4.10.2008 | 17:53
Kaldara
Ég er farin að vakna alltaf fyrir hádegi núna, án þess að vera að reyna það! Held það sé skref í rétta átt, en er alveg til í að vera bara að vakna svona milli 10 og 11 um helgar. Þetta mun verða þróun í slæma átt ef ég fer að vakna fyrr en það þegar ég má sofa út.
Held að hitastigið hafi verið undir frostmarki í herberginu þegar ég vaknaði. Þetta er merkilegur andskoti þessi kuldi og verður víst kaldara inni í húsunum en er úti. Það er spes. Ég brá á það ráð að kveikja bara á svona tuttugu kertum hérna inni og hafa þau smám saman í dag verið að hita herbergið upp.
Ég náði að hífa mig yfir í sófan þar sem ég settist fyrir framan tölvuna mína og fór eitthvað að dunda mér. Hitti Helga á msn og hann fór að senda mér það sem hann er komin með tónlistarlega séð fyrir lokaverkefnið sitt, sem er kvikmyndatónverkið okkar. Ég innspíraðist öll og held ég sé bara eiginlega búin með dansleikhússhlutahandritið í þessu verkefni. Er bara að bíða eftir athugasemdum frá honum.
Þetta tók nú samt merkilega á þannig ég nennti ekkert að vera voða dugleg við að læra. Gerði öndunaræfingar og fór yfir glósur en nennti svo ekki meiru.
Nennti svo einhverra hluta að fara að taka til. Var mjög sátt með það. Hengdi upp myndirnar frá Elfu á væntumþykjuvegginn minn og hann yljar mér um hjartarætur í hvert sinn er ég lít á hann núna! Næs! Bíð eftir fleirum myndum frá ykkur (ég er ekkert ýtin, neinei!)!
Er líka búin að vera voða dugleg að elda í dag. Bjó mér til salat í hádegismat með kjúklingi sem ég steikti upp úr hunangi og hvítlauk. Það var truflað! My!
Er svo að japla á kveldmatnum núna. Það er indverskt (já ég elska indverskt). Keypti einhverja krukkusósu í Tesco og steikti svo rauðlauk og kjúkling, hellti sósunni yfir og bætti út í hnetum, heilum cherry-tómötum og hnetusmjöri. Slurpedíslurp! Er eiginlega næstum því betra en á indverska staðnum í gær! Sötra svo bjór með herlegheitunum og ætla mér að fara að glápa á eitthvað, líklegast House.
Næs kveld í holunni framundan!
Over and out!
Athugasemdir
knús á þig elsku sætasta sæta mín!! ég skana þín :* og vá hvað þú átt kósý herbergi!
Rósa Björg Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.