Dugnaður


Í dag er ég búin að vera dugleg. Mikið var!

Kláraði handritið í verkefninu okkar Helga og sendi það á múttu til yfirlestrar. Vinn svo út punktunum hennar á morgun og sendi það þá til Helga og vinn svo úr punktunum hans í vikunni og þá verður það sent til Árna og svo unnið úr punktunum sem hann gefur. Hef samt trú á því að þetta verði alveg komið næstu helgi.

Er síðan núna að læra. Er að skoða myndir frá París árið 1870 og sjá fyrir mér hvernig væri að lifa þar þá. Það er skemmtilegt.

Þyrfti svo helst að redda mér smá glósum á morgun og ná upp því sem ég hef misst af í vikunni.

Í kvöld á Nina flatmate afmæli og er því partý henni til heiðurs einhversstaðar hjá Angel. Ég ætla að draga Halla mér mér í það. Er samt að sjá pínu á eftir kósíkveldinu sem ég fórna í staðinn. Ætlaði að horfa á Anna and the King og borða lakkrís og súkkulaði.

Er að pæla í að læra í svona hálftíma í viðbót og fara síðan að snurfusa mig og sturtast og aðeins flikka upp á útlitið á mér. Ég er án gríns búin að vera eins og tuska í svona hálfan mánuð!

Langar agalega að vera heima á Íslandi um helgina. Fullt af tónleikum í gangi í dag og svo Hálfvitarnir á Rosenberg í kveld. Dem! Ég bara panta tónleika hjá öllum um jólin - díll?

Og farið svo að senda mér myndir á væntumykjuvegginn! Elfa er sú eina sem er búin að senda! Þið fáið verðlaun í staðinn - alveg satt :o)

En núna ætla ég að halda áfram að vera dugleg.

Yfir og út.


Ást


Hahahahahahahahahahaha ég lét ykkur flest æla! Hahahahahahha!

Sry ekki ætlunarverkið en skemmtileg útkoma engu að síður.

Fanney afi Dæsi reyndi að láta okkur borða einu sinni eða tvisvar rúgbrauðssúpu. Það gekk ekkert voða vel. Svo gætir þú hafa lent í einhverju álíka í sveitinni. Hann reyndi líka einu sinni að láta okkur borða svið, og þá sérstaklega tunguna.

Og tékkaðu á Cymbeline, ég var líka með mónólóg úr því verki. Byrjar Oh Gods and Godesses....eða eitthvað álíka. Og það eru alveg nokkrir skemmtilegir mónólógar í því verki sem Imogen er með.

Annars er að það að frétta að ég fann lakkrís í Lundúnaborg. LOKSINS! Er búin að vera að drepast úr lakkrísþörf! Og þetta er meira að segja góður lakkrís - Panda lakkrís. Þannig hér í þessari stóru borg borða ég einungis lífrænt nammi - Panda lakkrís og Green and Blacks súkkulaði.

Þessa dagana er erfitt að vera hollur í matavali. Brauðið hefur haldið innreið sína aftur í líf mitt. Það kostar lítið og er mikill matur í því. Kaupi samt bara heilhveitibrauð. Svo er pasta líka vinsælt, og þá kaupi ég samt bara heilhveitipasta eða speltpasta. Það munar eiginlega engu í verði hérna úti. Svo eru það blessuðu núðlurnar! Þær hef ég ekki fundið í hollari útgáfu. Ég er ekki enn búin að glepjast í hrísgrjónin en það er stutt í það. Og svo eru það niðursoðnu súpurnar, túnfiskurinn, laxinn, sardínurnar, gulu baunirnar, gúrkurnar, sveppirnir, tómatarnir og svo framvegis. Dugar lengur en ferskt grænmeti og dugar í nokkra rétti hver dós (nema kannski af laxinum, túnfiskinum og tómötunum). Svo er það miklu ódýrara en það ferska. En gæðin náttúrulega ekki þau bestu!

Erum að skilgreina í skólanum þá 140 purposes sem eru til. í dag náðum við 27 stykkjum minnir mig. Þar var að finna bæði I want to be loved og I want to love. Þetta eru þær fallegustu og trúustu skilgreiningar á ást sem ég hef séð. Ég fór næstum því að grenja! Þær meika kannski ekki mikið sens fyrir þá sem eru ekki að læra Science of acting en ég ætla samt að skrifa þær hérna upp. Það er nefnilega svo mikill sannleikur í þeim.

I want to be loved.

I want someone to think all the time about me and give me care, pleasure, security, disregard all my faults and mistakes and be prepared to make sacrifices for me, in other words, to fail for my sake. But primarly to accept my shame events as their own.

I want to love.

I want to think all the time about someone and give him/her care, pleasure, security, disregard all his/her faults and mistakes and be prepared to make sacrifices for him/her, in other words, to fail for his/her sake. But primarly to accept his/her shame events as my own.
I want to suffer for his/her shame events (to atone for my own).

Ég veit ekki hvort þið skiljið þetta eins og ég, en þetta snart mig og því vildi ég deila þessu með ykkur.

Yfir og út.


Brauðsúpa


Var rétt í þessu að muna eftir því að það væri eitthvað til sem héti brauðsúpa! Það er án efa það versta sem einhverjum hefur dottið í hug að malla! Án efa eitthvert kreppufæði. Kannski að það verði blásið líf í þessa súpu núna þegar kreppan herjar á landsmenn...já eða fátæka námsmenn.

Ég ætla aldrei aldrei aldrei að láta mér detta í hug að búa þannig til!

En kannski finnst einhverjum þarna úti þetta góð hugmynd og þá um að gera að nýta sér hana.

Og svo er líka gott að nappa með sér klósettrúllum frá vinnustaðnum/skólanum sínum.

Fara í Hagkaup á smakkdögum sem mig minnir að séu annaðhvort fimmtudagar eða föstudagar. Ég held hinsvegar að það séu aldrei smakkdagar í Tesco.

Svo skilst mér að það sé hægt að fara í ROH þegar það er general-prufa og svindla sér inn í veitingarnar í hléinu.

Fara í sund og fylla á sápubrúsann sinn....nema það kostar bara fáránlega mikið í sund...gætir hinsvegar alveg náð í klósettpappír í leiðinni.

Man ekki eftir fleiru í bili.

Og hvað á það að þýða að allt í einu eigi það að kosta mann rúman 60.000 kall að fara heim um jólin!!!!!!! Þetta er hneyksli!

Mér er illt í löppunum og farin að halda að ég sé haldin svefnsýki.

Sofaaaaaa....!

Yfir og út


Indverskt


í morgun gat ég bara ekki vaknað, sama hvað ég reyndi og lamdi mig andlega. Endaði með því að ég svaf í 14 tíma! Hvað á það að þýða?

Held þetta þýði bara eitt. Ég get ekki verið að sosíalisera svona mikið um helgar. Og næturdýrið í mér verður bara að halda kjafti og geymast inni í skáp þangað til í fríum.

Þessar uppgötvanir hafa gert það að verkum að ég er frekar viðskotaill í dag. Eins gott að ég var bara heima og rakst ekki á neinn!

Núna er Elfa hins vegar komin til mín aftur og ég reyni að halda aftur af mér en er samt búin að snappa einu sinni á garnið mitt sem ég var að vefja í hnykil og einu sinni á föt sem eru í stóra kassanum því ég var að leita að einhverri einni sérstakri flík sem ég var ekki að finna.

Er ekki líkt mér að snappa svona auðveldlega.

Það eina merkilega sem ég gerði í dag var að taka til í fataskápnum mínum og herberginu mínu, elda indverskt, komast að því að ég er að deita Tom Waits og líka hann Gregory í garðinum, að ég sé að verða fasistaballerína og hugsa heil ósköpin öll.

Mun svo mæta í skólan á morgun þar sem ég mun þurfa að útskýra fjarveru mína í dag. Er að pæla í að segja þeim að ég hafi bara hreinlega ekki vaknað og ekki með nokkru móti getað það, sama hvað ég reyndi. Og ef þau verða með eitthvað vesen ætla ég að reyna að vera róleg og útskýra fyrir þeim að ég sé nú búin að vera að mæta í skólan þó ég sé búin að vera drullukvefuð í tvær vikur.

Þetta verður fróðlegt.

En svona til að bæta fyrir þetta leiðinlega blogg þá ætla ég að láta hérna fylgja indverskan rétt sem er mjög góður og ég borða svona einu sinni í viku.

Kjúklingur, helst bringur.
Tikka masala sósa úr krukku.
2 matskeiðar hnetusmjör
chili pipar þurrkaður, eftir smekk
hvítlauksduft (ferskur hvítlaukur í fínni útgáfunni), eftir smekk
hálfur laukur
það grænmeti sem til er

Byrjað að steikja laukinn þangað til hann er orðin soldið linur. kjúklingabringurnar skornar í bita (og steiktar ef þetta er ekki foreldaður kjúklingur) og hent á pönnuna þegar laukurinn er einmitt orðin hálflinur. Smá hvítlauksdufti hent yfir laukinn og kjúklinginn. Þetta steikt þangað til að kjúklingurinn er farin að brúnast aðeins og laukurinn líka. Þá er sósunni helt út á pönnuna og hnetusmjörinu hent í líka, sem og chiliinu. Svo er grænmetinu bætt í smám saman eftir það og þetta látið malla aðeins.

Mæli með cherry-tómötum í þetta og að setja þá heila út í þetta. Gefur skemmtilega tilbreytingu á meðan maður gæðir sér á þessu. Gott líka að nota gulrætur, gular baunir, sveppi, epli, ananas, papriku, hugsanlega rúsínur, kúrbít, svo eitthvað sé nefnt. Verður auðvitað sætara ef ávextirnir eru notaðir þannig ef bragðlaukarnir fíla það ekki þá er um að gera að nota það ekkert. Svo náttúrulega sjóða hrísgrjón með þessu og þá er þetta orðin fínasta máltíð fyrir nokkra eða í nokkur mál. Og hnetusmjörið er galdrahráefnið í þessu! Hammananammnamm!

En þá er það ekki fleira að sinni.

Yfir og út.


Skór


Vá, þá er lengsta blogghléi síðan pundið var 160 krónur lokið!

Er á einhvern hátt greinilega búin að vera busy síðan seinasta miðvikudag, ef ég reikna þetta rétt út.

Komst að því á fimmtudaginn að acrobatics-kennarinn okkar þjálfar víst liðið í Cirque du Soleil. Gaman að því. Hann er líka harður, en samt á góðan hátt.

Lærði Feeling Good í söngtíma. Ég elska þetta lag.

Fór til Sidcup að hitta Rose Bruford liðið á föstudagskveldið ásam Halla, Aroni og Braga. Það var skemmtilegt og gott að hitta fólk sem er ekki í skólanum. Fengum fínustu pítsur að borða og svo var líka Hildur sem var með mér í Grandaskóla líka þarna! Ég og Bragi eyddum síðan rúmum tveim tímum í strætó um nóttina til að komast heim, en Aron og Halli gistu. Ég bara vil helst vakna heima hjá mér.

Á laugardeginum hitti ég síðan Hjalta sem var tenór í óperukórnum þegar ég var í honum. Hann er víst að læra og koma sér á framfæri hérna úti og er hérna hálfan mánuð i hverjum mánuði sirka. Það var mjög fínt og gott að kíkja aðeins niður í bæ. Kíktum líka á pöbbinn sem gerir sitt eigið áfengi sem er rétt hjá þar sem Lion King er sýnt. Fínn staður. Svo fórum við og náðum í Elfu á Kings Cross og röltum með hana heim til mín og kíktum svo út á lífið. Enduðum í Camden og voru þar fram á nótt áður en við fórum heim að horfa á Dagvaktina.

Við Elfa eyddum síðan sunnudeginum á Camden markaðinum. Guði sé lof fyrir að ég á ekki krónu...eða pund! Gæti svo auðveldlega eytt nokkrum hundraðþúsundköllum þarna!

Um kveldið kiktum við síðan heim til Hjalta í East Putney þar sem hann eldaði fyrir okkur, Mjög næs!

Þannig þetta var ofvirk helgi hjá mér, miðað við aðrar sem ég hef eytt hér á landi, og ég var í fjórum mismunandi skópörum alla helgina en er samt dauð á alla hætti í fótunum!

Niðurstaða: Mig vantar flatbotna vetrarskó!

Svo kíktum við Halli og Sessý í mánudagspítsu á Hideaway áðan og ég smakkaði ansjósur á pítsu í fyrsta sinn...and I like it! Alot! Slurp!

Hei já svo erum við byrjuð að læra á einhjól í Circus og ég næ nokkuð góðu jafnvægi á því. Höfum ekki gert meira en það, en það lofar góðu.

Og svo mun stundaskráin breytast eftir þessa viku. Það verður alveg þægilegt held ég.

En núna ætla ég að læra aðeins og skipuleggja.

Over and out!


Harðsperrur


Í gær endaði þetta með því að ég gerði öndunaræfingarnar mínar, fór í sturtu og horfði svo á dvd. Var mjög sátt með þá ákvörðun og verðlaunaði mig í dag með því að vinna upp það sem ég hafði ekki gert í gær og naut þess vel.

Horfði líka á DVD á meðan ég borðaði í staðin fyrir að vera á msn eða facebook. Naut matarins betur og fékk smá svona afslöppunartíma. Var því full orku þegar ég fór að læra.

Og núna er ég búin að læra. Er líka búin að komast að því að það er nægur tími í strætó á morgnana til að fara yfir SofA-tíma gærdagsins. Gef mér svo smá tíma líka á kveldin til að hugsa um hamborgarann minn.

Er að drepast úr harðsperrum í dag í rasskinunum! Helvítis Jazz-ballet! Nei ég elska hann og ég elska þessar harðsperrur og get ekki beðið eftir að byrja í ballettímum! Ballet er það besta sem maður getur gert til að tuska rassinn sinn til! Believe you me!

Annað markvert sem er að gerast í skólanum er að ég er byrjuð að ná að tæma hugan í hugleiðslunni! Ekkert lengi í einu en gekk betur í dag en í gær. Ég veit þetta er ótrúlegt því ég hef aldrei aldrei aldrei getað hætt að hugsa, ekki einu sinni náð að hægja á hugsununum mínum sem fara á 1000 km/klst! Og þetta er svo gott! Hausinn verður svo léttur og mér líður eins og það sé verið að strjúka heilanum mínum. Svo gott! Þetta er bókað mál eitthvað sem ég ætla að þjálfa vel með mér.

Fékk annað hlutverk í dag hjá Alex sem er á þriðja ári. Verkefni þar sem hann sýnir aðallega með hreyfingum og sem minnstum texta hvað er í gangi út frá samt leikriti. Hlakka mjög til að vinna það.

Svo er ég að fara að prjóna fyrir leikmyndina hans Baldvins. Ermi á smábarnapeysu.

Þannig verkefninu eru farin að hlaðast inn en ekkert byrjað strax, guði sé lof! Verð að ná einhverju orkujafnvægi í mig fyrst.

Töluðum soldið um þessa þreytu og hvað þetta tæki á í sofa-tíma í dag. Það kom upp úr krafsinu að maður verður farinn að vera eðlilegur á þriðju önn! Hún byrjar í lok mars. Guð hvað ég hlakka til! Maður er alltaf eins og undin tuska þessa dagana og ég nenni aldrei að gera neitt um helgar því þá vil ég bara vera heima og safna orku! Verð að breyta því því það dregur mig líka smá niður.

Svo sakna ég þess að geta vakað til svona tvö á næturnar og dundað mér. Verð að koma því inn í hausinn á mér að það sé í lagi að gera ekki neitt þó klukkan sé bara 21:00. Finnst ég alltaf þurfa að gera eitthvað þegar klukkan er svona lítið.

En núna get ég ekki setið lengur á ruslafötunni minni sem er líka nýtt sem stóll...þessar harðsperrur eru frá helvíti....og himnaríki....bæði í einu! AAAAAAAAAAAAAAA!

Yfir og út!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband