6.10.2008 | 22:17
Kreppa
Sem námsmaður erlendis hef ég fengið að finna soldið fyrir kreppunni. Leigan mín hefur t.d. hækkað um 20.000 kr. á tveim vikum. það er frekar sárt.
Aðallega bitnar þetta þó á leikhúsferðum, óperuferðum, veitingahúsaferðum og þess háttar.
margir myndu halda að þetta bitnaði á matargæðum, en svo er ekki. Ég er mjög pikkí á mat og gæti aldrei ALDREI aldrei lifað einungis á núðlum. Eða allavega ekki bara núðlum eins og þær koma úr pakkanum.
Hins vegar hef ég seinustu tvö árin orðið ansi lunkin í því að búa til rétti sem kosta ekki æginlega mikið (því þar sem ég var í söngskólanum og fékk ekki lán fyrr en á 8 stigi (sem ég er ekki enn komin á) þannig ég þurfti að vinna með en gat ekki unnið mikið með því söngurinn er alveg hellingsnám þegar maður er komin á 6./7. stig.) Var oft bara með 20.000-30.000 að eyða eftir að ég var búin að borga leigu (sem sagt peningur fyrir mat, skemmtun og þess háttar).
Hef verið að tala um þetta við krakka í skólanum og þeim finnst ég nokkuð úrræðagóð í matarmálum. Því hef ég ákveðið að láta hingað inn við og við uppskriftir sem eru góðar en ódýrar.
T.d. núðlur. Þær eru ódýrar.
Maður sýður núðlurnar. Sker niður það grænmeti sem maður á (mjög æskilegt að eiga a.m.k. lauk því hann er frekar ódýr og gefur gott bragð og ég mæli frekar með rauðlauk). Ágætt að eiga líka kjúkling eða eitthvað álíka (hér á bretlandi fæst niðursoðinn lax sem er líka fínt að nota). Þetta wokar maður á pönnu og finnst mér gott að eiga krukku af minced ginger til að woka með þessu. Gott líka að steikja laukinn aðeins fyrst áður en maður setur rest á pönnu. Svo er bara að henda núðlunum aðeins á pönnuna þegar þær eru soðnar og setja bragðefnið sem fylgdi þeim yfir, og kannski smá chili pipar sem er grófmalaður (eða eitthvað krydd sem ykkur finnst gott og passandi í "kínverskan" rétt).
Í þessu finnst mér engiferinn (ginger) lykilatriði. Einnig er gott að nota soya/sweet chili sauce. Annað lykilatriði er eitthvað með smá prótíni í, eins og kjúklingur eða niðursoðinn lax. Svo hjálpa krydd alltaf til. Bjó þetta t.d. til um daginn bara með núðlum, lauk, lax, engifer þurrkuðum, grófmöluðum chili og það var megagott! Miklu betra en að sjóða núðlurnar bara með duftinu.
Það eru smá útlát að kaupa sósur og krydd, en maður á það alltaf eitthvað áfram og því um að gera að sanka því að sér smám saman.
Vona að þetta hjálpi einhverjum, veit að það hjálpaði honum Halla sem er með mér í skóla.
Annars er fínt að frétta. Einbeiti mér bara að því að finna skemmtun hér í borg sem þarf ekki að kosta mikið.
T;d, á morgun kemst ég á leiksýningu fyrir 5 pund. Ætla svo sannarlega að nýta það. Gaur að leikstýra sem var í ASAD og verðu gaman að sjá hverni það kemur fram.
Skemmti mér stórvel í skólanum sem endranær, en grey voice-kennarinn fer enn soldið í mig, eða kannsi meira tímarnir, sem eru eiginlega ekki nógu vel nýttir. Og svo geta yngstu krakkarnir farið soldið í mann þegar leifar gelgjunnar láta á sér kræla hjá þeim, en maður bara andar í það eins og í jóga.
Er alveg að koma mér fáránlega á óvart í jóganu! Er orðin mun liðugri en ég var á einungis tveim vikum. Lengi lifi öndunin!
Fór svo eftir skóla í dag á pub með Halla og Selmu þar sem er hálfvirðistilboð á pítsum á mánudagskveldum. Og svo happy hour frá 5-7. Þannig við snæddum fínustu pítsur (ótrúlegt en satt) og bjór með á spottprís! Það var virkilega næs og notalegur pub með næs tónlist og businn minn stoppar bara eiginlega beint fyrir utan. Er alveg til í að tékka á honum aftur.
En núna ætti ég virkilega að fara að sofa.
Guten abend, gute nacht!
Athugasemdir
Þú ert svo dugleg Jenný :)
Pollýanna og bjartsýni er það eina sem blívar.
Maður tekur því sem manni að höndum ber en dregur það ekki að hlæja þar til maður eldist :D
hlakka til að koma í heimsókn...og finna einhverja ókeypis afþreyingu í London!
knús úr kreppulandi
Elfa (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:00
Þú ert æði!
Sakn og knús!!
Sólveig Ing (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 12:30
Hey, þessi uppskrift er bara snilld! Takk segi ég nú bara. Hef aldrei fattað að elda þessar núðlur nema bara með vatni eins og maður gerir í skólanum! =)
Halla (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 18:17
Já nú verður maður að fara að elda ódýrt og finna happy-hour á nágrannabörunum!! híhí... en nú lækkar leigan aðeins aftur með verðtryggingunni ;)
Baráttukveðjur
Sólbjörg Björnsdóttir, 7.10.2008 kl. 20:36
Gott að hafa þennan núðlurétt. Ég prufa hann kannski einhvertíman, sjálfur er ég búinn að lifa á pastasalati í vikunni. Pasta og Köttbullar (kjötbollur) með túnfisk og smá creme de balsamico :)
helgi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 07:24
ég er aðeins of ósátt við ástandið
fíla núðlurnar
smá tilbreyting við serjósið og vatnið sem ég er búin að lifa á síðustu daga
reyndar ekki eins og það sé eitthvað ódýrt, fimmhundruðkall pakkinn af einhverjum pínulitlum holóttum hringjum sem svo skreppa ennþá meira saman þegar þeir koma saman við hundraðogtuttugukrónu mjólkina
holan fyllir ekki mikið upp í magann sjáðu til
guðrún sóley (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.