20.10.2008 | 20:05
Skór
Vá, þá er lengsta blogghléi síðan pundið var 160 krónur lokið!
Er á einhvern hátt greinilega búin að vera busy síðan seinasta miðvikudag, ef ég reikna þetta rétt út.
Komst að því á fimmtudaginn að acrobatics-kennarinn okkar þjálfar víst liðið í Cirque du Soleil. Gaman að því. Hann er líka harður, en samt á góðan hátt.
Lærði Feeling Good í söngtíma. Ég elska þetta lag.
Fór til Sidcup að hitta Rose Bruford liðið á föstudagskveldið ásam Halla, Aroni og Braga. Það var skemmtilegt og gott að hitta fólk sem er ekki í skólanum. Fengum fínustu pítsur að borða og svo var líka Hildur sem var með mér í Grandaskóla líka þarna! Ég og Bragi eyddum síðan rúmum tveim tímum í strætó um nóttina til að komast heim, en Aron og Halli gistu. Ég bara vil helst vakna heima hjá mér.
Á laugardeginum hitti ég síðan Hjalta sem var tenór í óperukórnum þegar ég var í honum. Hann er víst að læra og koma sér á framfæri hérna úti og er hérna hálfan mánuð i hverjum mánuði sirka. Það var mjög fínt og gott að kíkja aðeins niður í bæ. Kíktum líka á pöbbinn sem gerir sitt eigið áfengi sem er rétt hjá þar sem Lion King er sýnt. Fínn staður. Svo fórum við og náðum í Elfu á Kings Cross og röltum með hana heim til mín og kíktum svo út á lífið. Enduðum í Camden og voru þar fram á nótt áður en við fórum heim að horfa á Dagvaktina.
Við Elfa eyddum síðan sunnudeginum á Camden markaðinum. Guði sé lof fyrir að ég á ekki krónu...eða pund! Gæti svo auðveldlega eytt nokkrum hundraðþúsundköllum þarna!
Um kveldið kiktum við síðan heim til Hjalta í East Putney þar sem hann eldaði fyrir okkur, Mjög næs!
Þannig þetta var ofvirk helgi hjá mér, miðað við aðrar sem ég hef eytt hér á landi, og ég var í fjórum mismunandi skópörum alla helgina en er samt dauð á alla hætti í fótunum!
Niðurstaða: Mig vantar flatbotna vetrarskó!
Svo kíktum við Halli og Sessý í mánudagspítsu á Hideaway áðan og ég smakkaði ansjósur á pítsu í fyrsta sinn...and I like it! Alot! Slurp!
Hei já svo erum við byrjuð að læra á einhjól í Circus og ég næ nokkuð góðu jafnvægi á því. Höfum ekki gert meira en það, en það lofar góðu.
Og svo mun stundaskráin breytast eftir þessa viku. Það verður alveg þægilegt held ég.
En núna ætla ég að læra aðeins og skipuleggja.
Over and out!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.