22.10.2008 | 18:49
Brauðsúpa
Var rétt í þessu að muna eftir því að það væri eitthvað til sem héti brauðsúpa! Það er án efa það versta sem einhverjum hefur dottið í hug að malla! Án efa eitthvert kreppufæði. Kannski að það verði blásið líf í þessa súpu núna þegar kreppan herjar á landsmenn...já eða fátæka námsmenn.
Ég ætla aldrei aldrei aldrei að láta mér detta í hug að búa þannig til!
En kannski finnst einhverjum þarna úti þetta góð hugmynd og þá um að gera að nýta sér hana.
Og svo er líka gott að nappa með sér klósettrúllum frá vinnustaðnum/skólanum sínum.
Fara í Hagkaup á smakkdögum sem mig minnir að séu annaðhvort fimmtudagar eða föstudagar. Ég held hinsvegar að það séu aldrei smakkdagar í Tesco.
Svo skilst mér að það sé hægt að fara í ROH þegar það er general-prufa og svindla sér inn í veitingarnar í hléinu.
Fara í sund og fylla á sápubrúsann sinn....nema það kostar bara fáránlega mikið í sund...gætir hinsvegar alveg náð í klósettpappír í leiðinni.
Man ekki eftir fleiru í bili.
Og hvað á það að þýða að allt í einu eigi það að kosta mann rúman 60.000 kall að fara heim um jólin!!!!!!! Þetta er hneyksli!
Mér er illt í löppunum og farin að halda að ég sé haldin svefnsýki.
Sofaaaaaa....!
Yfir og út
Athugasemdir
Hvað er að heyra ! ég geri af og til brauðsúpu og finst hún alveg herra manns matur, Brauðsúpa með rúsínum og þeyttum rjóma, nammi namm.
Aprílrós, 22.10.2008 kl. 19:05
Ég mundi ekki einu sinni bjóða Davíð Oddsyni né hundinum hans upp á brauðsúpu. Oj.
Ásta (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:58
Ég ældi aðeins uppí munn á mér við tilhugsunina, ég fynn lyktina og allt, hvað ertu búinn að gera mér. Brauðsúpa mun aldrei fara inn fyrir mínar varir, frekar fer ég út á götuhorn og sel mig fyrir hamborgara.
Gummi Lú (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 07:01
Er alveg sammála...finnst brauðsúpa ógeðsleg....ichh
En sakna þin, er farin að hlakka til jólanna!!!
Sólveig Ing (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 16:18
ég man bara eftir rúgbrauðssúpu....hmmm....var hún neeeii hún var ekki svo merkileg....nei nei nei..hver var alltaf að fída mig þannig?? oj bara bara bara bara hneyksli...hvar breytist bara í bara??? haha jájá sæta sæta sæta ....ég skkandnka þín...skanka...skankalanka...skankalankatonkatanka...búin að vera lesa sjeikspír í dag....og ætlaði að vera rosa séð og taka sama mónólóg og þú en nei þá tókst þú sama mónólóg og ég....vesenispesen vesenispesnisbasanislésen....kannski á ég við vandamál að stríða...hvað heldur þú?? er alltaf að sjá hluti sem mig langar svo að kaupa handa þér....kaupi kannski einhverja og gef þér í jólagjöf...en ég elska þig
fanney vala (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 16:26
hahaha! eg hef aldrei smakkad braudsupu, gudi se lof.. er alveg handviss um ad eg myndi ekki fyla hana! held thad se thvi ad thakka ad mamma hefur thurft ad smakka hana og fanst hun vidbjodur, og thessvegna vildi hun ekki lata mig thurfa ad smakka hana hahaha!
vala (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.