Félagslíf


Jæja, soldið síðan maður skrifaði seinast! Allt búið að vera á fullu í félagslífinu!

Á fimmtudaginn var ASAD boðið í partý hjá listaháskóla sem er í sama húsi og við. Þar voru ódýrar veigar á boðstólnum og svo var haldið á pöbbinn þegar partýið var búið um 8:00pm. Þessi skóli er alltaf með sýningar á verkum nemendanna í hverri viku og á fimmtudögum er alltaf partý í tilefni af því. Þar sá maður fullt af artí-fartí-liði, sem maður bjóst við að sjá meira af hérna. Við Halli erum t.d. mest artí-fartí í okkar skóla í útliti og þó myndi ég samt segja að við séum bara með rétt dash af því.

Anywho þetta var mjög gaman og ég kynntist aðeins tveim íslenskum strákum, Axel og Hans, en Axel er að læra í þessum listaháskóla. En svo ég var ekki komin heim fyrr en rétt fyrir tólf og fór þá beint í bólið eftir smá facebook-tékk (en það var ekkert búið að hleypa mér þar inn tvo daga á undan!).

Í gær ákváðu meðleigjendur mínir að tala við mig! Alveg óvænt! Það var skemmtilegt. Settumst niður í eldhús með rauðvín og hvítvín og höfðum okkur svo til til að fara á pöbb (The Macbeth) þar sem var einhver hljómsveit að spila sem vinkona Ninu þekkir. Hljómsveitin skipuðu þrjár stelpur, mjög svo emo, og voru frekar vel vaxnar á lárétta-mælikvarðan. Og söngkonan hefur greinilega lent í einhverju röffi því annað augað í henni var alveg í klessu...varanlegri klessu! Þær voru fínar en frekar einsleitar og vel kryddaðar af þunglyndislegum lögum. Á þessum stað var líka fullt af fartíum. Er komin á þá skoðun að þeir feli sig bara inni í listaháskólum á daginn og rétt svo skríði út á kveldin til að fara á pöbbinn. Þetta var einstaklega skemmtilegt kveld og við Nina náðum nokkuð vel saman, enda er hún mjög skapandi manneskja og hrein og bein.

Skólinn gengur vel og maður gerir nýjar og nýjar uppgötvanir á hverjum degi. Er búin að finna út að mér finnast Voice og Physical Theatre tímarnir leiðinlegastir því ég hef gert milljón sinnum það sem við erum að gera þar!

Reyndar í gær í P.Th. vorum við í leiknum þar sem einn er með lokuð augun og hinn stjórnar honum með því að gefa frá sér hljóð. Ég var að stjórna Chris og við höfðum ákveðið að hafa hljóðið bara plain -aaaaaaaa- nema hvað að þegar við erum búin að vera að þessu í smástund þá allt í einu heyrir hann ekki hvaðan hljóðið kemur og labbar á vegg! Hehhhh! Ég skammaðist mín niður í brækur! En hann segist alveg treysta mér enn, þrátt fyrir það.

Svo er ég búin að breyta herberginu mínu eftir að fataslárnar gáfust upp. Finnst það eiginlega bara líta betur út núna! Og ég bjó mér til smá skrifborð og sit svo á ruslafötunni minni við það. Maður reddar sér!

Svo var Nina að segja að við Alex gætum líklegast tekið yfir leiguna á húsinu í janúar þegar þau flytja út. Ætla að tékka betur á því og athuga hvort eitthvað af liðinu í skólanum vill leigja hérna. Það væri draumur að þurfa ekki að flytja!

Sumsé allt gott héðan frá London. Hef ekki enn verið lamin fyrir að vera íslenskur terroristi og flestir hafa bara mikla samúð með manni.

Ekki meira að frétta að sinni.

Yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband