Helgin í hnetu!

Ég held ég sé að verða lasin :o(

Það er ekki sniðugt því að í næstu viku verða Requiem tónleikarnir og svo líka Þetta mánaðarlega hjá Hugleik og svo tónlistarsögurpróf og seinasta æfing hjá Helga-kór...og kannski eitthvað fleira sem stendur þá í dagbókinni minni!

Svo er svefninn eitthvað að standa á sér þessa dagana og ég er alveg að verða brjáluð á því! Veikir mann náttúrulega að hvílast ekki nóg! Í dag er því planið að hanga bara heima í rólegheitunum og kíkja svo í leikhús í kveld á Varaðu þig á vatninu hjá Mosó :o)

Á föstudaginn náðum við Helgi og Vala loksins að hittast og var ákveðið að slá þessu upp í kæruleysi og djamma! Fyrst fórum við í leikhús að sjá Umbreytingu sem ég hef áður skrifað um hérna einhversstaðar og var hún náttúrulega bara yndisleg :o) Svo fórum við heim til mín og byrjuðum að drekka eitthvað og kíktum síðan á Barinn þar sem við fengum okkur sæti við barinn...vorum 3 á 2 stólum og endaði ég með því að setjast á einhverja syllu sem var þarna. En þetta var mjög kósí því við vorum alveg úti í horn...vorum bara í okkar eigin heimi...þangað til að við knúsuðumst öll....þá duttu barstólarnir 2 aftur á bak og við öll með! Þá tók dyravörðurinn stólana og við afréðum að fara annað og kíktum á Kúltúra þar sem dönsuðum af okkur rassinn :o) En þetta var frábært kveld og spjölluðum við um heima og geima :o) Mjög endurnærandi þrátt fyrir að mikil orka fari í þetta!

Og ég mæli eindregið með Barnum því að nú hef ég 3x farið þangað og barþjónarnir þar eru yndislegir! Allir af vilja gerðir og þjónustuglaðir :o) Allavega þeir sem ég hef lent á! 

Og moguninn eftir fór ég á Óperukórsæfingu með hljómsveit og einsöngvurum frá 9:00-12:00...það skal viðurkennt að fyrsti klukkutíminn var erfiður en svo batnaði þetta bara og var ég orðin fín eftir að Soffía gaf mér drykkjarskyr því aðalvandamálið var hvað ég var ógurlega svöng! 

Svo fór ég á Quiznos og fékk mér stærri bát, át hann með bestu lyst og náði svo að sofna aðeins aftur :o)

Í gærkveldi átti síðan Jón afmæli og fórum við mamma og Gulli til Jóns og Péturs í veislu í tilefni þess. Það var mjög næs og gaman eins og alltaf :o) Og ég smakkaði þar geggjað góðan brauðrétt með fullt af kjötáleggi í :oÞ

Í morgun er ég svo búin að fara á æfingu á Bónusförinni sem gekk vel og við loksins komin með kerrur :o)

En svo koma plöggin: 

1. Á aðfaranótt þriðjudags klukkan hálf eitt eða 00:30 verða tónleikar hjá Óperukórnum, hljómsveit og einsöngvurum í Langholtskirkju. Flutt verður verkið Requiem eftir Mozart og ástæðan fyrir tímasetningunni er að þetta er dánarstund hans! Það verður mögnuð og sérstök stemning þarna og lofa ég frábærri upplifun (er næstum því að vona að ég verði lasin og raddlaus til að geta verið í salnum...en það er líka magnað að taka þátt í þessu)! Miðverð er 2.500 kr. og verður hægt að kaupa sig inn við innganginn þó að það sé ráðlegt að tryggja sér miða sem fyrst...þá er hægt að hafa bara samband við mig :o)

 2. Þetta mánaðarlega í Kjallaranum hjá Hugleik verður næsta þriðjudag og fimmtudag klukkan 21:00 í Þjóðleikhúskjallaranum :o) Þessi dagskrá er með jólaþema og verður bæði sungið og leikið og Hugleikska vísu ;o) Miðaverð er 1000 kr. og er gott að mæta svona hálftíma fyrir. Barinn verður opinn og á þetta eftir að verða hin skemmtilegasta kvöldstund :o)

Hlakka til að sjá ykkur og þeir sem koma bæði á Requiem og Kjallarann fá sérstök verðlaun :o) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband