumsé út á það að fólk sendi mér mynd af okkur saman, einhverju sem við höfum gert saman eða bara einhverju sem það heldur að muni gleðja mig. Þarf ekki að vera prentað á einhvern fancy pappír. Mætti mín vegna vera á klósettpappír! Það er hugurinn sem gilfdir!
Allt sem ég fæ sent verður hengt upp á vegg sem ég hef tekið frá fyrir þetta og mun vera kallaður Væntumþykjuveggurinn. Hann er beint fyrir ofan rúmið mitt svo ég geti skoðað hann þegar ég fer að sofa og yljað mér við minningarnar og væntumþykjuna sem sett var í þessar sendingar. Koma svo nú fólk!
Heimilisfang: 37 Havelock Street - N1 0DA - London - UK


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar allt svo skemmtilega hjá þér! Æði! Þetta með að strákar kunni að stjórna í dansi...svooo rétt!!! Mega hot! ;o) *hlýjuknús*

Halla (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband