Einmitt


Jæja góðan daginn seisei jú og mikil ósköp! Langt (með stóru L og 1000 a) síðan ég bloggaði!

Ég er flutt. Það er frábært! Núna vantar mig bara húsgögn og þá sérstaklega fatahirslur! Kemur það ykkur ekki á óvart?

Netið á nýja staðnum er frekar dyntótt en brúkanlegt.

Það er búið að vera svo fáránlega brjálæðislega mikið að gera að ég var ekki búin að fatta að það væru að koma jól! Held það sé ekki enn búið að registera í hausnum á mér.

Mamma kom um daginn og hún og Fanney fóru í dag. Við náðum að sjá eina leiksýningu saman og borða steik! hef ekki fengið steik síðan í september, bara kjúkling og túnfisk og hakk! Og öllu má nú ofgera. Leiksýningin var líka fín og flestir leikararnir góðir. Sýningin hét twelfth night hjá donmar (eða domar) leikhópnum/-húsinu. Jájájá.

Svo er maður víst komin eitthvað á fast. Alltaf gaman að því. Meira að segja búin að staðfesta það á feisbúkk. Það er víst málið í dag, svona svo fólk viti hvaða fólk er á markaðnum og hvaða fólk er það ekki. Er það ekki? Kauði heitir Baldvin.

Legg það nú ekki í vana minn að auglýsa svona hluti á blogginu mínu en þar sem maður er víðs fjarri þeim sem telja sig þekkja mann þá er oft ekki önnur leið til fréttaflutninga, nema að nota þá gömlu og senda póstinn bara með bréf. Eða ég ráði mér svona Galara. Já það væri líka hægt.

En það er bara vika í mig og ég hlakka svo til að ég er að fara yfir um!!!!! Verð í bænum í einhverja örfáa daga fyrir áramót og svo bara frá 2. í jólum til 5. jan. Og það sem ég ætla að hitta ykkur öll!

Halelúja!

Hei já á föstudaginn var prófdagur hjá okkur og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera í einu verki sem komst inn á próf og það gekk svona glimrandi vel og kennararnir líka svona ánægðir.

Daginn áður var Tech day. Það var langdregið og óskipulagt. Hlakka til þegar ég fæ að komast í skipulagninguna á því!

Svo gerði ég eiginlega allt backdroppið í einu verkinu. Það var semsagt umhverfið á American Gothic myndinni. Það gekk alveg merkilega vel og fæ ég meistaraverkið gefins fljótlega. Það er nokkuð hentugt þar sem mér hefur áskotnast jafnvel enn meira veggpláss!

En nóg í bili. Ætla að borða sveppasúpuna mína sem breyttist í kássu því ég átti svo mikið stöff í hana.

Hasta luego!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Commentið frá þér á síðuna mína heppnaðist :) :)

Gunnhildur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:37

2 identicon

Gott að fá fréttir af þér Jenný mín :)

Hlakka til að sjá þig heima eftir viku!

Við Sólveig erum búnar að panta þig í bjór á Rósenberg með okkur um leið og þú lendir :)

knús, Elfa

Elfa (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:08

3 identicon

úllala! Já svona fréttir maður hluti þegar fólk er langt í burtu, thank god for the internet! Hlakka til að sjá þig =)

Halla (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:51

4 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

Hafðu það gott elskan.. Til hamigju með nýja place-ið

knús

Sólbjörg Björnsdóttir, 11.12.2008 kl. 09:51

5 identicon

hæhæ gaman að lesa af þér, vantar hellst myndir til að fá að njósna ennþá meira um þig:) knús knús...p.s hvar ertu um áramótin?

Guðfinna (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband