Sunnudagur


Það er svo skrítið og pínu leiðinlegt en líka gott hvað ég nenni aldrei að gera nokkurn skapaðan hlut um helgar hérna! Jú föstudagskveldin fara í eitthvað en restina af helginni hangi ég bara inni eins og tuska! Og samt er eiginlega alltaf búið að vera gott veður um helgar hérna.

Oft er ég svo löt að ég nenni ekki einu sinni niður í eldhús til að búa mér til mat! En hungrið rekur mig þangað á endanum!

Í dag er ég líka kvefaðri sem aldrei fyrr. Hef bara aldrei upplifað svona svaðalegt kvef svo ég muni. Hef ekki undan að snýta mér.

Samt næ ég að prjóna og horfa á Grey's Anatomy. Er búin að prjóna haug um helgina og horfa á fimm þætti, bráðum sex.

En bara þennan eina þátt. Svo ætla ég að lesa aðeins eitt leikrit sem strákur sem heitir Alex og er í skólanum benti mér á og svo kannski kíkja aðeins á glósur seinustu viku. Eyddi ekki alveg nógu miklum tíma í að læra í vikunni og verð að reyna að bæta þetta upp núna.

Er reyndar búin að kynna mér aðeins samsetningu quarter-puondara. Ég má gjörasvovel og leika það eftir tvær vikur, allt vini mínum Þjóðverjanum að þakka.

Við sögðum öll eitt inanimate object og svo var því skipt niður á okkur. Lucky me fékk fáránlegasta hlutinn af öllum! En það er bara gaman að fá smá áskorun ekki satt?

Þjóðverjinn vinur minn er samt rosaleg týpa. Ég hef svo innilega mikið necative afinities við hann að það er fáránlegt. Og það verður bara neikvæðara og neikvæðara með hverjum deginum. Þarf að finna mér leið til að komast út úr þessu. Hann hneykslar mig agalega mikið! Við erum semsagt ekki vinir og ég innilega þoli hann ekki en mun samt kalla hann vin minn Þjóðverjann.

Mér finnst þetta samt soldið erfitt að þola hann ekki. Ég vil nefnilega reyna að virða lífsskoðanir annarra og þess háttar. En þetta get ég bara ekki virt. Hann er svo agalega grunnhygginn og fastur í sínum skoðunum. Hann virðir ekki aðra lífsmáta en þann sem honum finnst réttir. Og já honum finnst stelpur heimskar og segir að maður geti alltaf verið grennri.

Hvernig getur maður unnið með einhverjum sem maður veit að lítur niður á sig?

Og hvernig get ég unnið með einhverjum sem ég lít niður á?

Úffff veit ekki hvað skal segja. Þetta þarf að leysa.

Er ekki enn komin með steppskó bæði sökum leti og líka fjárhags. Er bara ekki alveg að tíma 50 pundum í þetta. En mig langar samt að eiga steppskó.

Jæja, ætla að reyna að taka aðeins til hérna og fara í bað.

Yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

drekktu nú engifer te og hunang elskan þá batnarðu fljótt :)

Með þjóðverjann þá held ég að það þurfi bara rækilega að sparka í punginn á honum... vona að það gangi svo vel samvinnan eftir það ;)

hafðu það gott elskan

*knús*

Sólbjörg Björnsdóttir, 12.10.2008 kl. 18:12

2 identicon

ARG.... ég þoli ekki fólk sem er svona grunnhyggið, bý með einni svoleiðis núna og stundum á ég alveg erfitt með mig..... það er sko allt rétt og satt sem hún segir og algjörlega föst á sínum skoðunum, við hin erum bara asnar:)

við verðum bara duglegar saman að þola þetta:) hehe

Jóhanna B (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband