Dugnaður


Í dag er ég búin að vera dugleg. Mikið var!

Kláraði handritið í verkefninu okkar Helga og sendi það á múttu til yfirlestrar. Vinn svo út punktunum hennar á morgun og sendi það þá til Helga og vinn svo úr punktunum hans í vikunni og þá verður það sent til Árna og svo unnið úr punktunum sem hann gefur. Hef samt trú á því að þetta verði alveg komið næstu helgi.

Er síðan núna að læra. Er að skoða myndir frá París árið 1870 og sjá fyrir mér hvernig væri að lifa þar þá. Það er skemmtilegt.

Þyrfti svo helst að redda mér smá glósum á morgun og ná upp því sem ég hef misst af í vikunni.

Í kvöld á Nina flatmate afmæli og er því partý henni til heiðurs einhversstaðar hjá Angel. Ég ætla að draga Halla mér mér í það. Er samt að sjá pínu á eftir kósíkveldinu sem ég fórna í staðinn. Ætlaði að horfa á Anna and the King og borða lakkrís og súkkulaði.

Er að pæla í að læra í svona hálftíma í viðbót og fara síðan að snurfusa mig og sturtast og aðeins flikka upp á útlitið á mér. Ég er án gríns búin að vera eins og tuska í svona hálfan mánuð!

Langar agalega að vera heima á Íslandi um helgina. Fullt af tónleikum í gangi í dag og svo Hálfvitarnir á Rosenberg í kveld. Dem! Ég bara panta tónleika hjá öllum um jólin - díll?

Og farið svo að senda mér myndir á væntumykjuvegginn! Elfa er sú eina sem er búin að senda! Þið fáið verðlaun í staðinn - alveg satt :o)

En núna ætla ég að halda áfram að vera dugleg.

Yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. Hef ekkert að segja, langaði bara að kvitta. Vona að þér líði vel í útlandinu.

Edda (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

hey... ég fékk aldrei svar um væntumþykjuleikinn?? mig langar að vera með!! :p

Sólbjörg Björnsdóttir, 26.10.2008 kl. 15:54

3 identicon

Ohh ég er alveg búin að taka myndirnar til og allt.......en á ekki prentara og kemst aldrei í þetta í vinnunni....þetta er allt í vinnslu Jennzlan mín! ;)

Sólveig Ing (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:28

4 identicon

va eg steingleymdi thessum vaentumthykjuleik! Eg lofa ad fara i thetta! ps. flott herbergi! Thad er otrulegt hvad thu getur gert allt kosy!

vala (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband