14.10.2008 | 19:36
Frestunarárátta
Það gerðist ekkert markvert í strætó í dag. Í rauninni gerðist ekki neitt markvert í dag.
Yoga, Stage Combat, Jazz og sofa.
Eiginlega frekar leiðinlegur dagur ef maður pælir í því. Einhvern vegin bara svona engan veginn. Það er pínu leiðinlegt. Var bara að fatta það núna.
Ekki einu sinni neitt að gerast á Facebook, msn eða emilnum.
Kannski þess vegna sem mig langar helst bara til að leggjast og horfa á dvd og sofna tiltölulega snemma.
En ég þarf að klára nokkra hluti fyrst.
Er bara orðin alveg andlaus eftir daginn.
Er kannski þreytt líka.
Hef ekki verið að fá mína 8 tíma síðustu tvær nætur, bara 6-7 tíma. Og ég virka best eftir 10 tíma.
Ég gæti alveg frestað eiginlega öllu sem ég þarf að gera.
Bara tveir hlutir sem taka stuttan tíma sem ég þarf að gera
Á maður að vera góður við sig og leggjast í dvd-gláp eða lemja sig með svipunni?
Er búin að vera mjög dugleg seinustu tvo daga.
En ef ég tek klukkutíma í að vera dugleg núna þarf ég ekki að eyða tveim tímum í að vera dugleg á morgun.
En ég gæti verið úthvíldari á morgun og þá gert þá betur þá en ef ég myndi gera þá núna.
En ég veit líka að þá myndi ég bara fresta því að gera það á morgun...fresta því yfir á næsta dag....og þá aftur yfir á næsta dag....og svo á endanum myndi ég bara þurfa að feisa annan sunnudag þar sem ég er hlaðin verkefnum.
Og ekki get ég það. Því þá verð ég bara löt líka í næstu viku.
Og núna er ég bara að reyna að eyða tíma með því að blogga um nákvæmlega ekki neitt.
Eyða tíma svo ég þurfi ekki að taka ákvörðun.
Skrítin skrúfa þessi heili!
Athugasemdir
Vá hvað ég kannst við þetta believe you me! Það eina í stöðunni er að sparka í sjálfann sig! Ég held það bara...þá verðuru svo stolt og ánægð þegar þú ert búinn og þá verður það vonandi léttara næst! Þannig þarftu að rjúfa vítahringinn =)
Halla (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.