13.12.2006 | 00:16
Jólin, jólin, jólin
Held ég verði að fara að taka mig í alvarlega jólaþerapíu! bara finn alls ekki á mér að þau séu að koma! Og svo þegar ég man eftir því þá verð ég bara sorry yfir að finna ekki jólajólafíling :o/ Og það er eiginlega bara lengra frá jólafílingnum en flest annað!
En það hlýtur að koma...þegar maður er kominn norður í faðm fjölskyldunnar :o) Þessi jól verða samt soldið öðruvísi því það verður bara nokkurra daga kríli á heimilinu, sjöunda systkinið :o) Væri gaman að eignast eina systur í viðbót...þær eru færri en bræðurnir...en svo væri líka gaman að fá strák, annann lítinn orkubolta ;o) Væri kannski líka skemmtilegra fyrir Benson ;o) Bara bæði betra held ég!
Svo er maður kominn með hlutverk í leikriti :o9 Það er alltaf gaman :o) Ég fékk sumsé hlutverk í leikritinum sem Hugleikur og LK ætla að setja upp saman, Bingó eftir Hrefnu Friðriks í leikstjórn Ágústu Skúla :o) Aðrir sem leika eru Anna Begga og Júlía úr Hugleik og svo Gummi, Víðir og Helgi Róbert úr LK :o) Erum búin að hittast einu sinni og þetta lofar góðu :o)
Og ég er búin að fá einkunirnar úr söngprófinu mínu...miðstigsprófinu :o) Og ég er sátt :o) Í heildareinkunn fékk ég 89 stig af 100 :o) Það er nokkuð gott...tónheyrnin og nótnalesturinn hefðu mátt ganga betur en ég er þó sátt við það því í sannleika sagt hef ég ekki sinnt því í eitt og hálft ár!!! En nú verður gert átak þar! En lögin gengu öll vel og fékk ég mjög gott fyrir þau öll og góða umsögn :o) Og svo fullt hús stiga fyrir æfingar :o) Jei!
Í kveld var svo Helga-kór að syngja á jólatónleikum í LHÍ...það gekk mjög vel :o) Og svo horfðum við á restina af tónleikunum...það var áhugavert...margt sniðugt í gangi en stundum hefði fólk mátt aðeins stoppa sig af...eða pæla betur í hlutunum...en það var margt gott á ferðinni þarna...Gaurinn sem er í VoxFox og er í tónsmíðanáminu átti samt bestu atriði kvöldsins! Þetta var snilld! ógeðslega flott löf og útsetningar hjá honum! Til hamingju með það! Svo var Helga systir Bibba og Baldurs þarna með mjög fallegt lag og einhver einn gaur sem var með kór og strengi sem var líka alveg að hljóma...margt annað var eitthvað nútíma-eitthvað-þannig-thingy og ég er ekkert að fíla það í of miklum skömmtum...en litlir eru fínir og athyglisverðir...en ekki í einhverjar 10 mínútur takk!
Svo man ég bara ekki eftir mörgu öðru í bili enda orðin lúin og ætla að fara að sofa í hausinn minn :o)
Athugasemdir
hahah við erum svo samrýmdar...ég er einmitt í engu jólaskapi og á miklum bömmer yfir því...hélt það væri útaf vandamálinu mínu þú viest en við heiða höllumst að því að við séum bara meira að bíða eftir barninu og eftir það komið jólafílingurinn...jei...sjáumst hinn daginn
fannzlið (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 14:33
úff, ég er sammála, er að spá í að hætta bara við jólin. eða fresta þeim allavega ótímabundið.
http://consiglieri.bloggar.is/
Hörður (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.