Strætó


Ég fer alltaf með strætó í skólann. Í morgun náði ég strætó sem kemur á undan mínum (munar alveg heilum 5 mínútum) þannig ég var ekki með mínu vanalega fólki í strætó.

Ég labba upp, eins og alltaf á leiðinni í skólan því ég fer alveg á endastöð, og sest niður. Á sömu stöð og ég kom inn maður sem fer líka upp og sest í næst fremsta sætið vinstra megin. Þegar strætó er nýlagður af stað þá biður þessi maður konu sem situr hinu megin við ganginn í næstu röð fyrir framan að rétta sér blað úr glugganum. Hún gerir það. Hann tekur blaðið, lítur á það, lítur svo aftur á konuna og byrjar bara að tala á fullu við hana og hafði greinilega aldrei hitt hana áður. Hún er soldið vör um sig (sem er mjög skiljanlegt því hann var frekar málóður) en sér svo að hann ætlar ekkert að hætta að tala við hana þannig hún fer að spyrja spurninga á móti.

Núna veit ég að þessi maður býr í húsi þar sem veröndin er hans svæði þannig hann sefur úti á verönd. Hann átti við drykkjuvandamál að stríða en hætti að drekka eftir að hann myrti mann í ölæði. Pabbi hans er ríkur og successful maður í lífinu og finnst því skrítið að sonurinn hafi orðið þessi ómynd. Maðurinn vinnur tvær vinnur sem hann þolir ekki. Hann er líka skapmikill (þó hann hafi allan tíman verið hinn ljúfasti í strætóinum). Honum finnst fólk sem vinnur á sjúkrahúsum awesome (en konan vinnur á sjúkrahúsi)!

Ég tek líka strætó úr skólanum. Í dag kom inn fjölskylda með þann stærsta hund sem ég hef á ævi minni séð! Held þau hafi sagt að þetta væri Great Dane. Þau voru öll frekar furðuleg, kannski af því þau töluðu hátt og létu bara eins og þau myndu hugsanlega láta heima hjá sér (sem fólk gerir almennt ekki í strætó). Svo buðu þau öllum að klappa hundinum og töluðu hátt um það sín á milli að allir væru að dást að hundinum.

Verð að viðurkenna að strætóferðir hérna eru mun áhugaverðari en strætóferðir heima.

Skólinn fínn, verð betri og betri í jóga, lenti í black out-i í ASAD tíma þegar ég fékk óvæntar spurningar um námsefnið (gat svarað þeim sem ég hafði búist við að fá). Verð að fara að hugsa meira út í námsefnið, ekki bara að skilja það, heldur pæla í því. Svo rokkuðum ég, Aron og Nicola feitt í Voice....nema við röppuðum eiginlega. Og tókum smá Ágústu líka á þetta.

Svo fann ég uxahalasúpu! Hélt þær væru útdauðar! Hún var reyndar í dós en ekki í pakka. Og hún var ekki jafn góð og sú í pakkanum. Svindl.

En núna ætla ég að fara að læra og horfa svo kannski á einn Grey's. Jafnvel lesa smá.

Yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

skemmtilegt hvað þú getur verið hlutlaus þegar þú talar um morðingjann sem býrbí hverfinu þínu!! ..en já strætóferðirnar a íslandi eru frekar óáhugaverðar miðað við í útlöndum :p ínhollandinu eru þær reyndar ekkert miðað við það sem þú ert að skrifa um hér en engu að síður þá eru þær MUN áhugaverðari en heima á klaka ;)

hafðu það gott og passaðu þig á morðingjanum!

knús

Sólbjörg Björnsdóttir, 13.10.2008 kl. 18:19

2 identicon

hehehe, ég hef alveg upplifað ýmislegt í strætó en ég held að það sé nú ekkert áhugavert miðað við þínar strætóferðir þarna í Londin! Sakna strætó bara smá, svei mér þá! Það gerist ekkert skemmtilegt í bílnum mínum... =)

Halla (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband