8.12.2006 | 02:41
It's the whole world
babbababbababara
Jólaskapið er ekkert farið að gera vart við sig þrátt fyrir mikinn jólasöng á mörgum vígstöðvum...samt er ég búin að skipuleggja jólagjafir og jólakort...a.m.k. jólagjafirnar...og meira að segja komin með varagjafir! :o) En ekkert jólaskap :o/
Ég er reyndar ekki að sýta það mikið því það er bara svo margt annað skemmtilegt í gangi og það sem mér finnst í raun skemmtilegast við jólin er að gefa öðrum gjafir og svo allur góði maturinn sem pabbi gerir fyrir jólin :o) það er ekkert bara pekingöndin í kínversku pönnukökunum sem er á aðfangadag og hangikjetið á Þorlák..neineinei...það eru líka grafnar lundir, grafinn silungur, hvítlauksostathingy, allskonar paté og svo fáum við frá Vallakoti síld og svo eru náttúrulega sulturnar ómissandi...eina tímabilið sem ég borða sultur...fyrir utan þegar ég fæ mér ostapítsu :o) Og svo ísinn góði...hinn árlegi jarðaberja-og-toblerone-ís og svo tilraunaísinn...í hitt-í-fyrra var það koníaksís með smá kaffi og í fyrra var það fazer-piparmyntusúkkulaði-banana-ís :oÞ Hann var góður! Held við ætlum að gera nýja útgáfu af honum...eð kannski bara bailys-peru-hnetu-ís ;o)
En kannski nóg um mat...
Jólabónusinn í kveld í Kjallaranum tókst afbragðsvel og var búið að panta 50 miða fyrir sýningu! Held ég fari rétt með þegar ég segi að það hafi aldrei verið pantað áður fyrirfram á Kjallarasýningar! Frábært og troðinn salur!!! Enda var hitastigið eftir því ;o) Sakna þess að sjá ekki fleiri sem maður þekkir á þessum atburðum en Helgi mætti galvaskur á svæðið og fær hann kudos fyrir það ;o) Og Una mætti á þriðjudaginn og fær kudos fyrir það ;o)
Annars er ég orðin svo húkkt á netinu og tölvunni minni þessa dagana að það er beinlínis hættulegt! Það er verst þegar ég er búin að skoða og gera allt sem mér dettur í hug að gera :o( Þá tekur við eirðarleysi! Svona er að eiga ekki kall...alltaf þegar ég er ekki á föstu þá verður hann Sammi minn að eiginlegum staðgengli...og er í marga staði betri en kall :oP En ég nenni ekki að vera með einhverja karllæga kvenrembu hérna ;o)
Ég hef svona verið að komast að því að á vissum sviðum hef ég frekar karllæga hugsun...enda hafa flestir vinir mínir verið karlkyns og ég lært af þeim! Betra að verða einn af þeim en að lenda í þeim!
Nei kannski ekki...
Anywho!
Framundan er að reyna að finna út hvað ég á að gefa þessum 2 strákavinum sem ég ætla að gefa jólagjafir...Það er ekki vandamálið að vita hvað maður á að gefa stelpum...alltaf hægt að finna eitthvað! En með stráka þá þarf maður eiginlega að vera alltaf á verði því þeir láta kannski einu sinni út úr sér að þeim langi í eitthvað og gleyma því svo og minnast því ekki aftur á það...getur verið alveg hell! En ég hef nú verið ansi glúrin við það að pikka það upp...hjá kærustunum því maður hangir mikið með þeim og horfir t.d. kannski á sjónvarpið og þá láta þeir svona upp úr sér...vinir eru aðeins verra mál...maður horfir oftast ekki mikið á sjónvarpið með þeim og afar sjaldgæft að maður labbi um Kringluna með þeim, þannig það koma voða sjaldan fram svona komment...en ég finn eitthvað...;o)
Ég bara elska að gefa gjafir :oD
En núna ætla ég að reyna að sofna því ég ætla að reyna að mæta í vinnuna á morgun ;o)
Bíbí og blaka!
Athugasemdir
ef þessi pistill þinn er ekki lýsandi fyrir jólaskap þá veit ég ekki hvað, rusalega spennandi matur sem þú færð á jólum......verð að sjá þig seinna brillera í leik og söng. En hvað um það habbðu það gott jólakúla.
Heyrumst - kv. Gilitrutt
gilitrutt (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.