25.12.2006 | 21:31
Gleðileg Jól!
Já, gleðileg jól rjómabollurnar mínar! :oD
Vona að þið hafið étið á ykkur gat á aðfangadag ;o) Það gerði ég allavega!
Síðan var hent í mig rusli restina af kvöldinu...því ég sá víst um að henda gjafapappírnum í þar til gerðan ruslapoka...og það lá við að við þyrftum að hafa þá tvo! En þá kom reynslan við úr vinnuskólanum sér til góða...þar lærði maður að þjappa vel í poka ;o) Og að setja smokka aftan í púströrið á bílnum og sjá hann blásast upp...allt þetta kenndi flokkstjórinn manni :o)
Fékk fullt af fínum gjöfum og þakka fyrir mig :o) 2 Friends seríur, The Dark Crystal (sem ég talaði um fyrr í vetur), veski, slatta af náttfötum, úr, hárdót, slæðu, snyrtibuddu, pening, ullarsokka, nammi, myndir, vínglas, skartgripi, sápu, neyðarljós...jáhh og þá er það komið...nema ég á eftir að fá þrjár gjafir :o)
Það skal viðurkennt að ég missti mig aðeins í jólagjöfunum þetta árið en það skaðaði fjárhaginn ekki alvarlega :o)
Svo fórum við og kítkum á Hamra til afa og ömmu áðan, en afi fékka ð koma heim í tvo daga og fer síðan bara inn á Húsavík á morgun. Það var mjög gott að sjá þau og auðvitað dró amma fram kræsingar sem við frændsystkinin röðuðum í okkur :o) Systurnar á Hömrum og Freyþór voru þarna líka og Höddi og Systa og Brói og Bryndís...Það var gott að hitta alla svona saman...langt síðan það hefur gerst. Og ég er búin að strengja þess heit að kíkja allavega eina langa helgi norður núna fyrir páska :o)
Og svo er að Akureyrar-djamm með Sólveigu og Rósu Björg á morgun :o) Hlakka mikið til en ég hitti þessar elskur alltof sjaldan! Og Sólveig segist ætla að koma líklega í janúar suður og vonandi drífur Rósa sig líka fljótlega ;o)
En núna ætla ég að fara og læra smá texta, ekki getur maður endalaust legið í leti ;o)
Athugasemdir
Og einhverra hluta vegna koma greinaskilin ekki fram :o/
Jenný Lára Arnórsdóttir, 25.12.2006 kl. 21:33
ohh það var svoo magnað að hitta þig á þ-lák, trúði því varla að þú stæðir fyrir framan mig! og jiii svo hlakkar mig svo til að sjá þig á morgun maður, og hey vá takk takk takk fyrir geggjað dagatal! það er æði!!!
rósa sósa (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 00:58
ohh það var svoo magnað að hitta þig á þ-lák, trúði því varla að þú stæðir fyrir framan mig! og jiii svo hlakkar mig svo til að sjá þig á morgun maður, og hey vá takk takk takk fyrir geggjað dagatal! það er æði!!!
rósa sósa (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 01:04
Hæ elskan og gleðilega hátíð :) Æji sorry en ég sendi engin jólakort, bara steingleymdi því :( en takk fyrir mitt, ógó gaman að fá jólakorta sko:) En OMG til hamingju með litla bró, það hafði engin sagt mér neitt, hafði ei hugmynd um að Heiða væri ófrísk marr, þú mátt líka kyssa pabba þinn til hamingju frá mér :) Oh hvað þetta litla kríli er fallegt :)
En hafðu það bara sem allra best Jenný mín, og vá hvað er langt síðan við höfum hisst fuss og svei sko
maggan (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.