7.11.2008 | 19:27
Næturdrottning
Mjáhh!
Þá er komin helgi eftir þessa stuttu viku eftir miðannarfríið.
Margt skemmtilegt gerst í þessari viku. Svaf yfir mig í gær en ákvað að mæta samt í skólan en ekki bara þykjast vera veik eða eitthvað. Það kostaði helling (eða 25 pund) og var sárt fyrir veskið en svo hollt fyrir sálina að ég sá bara smá eftir þessum pening.
Mun kannski sjá meira eftir honum þegar ég verð farin að borða núðlur í hvert mál!
Svo ákvað Fanney að kíkja fyrr til mín en áætlað var, jei! Hún kemur semsagt eftir 9 daga!!!
Það var líka Showing á fyrsta leikstjóraverkefninu sem ég leik í í gærkveldi og gekk bara nokkuð vel. Maður lærir bara með hverri sýningunni og þess háttar. Unnar fékk alveg fínustu krítík og Tommi sem kenndi okkur SofA í dag talaði aftur um það í dag að það hefði verið mjög gott fyrsta showing.
Svo söng ég næturdrottningarstefið í dag...í réttri tónhæð...og það var ekki erfitt! Hélt ég myndi deyja úr hissheitum! Richard bara sagðist viss um að ég gæti það og ég ákvað, eftir mikið mikið mikið pepp, að bara henda mér út í það og viti menn! Og það hljómaði vel og allt! Hann sagðist vilja að ég myndi læra þá aríu einhverntíman og líka glitter and be gay! Nú leyfi ég mér að segja OMG!
Þetta er slatta mikið hopp frá A fyrir neðan háa C!
Er enn að furða mig á þessu.
Yfir og út!
Athugasemdir
Er Næturdrottningarstefið fyrir mezzo?
Ásta (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 20:58
Nóbb, háa sóprana. Háa F takk fyrir pent.
Jenný Lára Arnórsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.