Laugar

Þá er maður komin heim í dalinn kæra. Er sumsé komin norður á Laugar og náði loksins að sofa eins mikið og mig lysti!

Seinustu dagarnir í skólanum gengu alveg vel. Í circus assessment hjólaði ég um á einhjóli í bleiku tútúpilsi, í stage combat var ég kýld í framan og skarta núna þessum fallega marbletti á hökunni sem ÖLLUM þykir frekar áhugaverður og því mikið búið að vera að stara á mann síðustu daga. Sem betur fer var ég svo ekki kýld í assessmentinu sjálfu og naði því því prófi og er því komin með certificate frá Equity upp á að ég megi berjast á sviði. Og svo gengu Historical dance assessment og Physical Theatre assessment líka mjög vel.

Svo var flogið heim, lent, keypt í matinn, eldað og græjað sig upp og boðið Völu og Helga í mat og djammað svo eftir á. Kíkt á kæra Rosenberg og svo á Ölstofuna og endað á Apótekinu (bara til að segja hæ við Kalla). Þetta var rosalegt djamm enda hefur maður varla smakkað áfengi í laaaaaaaangan tíma og þolið því ekki mikið. En mjög skemmtilegt engu að síður.

Daginn eftir hitti ég svo nokkra krakka úr söngskólanum á kaffihúsi og svo var ákveðið að fara í bíó á Hangover. Við brunuðum í Álfabakka og nei þá var uppselt á myndina en búið að setja aukasýningu kl. 23:00 þannig við biðum í röðinni...þegar sú röð hafði minnkað um helming var líka orðið uppselt á aukasýninguna. Þá var brunað niður í Kringlubíó og nei þá var líka uppselt þar á sýningu kl. 23:20...og klukkan var bara 21:50 eða um það leyti. Þá fangum við okkur bara ís og fórum svo á annað kaffihús.

Í gær kom ég svo norður og snerist um Akureyrina með henni Sólveigu minni sem var voða gott að hitta. Fór svo í mat til Kolla og Þóru sem var náttúrulega sjúklega ljúffengur að vanda og kíkti á Karólínu með þeim í einn öl. Þá pikkaði Sólveig mig upp og brunuðum við í sveitina. Þar tóki á móti mér bærður mínir tveir með þvílíkum látum að ég hélt þeir myndu fara yfir um! Æðislegu yndin! Við pabbi sátum svo bara að spjalla og svo var farið að sofa og náði ég því loksins að sofa alminnilega því næturnar í rvk innihéldu ekki alveg nógu mikla hvíld!

Fleira er svo ekki í fréttum að sinni.
Lifið heil.


Eftirbruni


Og þá er maður loksins búin að sofa smá.

Prófið á föstudaginn gekk bara vel og var í heilidina nokkuð gott próf, nema að bjölluhringjararnir voru lélegir. Þeir sem sagt eiga að sjá til þess að áhorfendur verði ekki varir við okkur hlaupandi um alla bygginguna að skipta um búninga eða þeystast með leikmyndir á milli hæða á meðan þeir rölta á milli sýningasvæða. En annars var þetta gott próf.

Á föstudagskveldið skakkalappaðist maður svo heim þegar búið var að ganga frá, sötraði smá bjór og sofnaði síðan eins og steinn. En bara til að vakna kl 9:00 morguninn eftir og dragnast í skólann aftur til að sýna eitt verkið aftur fyrir hugsanlega verðandi nemendur sem voru að skoða skólan á opnum degi. Það var alveg skemmtilegt en jeminn hvað líkaminn var algerlega mótfallin þessu. Það var búið að lofa hvíld og svo er bara svikið það! já svona er maður nú illgjarn. Fengum nefnilega ekki að vita fyrr en prófið var búið að það ætti að sýna einhverjar sýningar daginn eftir.

Svo kom ég heim og þá greip eitthvað þrifnaðaræði okkur íbúana hér á Framabraut og við þrifum meiriháttar sjúklega vel! Erum örugglega eina fólkið í heiminum sem notar fyrsta frídaginn sinn í margar vikur í að taka stórhreingerningu! Svo eldaði Unnar appelsínukjúkling og Aron bakaði eplapæ og ég splæsti í ís og sósu og haldin var mini-veisla hérna og svo horfðum við á dvd. Okkur var reyndar boðið í partý til sænsku stelpnanna í bekknum en við bara innilega nenntum ekki og vorum sofnuð frekar snemma öll.

Á sunnudaginn fór ég í fýluferð niður í bæ í Primark þar sem ég komst að því að ég ætti engan pening eftir. Jei! Fór þá bara aftur heim og var nokkuð dugleg að læra og ætlaði svo að fara að taka til í herberginu mínu (sem hafði orðið útundan daginn áður) en endaði á að drasla bara meira til þar sem ég ákvað að máta bara öll fötin mín og skilja þau eftir út um allt gólf...já ég veit ég veit það er illa farið með þau en þetta er bara svo kósi! eða þannig! Svo saumaði ég til eitt pils sem er mega æðislegt núna! Svo át ég líka allan daginn. Frekar skrítinn dagur.

Núna eru bara 4 dagar í að maður komi í stutt sumarfrí heim og er ég orðin svo óþreyjufull að ég er að drepast úr eyrðarleysi og nennuleysi! Hroðalegt alveg hreint. Sérstaklega þar sem það eru nokkur assessment í þessari viku. Í dag var t.d. Voice assessment og History of Art assessment. Listasagan gekk ekki alveg nógu vel enda var ég algerlega laus við inspírasjón í því og vara bara að gera skyldu mína og klára þetta af. En ég er búin að heita því að gera betur næst. Voice gekk hinsvega alveg nokkuð vel. Var að einbeita mér að því að gera t, p og k ekki of hörð...Jájá það er víst til eitthvað sem heitir að tala ensku OF skýrt og það hrjáir nokkra íslendinga hérna. Ég var frekar móðguð fyrst því mér hafði alltaf verið kennt að tala sem skýrast sama hvaða tungumál maður er að tala (nema kannski frönsku). En núna reynir maður að gera lífið fyrir tunguna sína aðeins auðveldara með því að rétt tylla henni á aviolar ridge til að segja T og svo notar maður líka miklu minna loft í það og getur þá notað það í einhver önnur hljóð. Næst á dagskrá er að læra að segja S með rödd.

Já svona er lífið þessa dagana. Maður reynir að sinna skyldum sínum en langar líka bara til að vera komin í frí og fá að hvíla sig og svo er maður fúll út í sjálfan sig að vera ekki að gera betur. Meiri vitleysan í manni!

En núna ætla ég að hætta að blaðra við engan og kannski bara fara að sofa á skikkanlegum tíma.

Súlsúl!


Sýningar


Á morgun er laugardagssýningadagur í skólanum. Það er seinasti séns fyrir leikstjórnarnemana að koma verkunum sínum inn á prófið á þessari önn. Það þýðir auðvitað að allur dagurinn fer í að sýna og skipta um leikmyndir, búninga, hlaupa um með props og þess háttar skemmtilegheit. Á morgun verða eitthvað um 12-13 sýningar og þar sem þetta er þriðja önn er slatti af svona lengri verkum eins og Shakespeare og óperur og söngleikir. Eins mikið púl og þetta er er þetta líka óstjórnlega gaman!

Ég fæ að leika í sex sýningum á morgun, þannig að á morgun fæ ég að vera klúbbdansandi, vinnukona með grímublæti sem er líka drottning Danaveldis og á son sem heitir Hamlet og á hún það til að vera stundum eins og geit og stundum skellir hún sér til Sevilla að hitta vinkonu sína hana Carmen, og flýgur þá oftast með jet-plane-i sem á það til að brotlenda í ímynduðum heimi flughræddrar konu.

Já og svo er ég á hljóði í Mamma mia.

Má svo reikna með að þetta muni vera í kringum níu tímar að lengd.

Kom heim tiltölulega snemma í kveld og þrátt fyrir að vera þreytt og vera að mæta í skólan á morgun þá er einhver örlítill föstudagur í manni. Skellti því í eina Betty Crocker og bræddi Nutella yfir, meðleigjendum mínum til mikillar gleði! Svo munu afgangarnir halda manni gangandi yfir morgundaginn. En þegar ég var að borða kökuna þá fékk ég svona dauðans mikla löngun í Nýmjólk!!!! Og nú er mér alls ekki vel við mjólk og finnst hún frekar vond. En þarna kikkaði þetta inn með sense-data og öllu! Langar í íslenska mjólk!

En núna er ég bara að fresta því eins og ég get að vaska upp eftir mig og þrífa og finna mér svo einn monologue fyrir voice-assessment og að vinna greiningu á listaverki fyrir assessment í History of Art!!!

Stundum verður maður bara aðeins að týna sér ;o)


Ábyrgð


Og þá eru bara 25 dagar í heimkomu! Hlakka svo mikið til að ég fæ næstum fyrir hjartað þegar ég hugsa um það!

Maginn á mér byrjaði að stríða mér í gærkveldi. Krampast eitthvað og svíður. Ætla að athuga hvort það sé eitthvað um það á doktor.is...svo fylgir smá hiti með þessu. Þetta er frekar sárt. En maður gerir bara eins og maður lærir í skólanum og fer limp. Það virkar eiginlega betur en verkjalyf og næ eiginlega að covera meiri sársauka en þau, en ekki allan sársaukann. Reyndar er þetta soldið svipað og þegar ég fékk í magan af verkjalyfjunum þegar ég var með brjósklosið. Nema það var 1000x verra!

Það er endalaus vindur í Londres þessa dagana og sólin lætur ekki mikið sjá sig. Stundum er hlýtt en stundum er kalt, þó svo að veðrið líti alltaf eins út. Spes.

Eitt sem ég er ekki að skilja. Er í alvöru erfitt að fá vinnu í sumar eða er fólk bara að vera pikkí enn þá? Það var hægt að vera pikkí áður en ekki lengur. Ég var ekki búin að leita í viku þegar ég var komin með vinnu. Og samt er ég í London og gat ekki mætt á svæðið eða neitt. Ég skoða studentamiðlunarsíðuna reglulega og líka mbl.is, visir.is, vinna.is og job.is og það er alveg eitthvað í boði en samt er fólk farið að tala um að það verði atvinnulaust í sumar. Hvernig má það vera þegar það vantar fólk í allskonar störf? Ég er ekki alveg að ná þessu. Sé alveg að það verði einhverjir atvinnulausir í sumar því það er svo miklu miklu miklu minna framboð en áður, en að fólk sé farið að segja strax að það verði atvinnulaust í sumar, því er ég ekki alveg að ná. Er fólk enn að hugsa um að geta skemmt sér frekar en að eignast smá pening? Er það ekki soldið óraunhæfur hugsunarháttur í dag? Er ekki komin tími til að taka smá ábyrgð á sjálfum sér og lífi sínu?

Líka ef við tökum ekki ábyrgð á sjálfum okkur, þá er það viss hræsni að ætlast til að ráðamenn taki ábyrgð á því sem þeir hafa gert og þurfa að gera.

Og svo er líka hægt að horfa á þetta frá annarri hlið: Er hægt að búast við öðru af ungu fólki í dag en að það taki ekki ábyrgð á lífi sínu og vilji frekar skemmta sér en vinna fyrir hlutunum þegar það er búið að alast upp í ríki þar sem var meiri áhersla lögð á að skemmta sér, vera "hipp og kúl" og týna sér í einhverri vitleysu en að axla ábyrgð á hlutunum og horfa lengra fram í tíman en bara næsta árið. Er hægt að ætlast til þess að ungt fólk setji sér raunveruleg langtímamarmkið þegar þau hafi alist upp umkringd skýjaborgum sem voru byggðar af ríkinu, þeim sem stjórnuðu og þeim sem þóttust eiga eitthvað erindi upp á dekk.

Við erum kynslóðin sem ólst upp við að maður ætti að hafa gaman og allt annað myndi reddast. Þannig hugsum við, eða allavega meiri hlutinn af okkur. Við sitjum oft og bíðum eftir því að hlutirnir bara komi sjálfkrafa upp í fangið á okkur og skiljum ekki þegar það gerist ekki.

Hvernig væri að stoppa aðeins og við og athuga hvert maður er að stefna með því lifa eins og maður lifir og athuga hvaða gildum maður er að lifa eftir? Er maður að lifa eftir þeim gildum sem fyrir manni var haft af samfélaginu meðan maður var að alast upp, sem núna eru fallin, eða er maður að lifa eftir gildum sem skapa manni öruggari framtíð?

Og hvernig líf vill maður eiga? Og er maður að stefna í rétta átt að því?

Þó svo að ungdómsárin séu áhyggjulausu árin þá eru þau árin þar sem maður byggir grunninn að lífi sínu.

Þannig viljið þið gera það fyrir ykkur sjálf að pæla aðeins í hvað þið eruð að gera? Taka smá ábyrgð? Bara for your own sake.

Með ást
JL


Grátur


Jei! Við urðum í öðru sæti í júróvisjón, öllum að óvörum held ég. Allavega bjóst ég ekki við að við næðum þetta langt en þetta er mjög svo enjoyable! Og kitlar mann alveg smá að kíkja kannski bara til Norge næsta vor og upplifa keppnina svona live. Gæti verið skemmtilegt. En Jóhanna stóð sig með stakri prýði og má eiga það að hún var ein af bestu söngvurunum í keppninni ef ekki sú besta. Hvað var málið með fólkið sem var að syngja?!?!

Horfði á seinasta þátt 5. seríu af Grey's Anatomy og hjartað var rifið úr manni, snúið upp á það og trampað og hoppað duglega á því! SÁRT! Mamma hélt að það hefði einhver nákominn dáið þegar við systur vorum að skiptast á skoðunum um þetta á FB. Sumum fannst kjánalegt að vera að gráta yfir sjónvarpsþætti...svo fóru sumir af þeim að gráta yfir stuttu youtube myndbandi...það var reyndar real life sem Grey's er ekki en hvað með það? Maður grætur oft yfir bókum og þó eru það persónur sem er ekki einu sinni búið að vekja til lífsins með leik.

Ég grét líka yfir seinustu köflunum í Uppvöxtur Litla Trés. Mæli með þeirri bók við alla. Það var samt fallega sorglegt. Grey's var bara ótrúlega in your face og allt í einu, ótrúlega ósanngjarnt sorglegt!

Harry Potter hefur líka fengið mig til að gráta...alveg nokkrum sinnum. Fimmta bókin, Sjötta bókin og svo meiri hluti sjöundu bókarinnar. Hlakka til að sjá næstu mynd. Grét ekki yfir sama atriði í fimmtu myndinni því mér fannst vanta þungann í atburðinn. Held það sé því í myndunum þarf að skera svo mikið af því sem gerist í bókunum.

Best er samt að gráta þegar maður fer á óperur! Það er bara sálarhreinsandi. Það samt gerist ekki nema að hún sé vel sungin, vel spiluð og vel leikin. Annars er það bara frat! Alger anti-climax! Lenti í því núna um daginn þegar ég fór að sjá E Capuleti e i Montecchi í ROH. Þetta er semsagt gróflega bara Rómeó og Júlía og þegar þau dóu þá hugsaði ég bara: æji en leiðinlegt... en var ekki meira hrærð en það sem er frekar lélegt því tónlistin er mjög falleg.

En nóg um grát yfir hlutum sem eru ekki raunverulegir :o)

Helgin varð ekki jafn bissí og ég bjóst við. Var bara á tveim æfingum í gær og svo bara þrjár í dag. Seinni æfingin í gær var æðisleg. Erum að æfa atriði úr Hamlet þar sem Hamlet og mamma hans ræðast við í herberginu hennar eftir leikritið þar sem sett var á svið eitrunin, og það er allt einhvern vegin að kikka inn svo rétt. Erum líka bara þrjú að leika og það er ekkert kjaftæði í gangi og allir að vinna vinnuna sína og svona.

Restin af því sem maður er í gengur svo bara vel, nokkrar hindranir sem maður þarf að komast yfir og svona en það er bara eitthvað til að takast á við.

Svo eru bara 26 og hálfur dagur í heimkomu!!!!

Er komin með vinnu á Hótel Glym í Hvalfirði og líst bara vel á það. Skilst að ég verði í móttöku og sal sem er mjög fínt. Launin eru fín og ég held að það sé góður mórall þar og svona.

Er svo að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að búa í 2 mánuði hjá múttu eða reyna að finna eitthvað til að leigja. Langar rosalega bara til að byrja að leigja strax og koma mér fyrir og svona. Er orðin þreytt á að búa hálfpartin í ferðatöskum og kössum og hafa ekki allt dótið mitt hjá mér. En við sjáum til.

Er farin að hlakka alltof mikið til að komast heim! Get stundum ekki hugsað um neitt annað og á það til að vera að hugsa aðeins of mikið um það í skólanum. Sem betur fer gerist það samt ekki á æfingum.

Ekki er fleira að frétta að sinni. Verið þið sæl.


29

Okei bara 29 dagar í að maður komi aftur heim á eyjuna fögru en fátæku! Og já ég er byrjuð að telja niður!

Lífið gengur annars sinn vanagang hérna. Um daginn var ég á leiðinni í skólan snemma morguns og beygi inn Nicolay Road eins og alltaf en þar er þá bara kona búin að gyrða niður um sig og míga í hægri vegkantinum!!!

Í skólanum er nóg að gera. Ég er Violetta í La Traviata, mamma Hamlets, en Hamlet er leikinn af Unnari sem er held ég 29 ára :o), Vinkonu Carmen, geit, krabbameinssérfræðing sem lendir í slow-motion flugslysi ásamt haug af liði á fyrsta farrými, spegilmynd þjónustustúlku, rússneska hjúkku hjá KGB og japanska konu sem vingast við demona. Allt mjög svo enjoyable hvert á sinn hátt :o)

Í kveld bjó ég til hvítlauksjógúrtsósu og dýfði brauði í. Hún var allsvakalega sterk og núna er ég hvítlauksrotin frá malla og upp úr...mjög fyndið að fara á leikæfingu þannig og vera í hrúgu af fólki!

Á leiðinni heim lyktuðum við af nýútsprungnum rósum og kipptum með okkur tveim sætum stólum sem einhver hafði ákveðið að henda. Sæt borðplata var líka í boði í stíl en þar sem engir fundust fæturnir leyfðum við þeim að vera. Svo fann Unnar bílateppi til að hafa í forstofunni.

Horfði á júróvisjón á meðan ég borðaði og átti frí. Þessi hluti semi var aðeins meira júróskotnari en samt ekki góður. Fannst eiginlega lagið best sem var með harmónikkunni í...man ekki hvaða land það var...það er bara eitthvað með mig og harmonikkur....og myndarlega menn sem spila á harmonikkur....ég veit ekki....harmonikkur eru bara heitar!!!!

Þetta er soldið súrt blogg....en líf mitt þessa dagana er bara akkúrat nákvæmlega svona :o)I like it!

Og lag mánaðarins er White Winter Hymnal með Fleet Foxes....er orðin alvarlega háð því!

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband