Grátur


Jei! Við urðum í öðru sæti í júróvisjón, öllum að óvörum held ég. Allavega bjóst ég ekki við að við næðum þetta langt en þetta er mjög svo enjoyable! Og kitlar mann alveg smá að kíkja kannski bara til Norge næsta vor og upplifa keppnina svona live. Gæti verið skemmtilegt. En Jóhanna stóð sig með stakri prýði og má eiga það að hún var ein af bestu söngvurunum í keppninni ef ekki sú besta. Hvað var málið með fólkið sem var að syngja?!?!

Horfði á seinasta þátt 5. seríu af Grey's Anatomy og hjartað var rifið úr manni, snúið upp á það og trampað og hoppað duglega á því! SÁRT! Mamma hélt að það hefði einhver nákominn dáið þegar við systur vorum að skiptast á skoðunum um þetta á FB. Sumum fannst kjánalegt að vera að gráta yfir sjónvarpsþætti...svo fóru sumir af þeim að gráta yfir stuttu youtube myndbandi...það var reyndar real life sem Grey's er ekki en hvað með það? Maður grætur oft yfir bókum og þó eru það persónur sem er ekki einu sinni búið að vekja til lífsins með leik.

Ég grét líka yfir seinustu köflunum í Uppvöxtur Litla Trés. Mæli með þeirri bók við alla. Það var samt fallega sorglegt. Grey's var bara ótrúlega in your face og allt í einu, ótrúlega ósanngjarnt sorglegt!

Harry Potter hefur líka fengið mig til að gráta...alveg nokkrum sinnum. Fimmta bókin, Sjötta bókin og svo meiri hluti sjöundu bókarinnar. Hlakka til að sjá næstu mynd. Grét ekki yfir sama atriði í fimmtu myndinni því mér fannst vanta þungann í atburðinn. Held það sé því í myndunum þarf að skera svo mikið af því sem gerist í bókunum.

Best er samt að gráta þegar maður fer á óperur! Það er bara sálarhreinsandi. Það samt gerist ekki nema að hún sé vel sungin, vel spiluð og vel leikin. Annars er það bara frat! Alger anti-climax! Lenti í því núna um daginn þegar ég fór að sjá E Capuleti e i Montecchi í ROH. Þetta er semsagt gróflega bara Rómeó og Júlía og þegar þau dóu þá hugsaði ég bara: æji en leiðinlegt... en var ekki meira hrærð en það sem er frekar lélegt því tónlistin er mjög falleg.

En nóg um grát yfir hlutum sem eru ekki raunverulegir :o)

Helgin varð ekki jafn bissí og ég bjóst við. Var bara á tveim æfingum í gær og svo bara þrjár í dag. Seinni æfingin í gær var æðisleg. Erum að æfa atriði úr Hamlet þar sem Hamlet og mamma hans ræðast við í herberginu hennar eftir leikritið þar sem sett var á svið eitrunin, og það er allt einhvern vegin að kikka inn svo rétt. Erum líka bara þrjú að leika og það er ekkert kjaftæði í gangi og allir að vinna vinnuna sína og svona.

Restin af því sem maður er í gengur svo bara vel, nokkrar hindranir sem maður þarf að komast yfir og svona en það er bara eitthvað til að takast á við.

Svo eru bara 26 og hálfur dagur í heimkomu!!!!

Er komin með vinnu á Hótel Glym í Hvalfirði og líst bara vel á það. Skilst að ég verði í móttöku og sal sem er mjög fínt. Launin eru fín og ég held að það sé góður mórall þar og svona.

Er svo að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að búa í 2 mánuði hjá múttu eða reyna að finna eitthvað til að leigja. Langar rosalega bara til að byrja að leigja strax og koma mér fyrir og svona. Er orðin þreytt á að búa hálfpartin í ferðatöskum og kössum og hafa ekki allt dótið mitt hjá mér. En við sjáum til.

Er farin að hlakka alltof mikið til að komast heim! Get stundum ekki hugsað um neitt annað og á það til að vera að hugsa aðeins of mikið um það í skólanum. Sem betur fer gerist það samt ekki á æfingum.

Ekki er fleira að frétta að sinni. Verið þið sæl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband