Angurværð


Það er einhver anguværð í mér núna. Hún reyndar hellist alltaf yfir mig á þessum tíma. Veit fátt yndislegra en hálfrökkrið á haustin. Ágúst er án efa uppáhaldsmánuðurinn minn. Enn sumar en samt farið að örla á haustinu á kveldin og næturnar. Og svo er svo góð lykt í loftinu. Þarf ekki meira til að gera mig hamingjusama :o)

Er að springa úr hamingju núna! Býst bara við að það brjótist buna af blómum og fiðrildum út úr brjóstkassanum á mér á hverri stundu!

Haustin eru líka rómantísk. Ekki endilega svona ástar rómantísk. Þau bara vekja upp rómantíkurtilfinningu.

Angurværð, hamingja, rómantík þannig er haustið!


Skoðun


Ég fór til tannlæknis í gær í fyrsta sinní 6 ár! Nei ég er ekki að djóka! Er búin að vera að reyna að hafa mig í það síðan í desember síðastliðnum en alltaf skrópað því ég þorði bara ekki af hræðslu við að það væri bara allt ónýtt upp í mér! Ég hafði nú ekki fundið neitt fyrir einu né neinu samt.

Svo kom bara í ljós að ég er með eina holu sem er samt mjög lítil og svo þarf, sama hvað tannréttingasérfræðingurinn minn sagði, að rífa úr mér jaxlana! Jibbíkæjei! Það verður gert daginn fyrir menningarnótt! No party for me!

Og ég er ekki einu sinni sú duglegasta að fara eftir tannboðorðunum!

Þá er búið að yfirfara tanngarðinn fyrir utanlandsflutninga.

Þá er bara eftir bak, nef, háls og jafnvel augu líka.


Stiklur


Myspace vs. Facebook

Ég fíla Myspace því þar er erfitt að njósna um fólk
Ég fíla Facebook því þar er svo auðvelt að njósna um fólk
Ég fíla Myspace því þar eru fatauppboðssíður
Ég fíla Facebook því þar eru ekki fatauppboðssíður
Ég fíla Myspace því þar eru engir leikir
Ég fíla Facebook því þar er nóg af leikjum
Ég fíla Myspace betur en Facebook
Ég er oftar á Facebook en Myspace
Ég eyði í raun aaaaaaaaaalltooooooooooof miklum tíma á Facebook
I hate to love it and love to hate it!

Nóg um það!

Ég er búin að fá nóg! Hef verið að sinna einu verkefni í sumar og það hefur eiginlega BARA gengið á afturfótunum. Ég vissi að ég hefði ekki mikin tíma til að sinna því sjálf og hafði því vopnað mig fólki sem ég treysti til þess að leysa þau verkefni sem ég setti fyrir það. Meirihlutinn endaði á endanum á mér og oft á seinustu stundu. Ég er búin að fá nóg! En ég er samt sem áður ánægð með þá hlið þess sem er að ganga vel. Er í raun ótrúlega ánægð með það! Því finnst mér leiðinlegt að geta ekki þjónað því betur út af öllu sem hefur verið að fara í klúður. Ég er samt búin að læra MIKIÐ á þessu sem ég ætti að geta nýtt mér seinna. En er búin að fá NÓG!

Og afhverju lofar fólk sér í eitthvað sem það stendur svo ekki við!

Já, ég er pirruð og núna er mér sama um hvort einhver taki þetta til sín eða fólk sé að reyna að túlka þetta eða what not! Þetta er actually að hafa þau áhrif að ég bara get ekki sofið....næ ekki að sofna fyrr en seint og síðar meir og sef svo kannski í tvo tíma og glaðvakna þá bara. Ég geng fyrir stressi, pirringi og spennu þessa dagana.

Og þá er bara að anda djúpt, taka nokkrar slökunaræfingar og róandi hugsanir.

Lettland rétt handan við hornið. Hlakka mikið til! Kvíði reyndar fyrir öllum þessum farangri sem við erum með. Leikmyndin og allt props og dót er 160 kg. Ég þoli ekki að ferðast með mikin farangur, er sjálf undanfarið bara farin að ferðast með einn bakpoka. En það er nú svo lítill partur ferðarinnar! Hlakka til að sjá sýningar frá öðrum löndum - góðar og slæmar, kynnast nýju fólki, leika Bingó, koma okkur fyrir á mettíma, skemmta mér og öðrum, kynnast nýju landi og nýrri borg!

Það held ég nú!

En núna held ég að ég reyni að vinda aðeins ofan af mér með því að horfa á Fame. Hef aldrei séð það verk - hvorki á svið né skjá.


Blogg


Var búin að skrifa hérna smá pirringsblogg án nafna eða vísana í eitt né neitt en ákvað að birta það ekki.

Bloggheimurinn er varhugaverður og verður maður víst að passa sig hvað maður segir og hvað ekki. Fólk er líka voða móðgunargjarnt auk þess sem allir halda alltaf að það sé verið að tala um sig - sem hlýtur að gefa til kynna að allir halda að heimurinn snúist í kringum sig, en þannig er það nú víst ekki. Hann snýst bara um sjálfan sig, eins og við.

Þetta sumar er búið að vera frekar kaotískt! Kannski skipulagði ég það bara ekki nógu vel, en ég held að málið sé að ég hafi ofhlaðið það. En ég er búin að læra tvær góðar lexíur í kjölfarið.

Eftir tvær vikur verður þó allt orðið rólegra. Þá eru bara tvö verkefni sem ég þarf að klára fyrir september, en ekki sjö. Já held það séu sjö verkefni sem ég hef þurft að sinna og klára bara í sumar.

Keep it simple og treystu bara á sjálfan þig!


Tak


Helgin var erfið! Held ég hafi sofið í tops 5 tíma í allt yfir helgina. En maður sinnti öllum sínum skyldum sómasamlega held ég barasta!

Er núna búin að taka tvær maraþon svefntarnir og ná mér eftir þetta en það hefur orsakað að núna er ég komin með tak í aðra öxlina. Sem betur fer er ekki mikið um bingóæfingar á næstunni!

Vorum að æfa seinustu heilu æfingunar með öllum og öllu áðan. Pökkuðum svo niður leikmynd og öllu og merkilegt nokk þá virðist þetta ætla að sleppa! Hver bingóspilari með sitt borð, úttroðið af búningum, hjólum, pumpum, sætum, propsi og þess háttar. Svo verður bingóstjóraborðinu skipt niður á nokkra en endaði aðeins í tveimur pökkum, merkilegt nokk! Svo ein stór propstaska og hálf taska í viðbót með leiktjöldum og dóti. Tökum nú ekki meira pláss en þetta!

Og svo er það bara Riga eftir tvær vikur!


Bingódans


Sit hérna með hor í nös og reyni að búa til svokallaðan Bingódans. Í því felst að skrifa niður skref fyrir skref, hreyfingu fyrir hreyfingu, orð fyrir orð, hvert einasta múv sem ég framkvæmi í þessu leikriti. Er í leiðinni að fínisera allar hreyfingar og þess háttar þar sem Ágústa vill fá eina hreyfingu í stað 3000 hreyfinga.
Og þetta er hægara sagt en gert. Er ekki komin langt inn í verkið því ég er alltaf að reka mig á það að vera að hoppa yfir fínhreyfingar.
Í leiðinni er þetta líka mjög fræðandi (og skemmtilegt því það sem er fræðandi er skemmtilegt, ekki satt?) því maður fer að sjá sýninguna út frá nýjum víddum.
Svo gerir þetta líka bara framkvæmdina að leika í svona verki, undir stjórn Ágústu, mun auðveldari!

Fátt annað að frétta. Maður að jafna sig eftir sjokkið að hafa komist inn í skólan með svona skyndiákvörðun. Svo eru þeir búnir að feðra mig upp á nýtt. Nú er ég víst Amorsdottir. Skemmtilegt og ætti að auðvelda manni að búa til listamannsnafn - Jenny Amors...?!? Er líka nokkuð viss um að Amor kallinn hafi eitthvað haft með tilurð mína að gera.

Sýnir á siglingu. Munum að öllum líkindum frumsýna um verslunarmannahelgina og það þá úti á landi einhversstaðar, líklegast á norðuhelmingnum!

En best að halda áfram með Bingódansinn...svo ég komist einhverntíman í að búa til Verðbréfadansinn sem þarf að fara inn í hann!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband