Jú bí nó fönn!

Fékk skemmtilega hringingu í dag :o) Er búin að brosa í næstum því allan dag eftir hana :o)

Svo náðum við mamma góðum tíma á kaffihúsi og rölti í Smáralindinni í dag :o) Alltaf gott að taka létt spjall og ráp með henni...erum nefnilega báðar mér óútskýranlega mikinn áhuga á skóm og kjólum...úff!! Þess vegna á eiginlega ekki að leyfa okkur að fara saman í fatabúðir! En okkur finnst það bara svo gaman :o)

 Náði í dótið mitt til Fannars áðan...við sátum líka aðeins, spjölluðum, drukkum kaffi, te og hersey's-súkkulaði-hræring :o) Skildi reyndar köttinn eftir í eilítinn meiri tíma svona þangað til að ég næ að skipuleggja hana betur hingað inn og setja hurðina aftur í dyrnar inn í stofu...sakna þess reyndar ekki að hafa kattasand sem dreifist um alla íbúð, en hei, hveð gerir maður ekki til að hafa smá félagsskap?

Og svo var strangur NFSR fundur hérna áðan....ég kannski líka ekki alveg nógu vel stemmd...er bara í ruglinu þessa dagana! Úff!

En ég keypti mér B-vítamín og Járn í dag, en sagt er af mörgum að það spíti inn í orkuna og hressleikann hjá manni og deyði skammdegisþunglyndið...ég virðist nefnilega bæði fá skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi...ekki skemmtilegt...en ekkert helalvarleg...bara mikil þreyta og vesen...svo held ég að það sé alveg málið að halda áfram í nudd-thingy-meðferð hjá henni Svövu...hún er ótrúleg!

Ógeðslega langar mig mikið í Bar-te núna! :oÞ

En ég held að málið sé að færa Samma inn í herbergi, stilla honum upp á náttborðinu og horfa á eins og einn eða tvo 70's show-þætti :o)

Góða nótt, hvar sem þið eruð, og sofið rótt...Múhahahaha! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta. Til hamigju með þessa síðu. Kemur töff út. :D Gaman líka að skoða myndirnar. Brings back some memories. :D  En já allavega, var búin að skrifa helling áðan og það var ekki að gera sig hjá mér.. en núna gengur þetta vonandi.

Gaman að sjá hvað þið í nefndinni eruð rosalega dugleg... ég sakna ykkar og nefndarverkefnanna soldið, verð ég að viðurkenna. Þið vitið að þið megið bjalla í mig ef það vantar smá aðstoð :D Ég kem hlaupandi til ykkar :D:D Allavega,  hafðu það gott.. sjáumst fljótlega.. vonandi..

Kveðja, Björg 

Bjögga (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 23:38

2 identicon

Bara að kvitta og segja hæ! knús að norðan ljúfan mín

Halla (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband