14.7.2008 | 17:41
London!
Þá er það komið á hreint!
Ég mun verða londonbúi og leiklistarnemi í haust!
Held ég þurfi aðeins að leggjast niður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.7.2008 | 18:03
Ást!
Have you heard about the Icelandic man that loved his wife so much that he almost told her?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 13:52
Draumur
Dreymdi æðislegan draum í nótt þar sem ég nældi í draumaprinsinn ;o)
Það voru samt allir klæddir í bláa og rauða hensongalla...
...maður er alveg að yfirbingóast!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2008 | 00:09
Svíþjóð
Skemmtileg ferð og ég gerði margt, eins og:
Að fara alltaf í vitlausa átt við það sem ég átti að fara.
Lærði aðeins inn á samgöngukerfi Svíþjóðar.
Svaf.
Þakkaði Guði fyrir tilvist McDonalds.
Fór í prufu.
Ferðaðist í lestinni án þess að kaupa miða.
Svaf.
Keypti fokdýrt kort.
Crash-aði sænskt gæsapartý.
Komst að því að svíar eru ekki bestir í að blanda drykki (nema ef drykkirnir eiga að vera sterkir).
Fór á flottasta staðin í bænum klædd í hversdagsföt.
Hitti hollendinginn Harry.
Varð ein eftir niðri í bæ kl. 4:00.
Því ég hélt ég vissi hvar ég væri.
En þá var ég í þarnæsta hólma við það sem ég hélt og þar með í þarnæsta hólma frá gistingunni minni.
Hitti tvo indverja sem vildu endilega að við yrðum samferða.
Hugsaði alvarlega um það að stela hjóli.
Hugaði um að leggja mig á neðanjarðarlestarstöð
Hitti securitas-gaurinn Mikael.
Var skutlað heim af Securitas-gaur.
Svaf.
Fann alveg eins "kúkú-klukku" og ég átti þegar ég var lítil.
Labbaði ein um í garði og lagði mig.
Svaf.
Hitti aaaaaaaaaalltof gamalt balsamic-edik.
Svaf.
Komst að því að allur matur er 25% dýrari á flugvellinum og 50% verri.
Skemmtileg ferð í alla staði og kom skemmtilega á óvart eiginlega á hverri mínútu!
Og núna er bara að bíða í tvær vikur!
Spila bara Bingó á meðan...!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2008 | 12:17
Þann 5. júlí kl. 16:00
Tel það vera heillamerki að vera að fara í inntökupróf á Sibyllegatan ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2008 | 22:59
Þá er það ákveðið!
The Lonly Tourist.
Svíðþjóð 4.-7. júlí.
Gisting: Silvía frænka.
Flug: Icelandair.
Hlakka bara til :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)