18.5.2009 | 19:42
Ábyrgð
Og þá eru bara 25 dagar í heimkomu! Hlakka svo mikið til að ég fæ næstum fyrir hjartað þegar ég hugsa um það!
Maginn á mér byrjaði að stríða mér í gærkveldi. Krampast eitthvað og svíður. Ætla að athuga hvort það sé eitthvað um það á doktor.is...svo fylgir smá hiti með þessu. Þetta er frekar sárt. En maður gerir bara eins og maður lærir í skólanum og fer limp. Það virkar eiginlega betur en verkjalyf og næ eiginlega að covera meiri sársauka en þau, en ekki allan sársaukann. Reyndar er þetta soldið svipað og þegar ég fékk í magan af verkjalyfjunum þegar ég var með brjósklosið. Nema það var 1000x verra!
Það er endalaus vindur í Londres þessa dagana og sólin lætur ekki mikið sjá sig. Stundum er hlýtt en stundum er kalt, þó svo að veðrið líti alltaf eins út. Spes.
Eitt sem ég er ekki að skilja. Er í alvöru erfitt að fá vinnu í sumar eða er fólk bara að vera pikkí enn þá? Það var hægt að vera pikkí áður en ekki lengur. Ég var ekki búin að leita í viku þegar ég var komin með vinnu. Og samt er ég í London og gat ekki mætt á svæðið eða neitt. Ég skoða studentamiðlunarsíðuna reglulega og líka mbl.is, visir.is, vinna.is og job.is og það er alveg eitthvað í boði en samt er fólk farið að tala um að það verði atvinnulaust í sumar. Hvernig má það vera þegar það vantar fólk í allskonar störf? Ég er ekki alveg að ná þessu. Sé alveg að það verði einhverjir atvinnulausir í sumar því það er svo miklu miklu miklu minna framboð en áður, en að fólk sé farið að segja strax að það verði atvinnulaust í sumar, því er ég ekki alveg að ná. Er fólk enn að hugsa um að geta skemmt sér frekar en að eignast smá pening? Er það ekki soldið óraunhæfur hugsunarháttur í dag? Er ekki komin tími til að taka smá ábyrgð á sjálfum sér og lífi sínu?
Líka ef við tökum ekki ábyrgð á sjálfum okkur, þá er það viss hræsni að ætlast til að ráðamenn taki ábyrgð á því sem þeir hafa gert og þurfa að gera.
Og svo er líka hægt að horfa á þetta frá annarri hlið: Er hægt að búast við öðru af ungu fólki í dag en að það taki ekki ábyrgð á lífi sínu og vilji frekar skemmta sér en vinna fyrir hlutunum þegar það er búið að alast upp í ríki þar sem var meiri áhersla lögð á að skemmta sér, vera "hipp og kúl" og týna sér í einhverri vitleysu en að axla ábyrgð á hlutunum og horfa lengra fram í tíman en bara næsta árið. Er hægt að ætlast til þess að ungt fólk setji sér raunveruleg langtímamarmkið þegar þau hafi alist upp umkringd skýjaborgum sem voru byggðar af ríkinu, þeim sem stjórnuðu og þeim sem þóttust eiga eitthvað erindi upp á dekk.
Við erum kynslóðin sem ólst upp við að maður ætti að hafa gaman og allt annað myndi reddast. Þannig hugsum við, eða allavega meiri hlutinn af okkur. Við sitjum oft og bíðum eftir því að hlutirnir bara komi sjálfkrafa upp í fangið á okkur og skiljum ekki þegar það gerist ekki.
Hvernig væri að stoppa aðeins og við og athuga hvert maður er að stefna með því lifa eins og maður lifir og athuga hvaða gildum maður er að lifa eftir? Er maður að lifa eftir þeim gildum sem fyrir manni var haft af samfélaginu meðan maður var að alast upp, sem núna eru fallin, eða er maður að lifa eftir gildum sem skapa manni öruggari framtíð?
Og hvernig líf vill maður eiga? Og er maður að stefna í rétta átt að því?
Þó svo að ungdómsárin séu áhyggjulausu árin þá eru þau árin þar sem maður byggir grunninn að lífi sínu.
Þannig viljið þið gera það fyrir ykkur sjálf að pæla aðeins í hvað þið eruð að gera? Taka smá ábyrgð? Bara for your own sake.
Með ást
JL
Athugasemdir
sendi þér knús frá utrechtinni...
Sólbjörg Björnsdóttir, 28.5.2009 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.