Lífið


Það er verið að kenna mér að lífið sé einfalt og það séum bara við sjálf sem flækjum það og ég get alveg séð hvernig það er þannig og gengur bara vel að reyna að hugsa að lífið sé einfalt. Það er bara ansi strembið að halda það út þegar aðrir vita ekki að það sé einfalt!

Hugur okkar er merkilegt fyrirbæri og alveg ótrúlegt hvað hann fær okkur til að gera og hugsa án þess að við séum beint að reyna það.

Líður soldið eins og ég sé föst í köngulóarvef og þegar ég næ að losa mig á einu stað festist ég á öðrum. Stundum sé ég að þetta sé hægt og stundum virðist ég vera að losna en svo aðra stundina virðist vefurinn svo gígantískur.

Og hann er stór. Það er staðreynd. En ég á eftir að ná að losna út út honum, á eftir að festast nokkrum sinnum og flækjast á leiðinni. En það er allt í lagi því hann er ekki endalaus.

Afhverju eru svona margir nú til dags hræddir við að lifa?

Afhverju velja svona margir að taka engar áhættur og lifa í "öryggi" og óhamingju í stað þess að taka sénsinn og verða hugsanlega hamingjusamir?

Það er áhætta já, en afhverju ekki að taka hana?

Lífið er jú bara eins einfalt og maður sjálfur vill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr !

helgi (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 19:54

2 identicon

Nákvæmlega! Gott blogg =)

Halla (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:04

3 identicon

Já, maður lifir nú víst bara einu sinni... eins gott að lifa lífinu lifandi!

knús knús

Elfa (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 02:21

4 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

úfff.... vá hvað ég er sammála ;)

kossar!

Sólbjörg Björnsdóttir, 29.10.2008 kl. 08:33

5 identicon

oh ég er líka sammála! Ég er að reyna að halda einfaldleikanum og taka áhættu, en þá þurfti einhver annar að verða hræddur við áhættuna og gera hlutina flókna. Ég nenni ekki þannig...:)

Dísa (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband