Stikl


Enn og aftur er maður búin á því! Held samt að sósíalísering seinustu tveggja kvelda geti haft eitthvað með það að gera. Er búin að vera að koma heim um 11-leytið og á þá eftir að gera allt sem ég geri venjulega á kveldin OG að sofa nóg - sem hefur ekki verið að takast.

Krónan í stuði. Finnst greinilega agalega gaman að rússíbanast. Maður bara fær smá sjokk en andar svo bara með nefninu.

Í skólanum í dag lærði ég að uppáhaldsdýrin okkar segja mikið um okkur, ný stepp-spor og svo að dansa Allemande (held það sé skrifað svona). Skemmtilegur dagur.

Svo kom ég heim og þar sem ég sat og borðaði kveldmatinn minn heyrði ég brak og bresti og hin fatasláin mín gafst upp (sú fyrri gafst endanlega upp í fyrradag).

Ég andaði út um nefið, tók svo tvær stangir úr þessum slám og sá að þær smellpössuðu á bita í þessum litla fataskáp hérna og þar ætla ég að búa til fatahengi fyrir föt sem þurfa að hanga. Tek svo skúffugrindina út sem er þar inni og hef hana bara úti á gólfi.

Svo þarf ég eiginlega að fá mér skrifborð og tvær svona gráar körfur í viðbót. Held það ætti að redda mér.

En ég nenni innilega ekki að gera neitt í þessu í dag.

Svo er netið með leiðindi hérna núna þannig ég kemst ekki inn á Facebook! Finnst ég voðalega einangruð frá umheiminum. Voða er maður nú skrítinn!

Í gær fór ég í leikhús með fullt af liði úr skólanum. Sáum Ghosts eftir Henrik Ibsen. Leikur vel misgóður! Fílaði leikritið ágætlega og fannst leiðinlegt hvað einn leikarinn var ekki að nýta sér það hráefni sem hann hafði fengið í hendurnar.

Á leiðinni í leikhúsið tók hópurinn songleikjanúmer á meðan beðið var eftir neðanjarðarlestinni. Þar voru Sessý og Mæja í fararbroddi. Svo þegar í lestina var komið var tekið hasarmyndaatriði þar sem Halli og Alex báru þungan af uppákomunni (halli hafði lent í næsta vagni þannig alex bara opnaði hurðirnar tvær á milli og halli stökk yfir). Já og konan við hliðina á mér gaf mér tyggjó.

En ég ætla bara að fara að sofa þar sem netið vill ekki sýna mér Facebook....eða allavega lesa...

Helvítis tímaþjófur þetta net!

Nóttanótt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

Mitt uppáhaldsdýr er kisa... hvað segir það um mig??? ;)

annars langar mig bara að gefa þér prik fyrir að vera dugleg að blogga!!! Er ógisslega ánægð með þig sæta ;)

Sólbjörg Björnsdóttir, 8.10.2008 kl. 22:16

2 identicon

Mér datt í hug að þú hefðir kannski áhuga á þessari síðu :

http://cafesigrun.com/blogg/

knús,

elfa

Elfa (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:13

3 identicon

hæ elsku þú....úff í dag er ég í háskólapælingum...alveg gríðarlegum..og fer hring eftir hring eins köttur sem er að bíta í skottið á sér...mannstu eftir svörtu borðstofustólunum sem við breyttum í bát...og ég klemmdi mig einu sinni?? vonandi

jæja ég elska þig ótrúlega mikið...förum að skipuleggja annan skype fund

fannzla (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:37

4 identicon

"Enn og aftur er maður búin á því!"- þú ert alltaf búin á því Jenný :) það eru engar fréttir. Fröken busy...

helgi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 07:50

5 Smámynd: Jenný Lára Arnórsdóttir

Nei ég veit Helgi ekki frekar enn það að það sé stríð einhversstaðar séu fréttir. Segið mér þegar friður kemst á einhversstaðar, það væru fréttir!

Og takk elfa fyrir þessa ábendingu!

Jenný Lára Arnórsdóttir, 11.10.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband