23.10.2008 | 19:54
Ást
Hahahahahahahahahahaha ég lét ykkur flest æla! Hahahahahahha!
Sry ekki ætlunarverkið en skemmtileg útkoma engu að síður.
Fanney afi Dæsi reyndi að láta okkur borða einu sinni eða tvisvar rúgbrauðssúpu. Það gekk ekkert voða vel. Svo gætir þú hafa lent í einhverju álíka í sveitinni. Hann reyndi líka einu sinni að láta okkur borða svið, og þá sérstaklega tunguna.
Og tékkaðu á Cymbeline, ég var líka með mónólóg úr því verki. Byrjar Oh Gods and Godesses....eða eitthvað álíka. Og það eru alveg nokkrir skemmtilegir mónólógar í því verki sem Imogen er með.
Annars er að það að frétta að ég fann lakkrís í Lundúnaborg. LOKSINS! Er búin að vera að drepast úr lakkrísþörf! Og þetta er meira að segja góður lakkrís - Panda lakkrís. Þannig hér í þessari stóru borg borða ég einungis lífrænt nammi - Panda lakkrís og Green and Blacks súkkulaði.
Þessa dagana er erfitt að vera hollur í matavali. Brauðið hefur haldið innreið sína aftur í líf mitt. Það kostar lítið og er mikill matur í því. Kaupi samt bara heilhveitibrauð. Svo er pasta líka vinsælt, og þá kaupi ég samt bara heilhveitipasta eða speltpasta. Það munar eiginlega engu í verði hérna úti. Svo eru það blessuðu núðlurnar! Þær hef ég ekki fundið í hollari útgáfu. Ég er ekki enn búin að glepjast í hrísgrjónin en það er stutt í það. Og svo eru það niðursoðnu súpurnar, túnfiskurinn, laxinn, sardínurnar, gulu baunirnar, gúrkurnar, sveppirnir, tómatarnir og svo framvegis. Dugar lengur en ferskt grænmeti og dugar í nokkra rétti hver dós (nema kannski af laxinum, túnfiskinum og tómötunum). Svo er það miklu ódýrara en það ferska. En gæðin náttúrulega ekki þau bestu!
Erum að skilgreina í skólanum þá 140 purposes sem eru til. í dag náðum við 27 stykkjum minnir mig. Þar var að finna bæði I want to be loved og I want to love. Þetta eru þær fallegustu og trúustu skilgreiningar á ást sem ég hef séð. Ég fór næstum því að grenja! Þær meika kannski ekki mikið sens fyrir þá sem eru ekki að læra Science of acting en ég ætla samt að skrifa þær hérna upp. Það er nefnilega svo mikill sannleikur í þeim.
I want to be loved.
I want someone to think all the time about me and give me care, pleasure, security, disregard all my faults and mistakes and be prepared to make sacrifices for me, in other words, to fail for my sake. But primarly to accept my shame events as their own.
I want to love.
I want to think all the time about someone and give him/her care, pleasure, security, disregard all his/her faults and mistakes and be prepared to make sacrifices for him/her, in other words, to fail for his/her sake. But primarly to accept his/her shame events as my own.
I want to suffer for his/her shame events (to atone for my own).
Ég veit ekki hvort þið skiljið þetta eins og ég, en þetta snart mig og því vildi ég deila þessu með ykkur.
Yfir og út.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.