Langt


Já langt síðan ég hef skrifað eitthvað hingað inn. Fyrir því eru tvær ástæður:

1. það er bara búið að vera bilað að gera. Hef aldrei lent í öðru eins! Og þá er nú mikið sagt!
2. Ég hef ákveðið að blogga bara á sunnudögum þar sem ég má ekki vera að því aðra daga. Þessir dagar munu einnig vera fastir dagar í því að vera í sambandi við fjölskyldu og vini á klakanum eða annars staðar í heiminum :o)

Margt búið að gerast síðan ég kom út aftur. Búin að fara í IKEA og koma herberginu mínu í stand. Kláraði það bara í dag þar sem ég er búin að vera að gera það svona í og með og á milli með skólanum. Set inn myndir fljótlega.

Svo var ég Stage Manager í útskriftarsýningu sem var sýnd núna um helgina þannig ég var í því alla vikuna á undan og hjálpaði til við að mála leikmyndina sem var mega flott. Þetta gekk bara allt vel.

Gerði merka uppgötvun í skólanum og er með þessu öllu saman búin að vera í bardaga við heilann minn. En það er nú bara hollt.

Náði líka þeim merka áfanga að næla mér í professional-dansara-meiðsli. Það lýsir sér í því að ein táin á mér reyndi að rífa sig lausa með þeim afleiðingum að húðin splittaðist bara opin undir henni. Það var vont og sárt og tók viku að gróa þannig löppin væri nothæf aftur.

Svo eru einhjólreiðarnar allar að koma til og ég var komin á ágætisskrið þegar ég datt svo fram fyrir mig og bjargaði mér með því að skella hendinni á dyrakarm. Því er ég búin að vera með risastóran bláan marblett í lófanum undir þumlinum.

Annars gengur allt bara miklu betur enn á fyrri önninni :o)

Ég finn ekki mikið fyrir þessu kuldakasti sem átti að vera hérna. Skil ekki alveg hvert þeir eru að fara með það! Það var miklu kaldara í október og þá snjóaði meira að segja! En það eru nokkrir dagar eftir af þessum mánuði. Sjáum til hvað gerist ;o)

Svo hitti ég Kolla bróður niðri í bæ í gær. Það var mjög næs að hitta fjölskyldumeðlim bara si svona hérna úti. Væri gaman ef þau kæmu út aftur og líka Fanney. Væri bara tær snilld!

Svo er Erna frænka að koma næstu helgi. Kom í ljós að hún þekkir líka Axel sem ég leigi með og hann var víst í Grandaskóla eins og ég. Gaman að þessu! En það verður þá djammað næstu helgi :o)

Svo er búið að opna Fögrubrú þannig núna er bara 8 mínútna labb í skólan og bara 3 mínútna labb til Baldvins :o)

Já lífið verður bara einfaldara og einfaldara :o)

Og eins og sagt er í Sims-landi:

Súl Súl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta mín, gaman að sjá loksins blogg hérna! :) Langar fáránlega mikið að koma í heimsókn til þín....samt þegar er ekki svona brjálað að gera hjá þér eins og núna....! :p

SúlSúl!!

Sólveig (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:32

2 identicon

Jibbý Jei! Blogg!! Vei!

Hlakka til að sjá myndir af slotinu :)

miss jú!

Súl Súl!

Elfa Dröfn (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband