8.1.2007 | 01:10
Blogga!
Já, núna ætla ég að blogga...hef ekki nennt því eða neinu öðru á nýju ári....hef samt mætt í vinnu og á leikæfingar en það er eiginlega allt og sumt....er búin að sofa MIKIÐ!
En núna mun rútínan byrja aftur :o) Mikið er það nú gott, eins pirraður og maður verður á henni! En of mikið frí sem maður gerir ekki neitt við er bara ekki hollt!
Fór á tónleika hjá Diktu á Grand rokk í gær og það voru fínir tónleikar...Hef ekki mikið hlustað á þá en finnst þeir bara nokkuð góðir...maður kannski fer að tékka betur á þeim....
...og fleirum...er alveg rosalega ódugleg við að sanka að mér tónlist, eins og mér finnst nú gaman að hlusta á og pæla í tónlist...held að ég seti hold á að eyða meiru í föt þegar ég er búin að kaupa mér einar buxur sem ég er að bíða eftir að fáist aftur og fari í staðin að eyða í tónlist :o) Fuhullt af diskum sem mig langar í!
Æfingar á Bingói ganga vel og er alveg ótrúlega gaman á æfingum :o) Við meira að segja náðum að koma boltanum í körfuna í fyrstu tilraun á laugardagsæfingunni ;o) Jei!! Ég er samt ekki búin að læra neitt meira af textanum síðan í jólafríinu, en þá var ég búin að læra hann aðeins fram yfir hlé :o)
Fór á afmæli Leikfélags Kópavogs á föstudaginn eftir mat hjá mömmu...það er barasta orðið 50 ára gamalt! Þar var boðið upp á skemmtileg atriði og mikið mikið af sykri!!! Og svo var partý eftir á þar sem boðið var upp á nokkrar vígstöðvar og gat maður valið eftir því hvaða skapi maður var í...trúnó, dans, spjall um allt og ekkert og gítarstemming...held að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi...
Svo bara skóliskóli á morgun og próf á fimmtudaginn...holy moly!
Athugasemdir
Mæli mjög með mikið af breskri tónlist.....alveg heilluð af mörgun breskum hljómsveitum eins og The Feeling, The Ordinary Boys, Snow Patrol, The Kooks, Razorlight.....gæti talið endalaust áfram.....;)
Sólveig Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 12:28
já einmitt!! mikið af sykri!! mmm... hann var góður! hehehehe.. uss!
Una Dóra (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 11:28
jæja góða mín...hvað er þetta...nú fer ég að kommenta og þá er þetta að verða dáltið gróft..nei ég get ekki sætt mig við þetta
Fanney Vala (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 19:48
Er fólk bara alveg hætt að koma á Söngfuglinn? Hvar eru allir? :/
Helgi R (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.