Lítill bróðir kominn í heiminn!

þórhallur1Já,ég eignaðist lítinn bróður á mánudaginn var :o) Þetta er einmitt hann Þórhallur hérna til hægri :o) Hann er voða líkur Benna bróður þegar hann fæddist nema þessi er með dekkra hár...og svo finnst mér að andlitið sé aðeins kringlóttara en Benna var ;o)

En ég átti einmitt að fara norður í dag að berja gripinn augum en út af veðri var öllu flugi aflýst...en kemst líklega í fyrramálið!

Langt síðan ég hef bloggað, hef bara verið í frekar mikilli lægð og svo var Fanney systir líka hérna yfir helgina :o)

Helgin var fín...Allir tónleikar tókust vel, söng einmitt á einum 3 tónleikum á einni viku! Fattaði það nú samt ekki fyrr en eftir á...Jólatónleikarnir voru flippaðir...óperukórstónleikarnir tókust þokkalega :o) Og svo var jólapartý NFSR...það var fínt líka :o) Nema þegar við fórum svo niður í bæ og ég hélt að ég hefði bæði týnt systur minni og kortaveskinu mínu...en bæði hafa nú komið í leitirnar ;o)

Búin að koma af mér öllum jólapökkum, jólkortum og dagatölum...er reyndar alltaf að muna eftir fleira fólki sem maður hefði átt að senda en ég sendi þeima þá bara sms....eða ekki...því ég var að skipta um símkort þannig ég hef eiginlega engin númer og er afskaplega löt við að setja þau inn í símann minn þegar fólk sendir sms eða hringir...þannig ef þú ert með númerið mitt í þínum síma og finnst að ég ætti að hafa þitt þá endilega sendu mér það ;o)

Svo er ég búin að taka mini-jólhreingerningu hérna enda ekki hægt að láta Kolla og Þóru vera hérna í drasli yfir hátíðarnar, en þau ætla að fá afnot af íbúð og bíl meðan ég er fyrir norðan :o)

Það eina sem ég hlakka til í sambandi við jólin er allur maturinn sem pabbi er búinn að vera að dúllast í...komst að þessu í dag þegar ég ímyndaði mér það versta í sambandi við aflýsingu á flugi og komst að því að jólin væru ónýt ef ég fengi ekki paté-in, hvítlauksostinn, grafsilunginn, lundirnar, peking-öndina, ísinn...það er bara einfaldlega jólin!

Frá því að ég man eftir hef ég pantað mér það sama á pítsu, þ.e.a.s. ef ég vel sjálf áleggið...pepperoni, ólífur og jalapeno...en í kvöld ákvað ég að prufa nýtt...ég nefnilega á helst bara að borða fisk en ekki kjöt því maginn á mér er víst eitthvað ruglaður...og á pítsuna setti ég túnafisk, lauk, hvítlauk og svartan pipar og var þetta ógeðslega gott...held að ég muni svo henda ólífum inn næst ;o)

En jæja já...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk æðislega fyrir jólakortið og dagatalið. Ég þarf að taka þig til fyrirmyndar og fara að senda jólakort...það er svo gaman! Næstu jól :) En annars vildi ég nú bara óska þér góðra jóla og hafðu rosa gott og TIL HAMINGJU með brósa...hann er ekkert smá sætur!!! ;) Sjáumst hressar eftir jól....bleeee

Halla (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 08:39

2 identicon

Til hamingju með litla bróður :)

 Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 15:30

3 identicon

Hæ.... , mig langar bara að kyssa þig ;*

Kalmar (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 20:03

4 identicon

ég ætla nú ekkert að kyssa þig. eða þúst ef þú villt... nei eða jú já sko humm. bíddu.

 (prump)

ég ætlaði bara að óska þér góðra jóla kona, og líka þetta með árið, gleðilegt og nýtt og allt það. sé þig á því (5. janúar vona ég, á afmæli kópavogs).

kv,

Hörður S. Dan.

http://consiglieri.bloggar.is/ 

Hörður S. Dan. (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 20:32

5 identicon

gleðileg jól og til hamingju með litla bróður

kv. Gilitrutt

gilitrutt (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 00:07

6 identicon

Gleðileg jól dúlla og til hamingju með bróðurinn!  Vonandi komstu til að berja gripinn augum! 

Gerður (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband