15.10.2008 | 20:05
Harðsperrur
Í gær endaði þetta með því að ég gerði öndunaræfingarnar mínar, fór í sturtu og horfði svo á dvd. Var mjög sátt með þá ákvörðun og verðlaunaði mig í dag með því að vinna upp það sem ég hafði ekki gert í gær og naut þess vel.
Horfði líka á DVD á meðan ég borðaði í staðin fyrir að vera á msn eða facebook. Naut matarins betur og fékk smá svona afslöppunartíma. Var því full orku þegar ég fór að læra.
Og núna er ég búin að læra. Er líka búin að komast að því að það er nægur tími í strætó á morgnana til að fara yfir SofA-tíma gærdagsins. Gef mér svo smá tíma líka á kveldin til að hugsa um hamborgarann minn.
Er að drepast úr harðsperrum í dag í rasskinunum! Helvítis Jazz-ballet! Nei ég elska hann og ég elska þessar harðsperrur og get ekki beðið eftir að byrja í ballettímum! Ballet er það besta sem maður getur gert til að tuska rassinn sinn til! Believe you me!
Annað markvert sem er að gerast í skólanum er að ég er byrjuð að ná að tæma hugan í hugleiðslunni! Ekkert lengi í einu en gekk betur í dag en í gær. Ég veit þetta er ótrúlegt því ég hef aldrei aldrei aldrei getað hætt að hugsa, ekki einu sinni náð að hægja á hugsununum mínum sem fara á 1000 km/klst! Og þetta er svo gott! Hausinn verður svo léttur og mér líður eins og það sé verið að strjúka heilanum mínum. Svo gott! Þetta er bókað mál eitthvað sem ég ætla að þjálfa vel með mér.
Fékk annað hlutverk í dag hjá Alex sem er á þriðja ári. Verkefni þar sem hann sýnir aðallega með hreyfingum og sem minnstum texta hvað er í gangi út frá samt leikriti. Hlakka mjög til að vinna það.
Svo er ég að fara að prjóna fyrir leikmyndina hans Baldvins. Ermi á smábarnapeysu.
Þannig verkefninu eru farin að hlaðast inn en ekkert byrjað strax, guði sé lof! Verð að ná einhverju orkujafnvægi í mig fyrst.
Töluðum soldið um þessa þreytu og hvað þetta tæki á í sofa-tíma í dag. Það kom upp úr krafsinu að maður verður farinn að vera eðlilegur á þriðju önn! Hún byrjar í lok mars. Guð hvað ég hlakka til! Maður er alltaf eins og undin tuska þessa dagana og ég nenni aldrei að gera neitt um helgar því þá vil ég bara vera heima og safna orku! Verð að breyta því því það dregur mig líka smá niður.
Svo sakna ég þess að geta vakað til svona tvö á næturnar og dundað mér. Verð að koma því inn í hausinn á mér að það sé í lagi að gera ekki neitt þó klukkan sé bara 21:00. Finnst ég alltaf þurfa að gera eitthvað þegar klukkan er svona lítið.
En núna get ég ekki setið lengur á ruslafötunni minni sem er líka nýtt sem stóll...þessar harðsperrur eru frá helvíti....og himnaríki....bæði í einu! AAAAAAAAAAAAAAA!
Yfir og út!
Athugasemdir
Vá ég vildi að ég væri jafn dugleg að blogga og þú.. Þrátt fyrir hvað það er crazy hjá þér þá finnurðu samt tíma til að segja vinum og kunningjum frá lífinu í nýja landinu!!
Ég er ótrúlega ánægð með þig vinkona!!
Gangi þér vel með þetta og vertu dugleg að teygja á sperrunum ;)
*faðmlag*
Sólbjörg Björnsdóttir, 16.10.2008 kl. 17:25
Er þessi Alex e-ð að koppía verkefnið okkar ? ;)
helgi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 08:09
ást og knús til þín!
RósaBjörg (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 20:42
oh harðsperur...ég þrái þær eins og heitan graut....borðaði reyndar heitan graut áðan...þannig ég þrái þær meira...eina sem ég fær er sístækkandi bumba, slit og höfuðverkur.....enda geri ég eeeekkkert...aldrei...nema borða og drekka vín....það hljómar voða vel....en þetta er svona eins og þegar maður er krakki og vildi búa í landi þar sem maður gat bara borðað nammi allann daginn...og það væri ekkert nema nammi og kleinuhringir og ís....úff hvar er helvítis gulrótin mín?? samdi slatta af nýjum textum í dag og ætla fara heim á eftir að klambra saman einhverjum laglínum...agalega kríatíf í dag aha....og ég er að hugsa um að fara að fá mér kort í ræktina og kannski læra að dansa salsa eða flamengo o algo...áður en ég fæ appelsínuhúð á tænnar...híhíhí...elska þig endalaust...heyrumst fljótlega...hlakka til í maí ... get keypt miða 4. nóv...er að spá í að gera það bara þá....elska þig aftur..váá langt komment...adios hermana bonita
fanney vala (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.