Frestunarárátta


Það gerðist ekkert markvert í strætó í dag. Í rauninni gerðist ekki neitt markvert í dag.

Yoga, Stage Combat, Jazz og sofa.

Eiginlega frekar leiðinlegur dagur ef maður pælir í því. Einhvern vegin bara svona engan veginn. Það er pínu leiðinlegt. Var bara að fatta það núna.

Ekki einu sinni neitt að gerast á Facebook, msn eða emilnum.

Kannski þess vegna sem mig langar helst bara til að leggjast og horfa á dvd og sofna tiltölulega snemma.

En ég þarf að klára nokkra hluti fyrst.

Er bara orðin alveg andlaus eftir daginn.

Er kannski þreytt líka.

Hef ekki verið að fá mína 8 tíma síðustu tvær nætur, bara 6-7 tíma. Og ég virka best eftir 10 tíma.

Ég gæti alveg frestað eiginlega öllu sem ég þarf að gera.

Bara tveir hlutir sem taka stuttan tíma sem ég þarf að gera

Á maður að vera góður við sig og leggjast í dvd-gláp eða lemja sig með svipunni?

Er búin að vera mjög dugleg seinustu tvo daga.

En ef ég tek klukkutíma í að vera dugleg núna þarf ég ekki að eyða tveim tímum í að vera dugleg á morgun.

En ég gæti verið úthvíldari á morgun og þá gert þá betur þá en ef ég myndi gera þá núna.

En ég veit líka að þá myndi ég bara fresta því að gera það á morgun...fresta því yfir á næsta dag....og þá aftur yfir á næsta dag....og svo á endanum myndi ég bara þurfa að feisa annan sunnudag þar sem ég er hlaðin verkefnum.

Og ekki get ég það. Því þá verð ég bara löt líka í næstu viku.

Og núna er ég bara að reyna að eyða tíma með því að blogga um nákvæmlega ekki neitt.

Eyða tíma svo ég þurfi ekki að taka ákvörðun.

Skrítin skrúfa þessi heili!


Strætó


Ég fer alltaf með strætó í skólann. Í morgun náði ég strætó sem kemur á undan mínum (munar alveg heilum 5 mínútum) þannig ég var ekki með mínu vanalega fólki í strætó.

Ég labba upp, eins og alltaf á leiðinni í skólan því ég fer alveg á endastöð, og sest niður. Á sömu stöð og ég kom inn maður sem fer líka upp og sest í næst fremsta sætið vinstra megin. Þegar strætó er nýlagður af stað þá biður þessi maður konu sem situr hinu megin við ganginn í næstu röð fyrir framan að rétta sér blað úr glugganum. Hún gerir það. Hann tekur blaðið, lítur á það, lítur svo aftur á konuna og byrjar bara að tala á fullu við hana og hafði greinilega aldrei hitt hana áður. Hún er soldið vör um sig (sem er mjög skiljanlegt því hann var frekar málóður) en sér svo að hann ætlar ekkert að hætta að tala við hana þannig hún fer að spyrja spurninga á móti.

Núna veit ég að þessi maður býr í húsi þar sem veröndin er hans svæði þannig hann sefur úti á verönd. Hann átti við drykkjuvandamál að stríða en hætti að drekka eftir að hann myrti mann í ölæði. Pabbi hans er ríkur og successful maður í lífinu og finnst því skrítið að sonurinn hafi orðið þessi ómynd. Maðurinn vinnur tvær vinnur sem hann þolir ekki. Hann er líka skapmikill (þó hann hafi allan tíman verið hinn ljúfasti í strætóinum). Honum finnst fólk sem vinnur á sjúkrahúsum awesome (en konan vinnur á sjúkrahúsi)!

Ég tek líka strætó úr skólanum. Í dag kom inn fjölskylda með þann stærsta hund sem ég hef á ævi minni séð! Held þau hafi sagt að þetta væri Great Dane. Þau voru öll frekar furðuleg, kannski af því þau töluðu hátt og létu bara eins og þau myndu hugsanlega láta heima hjá sér (sem fólk gerir almennt ekki í strætó). Svo buðu þau öllum að klappa hundinum og töluðu hátt um það sín á milli að allir væru að dást að hundinum.

Verð að viðurkenna að strætóferðir hérna eru mun áhugaverðari en strætóferðir heima.

Skólinn fínn, verð betri og betri í jóga, lenti í black out-i í ASAD tíma þegar ég fékk óvæntar spurningar um námsefnið (gat svarað þeim sem ég hafði búist við að fá). Verð að fara að hugsa meira út í námsefnið, ekki bara að skilja það, heldur pæla í því. Svo rokkuðum ég, Aron og Nicola feitt í Voice....nema við röppuðum eiginlega. Og tókum smá Ágústu líka á þetta.

Svo fann ég uxahalasúpu! Hélt þær væru útdauðar! Hún var reyndar í dós en ekki í pakka. Og hún var ekki jafn góð og sú í pakkanum. Svindl.

En núna ætla ég að fara að læra og horfa svo kannski á einn Grey's. Jafnvel lesa smá.

Yfir og út.


Sunnudagur


Það er svo skrítið og pínu leiðinlegt en líka gott hvað ég nenni aldrei að gera nokkurn skapaðan hlut um helgar hérna! Jú föstudagskveldin fara í eitthvað en restina af helginni hangi ég bara inni eins og tuska! Og samt er eiginlega alltaf búið að vera gott veður um helgar hérna.

Oft er ég svo löt að ég nenni ekki einu sinni niður í eldhús til að búa mér til mat! En hungrið rekur mig þangað á endanum!

Í dag er ég líka kvefaðri sem aldrei fyrr. Hef bara aldrei upplifað svona svaðalegt kvef svo ég muni. Hef ekki undan að snýta mér.

Samt næ ég að prjóna og horfa á Grey's Anatomy. Er búin að prjóna haug um helgina og horfa á fimm þætti, bráðum sex.

En bara þennan eina þátt. Svo ætla ég að lesa aðeins eitt leikrit sem strákur sem heitir Alex og er í skólanum benti mér á og svo kannski kíkja aðeins á glósur seinustu viku. Eyddi ekki alveg nógu miklum tíma í að læra í vikunni og verð að reyna að bæta þetta upp núna.

Er reyndar búin að kynna mér aðeins samsetningu quarter-puondara. Ég má gjörasvovel og leika það eftir tvær vikur, allt vini mínum Þjóðverjanum að þakka.

Við sögðum öll eitt inanimate object og svo var því skipt niður á okkur. Lucky me fékk fáránlegasta hlutinn af öllum! En það er bara gaman að fá smá áskorun ekki satt?

Þjóðverjinn vinur minn er samt rosaleg týpa. Ég hef svo innilega mikið necative afinities við hann að það er fáránlegt. Og það verður bara neikvæðara og neikvæðara með hverjum deginum. Þarf að finna mér leið til að komast út úr þessu. Hann hneykslar mig agalega mikið! Við erum semsagt ekki vinir og ég innilega þoli hann ekki en mun samt kalla hann vin minn Þjóðverjann.

Mér finnst þetta samt soldið erfitt að þola hann ekki. Ég vil nefnilega reyna að virða lífsskoðanir annarra og þess háttar. En þetta get ég bara ekki virt. Hann er svo agalega grunnhygginn og fastur í sínum skoðunum. Hann virðir ekki aðra lífsmáta en þann sem honum finnst réttir. Og já honum finnst stelpur heimskar og segir að maður geti alltaf verið grennri.

Hvernig getur maður unnið með einhverjum sem maður veit að lítur niður á sig?

Og hvernig get ég unnið með einhverjum sem ég lít niður á?

Úffff veit ekki hvað skal segja. Þetta þarf að leysa.

Er ekki enn komin með steppskó bæði sökum leti og líka fjárhags. Er bara ekki alveg að tíma 50 pundum í þetta. En mig langar samt að eiga steppskó.

Jæja, ætla að reyna að taka aðeins til hérna og fara í bað.

Yfir og út!


Félagslíf


Jæja, soldið síðan maður skrifaði seinast! Allt búið að vera á fullu í félagslífinu!

Á fimmtudaginn var ASAD boðið í partý hjá listaháskóla sem er í sama húsi og við. Þar voru ódýrar veigar á boðstólnum og svo var haldið á pöbbinn þegar partýið var búið um 8:00pm. Þessi skóli er alltaf með sýningar á verkum nemendanna í hverri viku og á fimmtudögum er alltaf partý í tilefni af því. Þar sá maður fullt af artí-fartí-liði, sem maður bjóst við að sjá meira af hérna. Við Halli erum t.d. mest artí-fartí í okkar skóla í útliti og þó myndi ég samt segja að við séum bara með rétt dash af því.

Anywho þetta var mjög gaman og ég kynntist aðeins tveim íslenskum strákum, Axel og Hans, en Axel er að læra í þessum listaháskóla. En svo ég var ekki komin heim fyrr en rétt fyrir tólf og fór þá beint í bólið eftir smá facebook-tékk (en það var ekkert búið að hleypa mér þar inn tvo daga á undan!).

Í gær ákváðu meðleigjendur mínir að tala við mig! Alveg óvænt! Það var skemmtilegt. Settumst niður í eldhús með rauðvín og hvítvín og höfðum okkur svo til til að fara á pöbb (The Macbeth) þar sem var einhver hljómsveit að spila sem vinkona Ninu þekkir. Hljómsveitin skipuðu þrjár stelpur, mjög svo emo, og voru frekar vel vaxnar á lárétta-mælikvarðan. Og söngkonan hefur greinilega lent í einhverju röffi því annað augað í henni var alveg í klessu...varanlegri klessu! Þær voru fínar en frekar einsleitar og vel kryddaðar af þunglyndislegum lögum. Á þessum stað var líka fullt af fartíum. Er komin á þá skoðun að þeir feli sig bara inni í listaháskólum á daginn og rétt svo skríði út á kveldin til að fara á pöbbinn. Þetta var einstaklega skemmtilegt kveld og við Nina náðum nokkuð vel saman, enda er hún mjög skapandi manneskja og hrein og bein.

Skólinn gengur vel og maður gerir nýjar og nýjar uppgötvanir á hverjum degi. Er búin að finna út að mér finnast Voice og Physical Theatre tímarnir leiðinlegastir því ég hef gert milljón sinnum það sem við erum að gera þar!

Reyndar í gær í P.Th. vorum við í leiknum þar sem einn er með lokuð augun og hinn stjórnar honum með því að gefa frá sér hljóð. Ég var að stjórna Chris og við höfðum ákveðið að hafa hljóðið bara plain -aaaaaaaa- nema hvað að þegar við erum búin að vera að þessu í smástund þá allt í einu heyrir hann ekki hvaðan hljóðið kemur og labbar á vegg! Hehhhh! Ég skammaðist mín niður í brækur! En hann segist alveg treysta mér enn, þrátt fyrir það.

Svo er ég búin að breyta herberginu mínu eftir að fataslárnar gáfust upp. Finnst það eiginlega bara líta betur út núna! Og ég bjó mér til smá skrifborð og sit svo á ruslafötunni minni við það. Maður reddar sér!

Svo var Nina að segja að við Alex gætum líklegast tekið yfir leiguna á húsinu í janúar þegar þau flytja út. Ætla að tékka betur á því og athuga hvort eitthvað af liðinu í skólanum vill leigja hérna. Það væri draumur að þurfa ekki að flytja!

Sumsé allt gott héðan frá London. Hef ekki enn verið lamin fyrir að vera íslenskur terroristi og flestir hafa bara mikla samúð með manni.

Ekki meira að frétta að sinni.

Yfir og út!


Stikl


Enn og aftur er maður búin á því! Held samt að sósíalísering seinustu tveggja kvelda geti haft eitthvað með það að gera. Er búin að vera að koma heim um 11-leytið og á þá eftir að gera allt sem ég geri venjulega á kveldin OG að sofa nóg - sem hefur ekki verið að takast.

Krónan í stuði. Finnst greinilega agalega gaman að rússíbanast. Maður bara fær smá sjokk en andar svo bara með nefninu.

Í skólanum í dag lærði ég að uppáhaldsdýrin okkar segja mikið um okkur, ný stepp-spor og svo að dansa Allemande (held það sé skrifað svona). Skemmtilegur dagur.

Svo kom ég heim og þar sem ég sat og borðaði kveldmatinn minn heyrði ég brak og bresti og hin fatasláin mín gafst upp (sú fyrri gafst endanlega upp í fyrradag).

Ég andaði út um nefið, tók svo tvær stangir úr þessum slám og sá að þær smellpössuðu á bita í þessum litla fataskáp hérna og þar ætla ég að búa til fatahengi fyrir föt sem þurfa að hanga. Tek svo skúffugrindina út sem er þar inni og hef hana bara úti á gólfi.

Svo þarf ég eiginlega að fá mér skrifborð og tvær svona gráar körfur í viðbót. Held það ætti að redda mér.

En ég nenni innilega ekki að gera neitt í þessu í dag.

Svo er netið með leiðindi hérna núna þannig ég kemst ekki inn á Facebook! Finnst ég voðalega einangruð frá umheiminum. Voða er maður nú skrítinn!

Í gær fór ég í leikhús með fullt af liði úr skólanum. Sáum Ghosts eftir Henrik Ibsen. Leikur vel misgóður! Fílaði leikritið ágætlega og fannst leiðinlegt hvað einn leikarinn var ekki að nýta sér það hráefni sem hann hafði fengið í hendurnar.

Á leiðinni í leikhúsið tók hópurinn songleikjanúmer á meðan beðið var eftir neðanjarðarlestinni. Þar voru Sessý og Mæja í fararbroddi. Svo þegar í lestina var komið var tekið hasarmyndaatriði þar sem Halli og Alex báru þungan af uppákomunni (halli hafði lent í næsta vagni þannig alex bara opnaði hurðirnar tvær á milli og halli stökk yfir). Já og konan við hliðina á mér gaf mér tyggjó.

En ég ætla bara að fara að sofa þar sem netið vill ekki sýna mér Facebook....eða allavega lesa...

Helvítis tímaþjófur þetta net!

Nóttanótt!


Kreppa


Sem námsmaður erlendis hef ég fengið að finna soldið fyrir kreppunni. Leigan mín hefur t.d. hækkað um 20.000 kr. á tveim vikum. það er frekar sárt.

Aðallega bitnar þetta þó á leikhúsferðum, óperuferðum, veitingahúsaferðum og þess háttar.

margir myndu halda að þetta bitnaði á matargæðum, en svo er ekki. Ég er mjög pikkí á mat og gæti aldrei ALDREI aldrei lifað einungis á núðlum. Eða allavega ekki bara núðlum eins og þær koma úr pakkanum.

Hins vegar hef ég seinustu tvö árin orðið ansi lunkin í því að búa til rétti sem kosta ekki æginlega mikið (því þar sem ég var í söngskólanum og fékk ekki lán fyrr en á 8 stigi (sem ég er ekki enn komin á) þannig ég þurfti að vinna með en gat ekki unnið mikið með því söngurinn er alveg hellingsnám þegar maður er komin á 6./7. stig.) Var oft bara með 20.000-30.000 að eyða eftir að ég var búin að borga leigu (sem sagt peningur fyrir mat, skemmtun og þess háttar).

Hef verið að tala um þetta við krakka í skólanum og þeim finnst ég nokkuð úrræðagóð í matarmálum. Því hef ég ákveðið að láta hingað inn við og við uppskriftir sem eru góðar en ódýrar.

T.d. núðlur. Þær eru ódýrar.
Maður sýður núðlurnar. Sker niður það grænmeti sem maður á (mjög æskilegt að eiga a.m.k. lauk því hann er frekar ódýr og gefur gott bragð og ég mæli frekar með rauðlauk). Ágætt að eiga líka kjúkling eða eitthvað álíka (hér á bretlandi fæst niðursoðinn lax sem er líka fínt að nota). Þetta wokar maður á pönnu og finnst mér gott að eiga krukku af minced ginger til að woka með þessu. Gott líka að steikja laukinn aðeins fyrst áður en maður setur rest á pönnu. Svo er bara að henda núðlunum aðeins á pönnuna þegar þær eru soðnar og setja bragðefnið sem fylgdi þeim yfir, og kannski smá chili pipar sem er grófmalaður (eða eitthvað krydd sem ykkur finnst gott og passandi í "kínverskan" rétt).

Í þessu finnst mér engiferinn (ginger) lykilatriði. Einnig er gott að nota soya/sweet chili sauce. Annað lykilatriði er eitthvað með smá prótíni í, eins og kjúklingur eða niðursoðinn lax. Svo hjálpa krydd alltaf til. Bjó þetta t.d. til um daginn bara með núðlum, lauk, lax, engifer þurrkuðum, grófmöluðum chili og það var megagott! Miklu betra en að sjóða núðlurnar bara með duftinu.

Það eru smá útlát að kaupa sósur og krydd, en maður á það alltaf eitthvað áfram og því um að gera að sanka því að sér smám saman.

Vona að þetta hjálpi einhverjum, veit að það hjálpaði honum Halla sem er með mér í skóla.

Annars er fínt að frétta. Einbeiti mér bara að því að finna skemmtun hér í borg sem þarf ekki að kosta mikið.

T;d, á morgun kemst ég á leiksýningu fyrir 5 pund. Ætla svo sannarlega að nýta það. Gaur að leikstýra sem var í ASAD og verðu gaman að sjá hverni það kemur fram.

Skemmti mér stórvel í skólanum sem endranær, en grey voice-kennarinn fer enn soldið í mig, eða kannsi meira tímarnir, sem eru eiginlega ekki nógu vel nýttir. Og svo geta yngstu krakkarnir farið soldið í mann þegar leifar gelgjunnar láta á sér kræla hjá þeim, en maður bara andar í það eins og í jóga.

Er alveg að koma mér fáránlega á óvart í jóganu! Er orðin mun liðugri en ég var á einungis tveim vikum. Lengi lifi öndunin!

Fór svo eftir skóla í dag á pub með Halla og Selmu þar sem er hálfvirðistilboð á pítsum á mánudagskveldum. Og svo happy hour frá 5-7. Þannig við snæddum fínustu pítsur (ótrúlegt en satt) og bjór með á spottprís! Það var virkilega næs og notalegur pub með næs tónlist og businn minn stoppar bara eiginlega beint fyrir utan. Er alveg til í að tékka á honum aftur.

En núna ætti ég virkilega að fara að sofa.

Guten abend, gute nacht!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband