16.11.2008 | 21:20
Alive!
Já ég er enn á lífi. Veit að einhverjir hafa verið að velta því fyrir sér undanfarið hvort ég sé lífs eða liðin en ég er sumsé hið fyrra.
Bara mikið að gera í skólanum og margt að gerast. Bara ótrúlega gaman!
Svo fann ég 20 pund í lestinni áðan. Það var gaman og kjánalegt á einhvern hátt.
Og svo er Fanney systir komin til mín.
Lífið er einfalt, einfaldleiki er hamingjan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008 | 00:11
Tæknilega
Þessi helgi leið hratt en ljúflega.
Fór á tvær leiksýningar, horfði á eina bíómynd, belongaði aðeins, kíkti á pub, borðaði vibba dominos, labbaði, labbaði, labbaði, var dugleg að læra í dag (uppi í skóla), hjálpaði, hjálpaði og kíkti sem hljóðmaður á eina æfingu.
Nokkuð vel af sér vikið held ég bara!
Trúi samt ekki að það sé að koma mánudagur...nei að það sé komin mánudagur (tæknilega séð).
Þetta orð samt....tæknilega....skemmtilegt...!
Ætla að fyrirbrenna morgundaginn, taka linsurnar úr mér og fara að sofa.
Guten Abend, Gute Nacht!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2008 | 19:27
Næturdrottning
Mjáhh!
Þá er komin helgi eftir þessa stuttu viku eftir miðannarfríið.
Margt skemmtilegt gerst í þessari viku. Svaf yfir mig í gær en ákvað að mæta samt í skólan en ekki bara þykjast vera veik eða eitthvað. Það kostaði helling (eða 25 pund) og var sárt fyrir veskið en svo hollt fyrir sálina að ég sá bara smá eftir þessum pening.
Mun kannski sjá meira eftir honum þegar ég verð farin að borða núðlur í hvert mál!
Svo ákvað Fanney að kíkja fyrr til mín en áætlað var, jei! Hún kemur semsagt eftir 9 daga!!!
Það var líka Showing á fyrsta leikstjóraverkefninu sem ég leik í í gærkveldi og gekk bara nokkuð vel. Maður lærir bara með hverri sýningunni og þess háttar. Unnar fékk alveg fínustu krítík og Tommi sem kenndi okkur SofA í dag talaði aftur um það í dag að það hefði verið mjög gott fyrsta showing.
Svo söng ég næturdrottningarstefið í dag...í réttri tónhæð...og það var ekki erfitt! Hélt ég myndi deyja úr hissheitum! Richard bara sagðist viss um að ég gæti það og ég ákvað, eftir mikið mikið mikið pepp, að bara henda mér út í það og viti menn! Og það hljómaði vel og allt! Hann sagðist vilja að ég myndi læra þá aríu einhverntíman og líka glitter and be gay! Nú leyfi ég mér að segja OMG!
Þetta er slatta mikið hopp frá A fyrir neðan háa C!
Er enn að furða mig á þessu.
Yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2008 | 22:33
Gott
Dagurinn í dag var góður. Heyrði í fullt af fólki, fékk nokkrar góðar fréttir, kíkti út úr húsi, tók til og breytti til. Líður því nokkuð vel núna.
Best er að ég mun hitta Fanney systur eftir bara 12 daga! Og svo munum við fara á P!nk tónleika í maí!
Heimurinn er að skríða saman aftur, allavega í mínum augum.
Hugsa til ykkar sem eru heima á Íslandi á þessum tímum. Get ekki ímyndað mér hvernig það er. Maður verður svo sem alveg var við kreppuna en maður er ekki að lifa og hrærast í þessu. Verður fræðandi að koma heim um jólin.
Skóli aftur á morgun eftir gott miðannarfrí. Maður náði að ná aðeins áttum sem er gott.
Nú er það bara fimmti gír áfram beint af augum!
Yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2008 | 10:16
Punktar
Jájá ein voða dugleg að blogga hérna eða bara ekki!
Er að hressast mikið. Tók margar ákvarðanir í huganum í seinustu viku. Sumir fóru að halda að ég væri farin að drekka að staðaldri en svo var ekki. Ætla að punkta hérna merkilega hluti sem eru búnir að gerast síðan síðast:
- Er að taka hröðum framförum á einhjólið, enda fengum við tvo sirkustíma í seinustu viku.
- Er búin að fara á fyrstu æfinu með leikstjórnarnema og vera semi-prógrömmuð eins og þeir kalla þetta. Það var upplifun, eða event eins og þeir segja.
- Það snjóaði. Víst í fyrsta sinn sem það snjóar í október síðan snemma á seinustu öld.
- Ég borða lakkrís og súkkulaði af miklum móð - allt organic og himneskt!
- Fór ég í fyrsta Acting Assessment tíman. Lék samt ekki því ég komst að því að ég þyrfti að breyta hamborgaranum mínum aðeins.
- Er ég búin að fara í Stills og Impro tíma og læra betur þetta programming ferli.
- Er ég búin að læra að nýta programming aðeins í söngnum.
- Fór ég enn og aftur í tíma í grunninum að tónfræði!!!! Var orðin handviss um að ég myndi enda lífið þar. En maður bara andar inn og svo út og teiknar og teiknar og teiknar á meðan og finnur út hvaða orð maður getur skrifað með ABCDEFG
- Komst ég að því að ballet, acrobatics og stage combat allt á sama deginum þýðir harðsperrur dauðans daginn eftir! Ég hreyfðist eins og ég væri gömul kelling á föstudag og laugardag - sérstaklega þegar ég fór upp eða niður stiga.
-Kom Heiðrún í heimsókn. (eftirfarandi punktar innihalda allir Heiðrúnu).
- Fórum við á Lion King (sem er kannski soldið barn síns tíma, mætti vel uppdeita það).
- fórum smáferð í svona hjólaleigubíl - upplifun!
- Gáfum íkornum hnetur.
- Pret, pret og meira pret!
- Fengum okkur Peking-önd á golden dragon! Slurp!
- Héldum tveggja manna veislu á föstudaginn og átum og átum og átum - alveg án gríns þá átum við frá 7 til miðnættis!
- Leyfði ég mér að kaupa mér sokkabuxur og gorgeous legghlífar frá CK!
- Fengum við okkur að borða á Indian Tapas stað í Soho sem er vel hægt að mæla með. Nema naaninu.
Og í dag er mánudagur og ég er í fríi.
Næs!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 17:52
Lífið
Það er verið að kenna mér að lífið sé einfalt og það séum bara við sjálf sem flækjum það og ég get alveg séð hvernig það er þannig og gengur bara vel að reyna að hugsa að lífið sé einfalt. Það er bara ansi strembið að halda það út þegar aðrir vita ekki að það sé einfalt!
Hugur okkar er merkilegt fyrirbæri og alveg ótrúlegt hvað hann fær okkur til að gera og hugsa án þess að við séum beint að reyna það.
Líður soldið eins og ég sé föst í köngulóarvef og þegar ég næ að losa mig á einu stað festist ég á öðrum. Stundum sé ég að þetta sé hægt og stundum virðist ég vera að losna en svo aðra stundina virðist vefurinn svo gígantískur.
Og hann er stór. Það er staðreynd. En ég á eftir að ná að losna út út honum, á eftir að festast nokkrum sinnum og flækjast á leiðinni. En það er allt í lagi því hann er ekki endalaus.
Afhverju eru svona margir nú til dags hræddir við að lifa?
Afhverju velja svona margir að taka engar áhættur og lifa í "öryggi" og óhamingju í stað þess að taka sénsinn og verða hugsanlega hamingjusamir?
Það er áhætta já, en afhverju ekki að taka hana?
Lífið er jú bara eins einfalt og maður sjálfur vill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)