Færsluflokkur: Bloggar
3.9.2008 | 13:53
LÍN
Og þá er LÍN komið í gegn!
Og þá er ég búin að borga skólagjöldin og gera fjárhagsáætlun!
Og þá á ég bara eftir að sortera dótið mitt og pakka!
Score!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2008 | 16:10
Herbergi
Er komin með herbergi í London til að búa í - skúbbidí!!
Núna er bara að bíða eftir að allt troðist í gegn hjá LÍN!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2008 | 15:45
Laugar
Er heima á Laugum núna og mikið er það gott!
Er búin að fara í sundlaugina hérna í garðinum og svo þarf að testa pottinn og grillborðið!
Er búin að snúast líka í Londonar-málum og þar virðast hlutir vonandi vera að skríða saman!
Fór niður í framhaldsskóla áðan að hitta á pabba og það var ekkert smá skrítið að vera þarna og skólinn að byrja! Vakti upp margar skemmtilegar og skrítnar tilfinningar.
Er annars bara að slappa af, borða góðan mat og leika við bræður mína. Stefnt er á að kíkja í berjamó í vikunni ;o)
Ætla að fara að leika!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2008 | 17:47
Hringir
Jæja....
Þá er maður búin að fara í nokkra hringi í kringum það hvort það sé betra að reyna að finna sér herbergi að leigja eða að leigja íbúð saman, allir nýju íslendingarnir í ASAD.
Hef ekki komist að ásættanlegri niðurstöðu.
Ef ég reyni að fá herbergi í gegnum Gumtree verð ég eiginlega að vera úti. Sem þýðir að ég mun ekki finna mér herbergi til að búa í fyrr en ég er komin út sem þýðir hótelkostnaður og að það er óþægilegt að fara til annars lands og vita ekki hvar maður er að fara að búa. Auk þess fær maður litlu ráðið um með hverjum maður er að búa.
Ég prófaði líka að senda á ALLA í skólanum og spyrja hvort þau vissu um herbergi. Ein var með herbergi til leigu leeeeeeengst frá skólanum, eða 5 tube stop á milli zóna. Mjög nálægt miðbænum samt. Og það var bara laust til 7. janúar, sem þýðir að ég gæti ekkert verið að koma mér fyrir þar.
Ef við leigjum svo öll saman íslendingarnir myndi líklegast sá sem færi fyrst út reyna að finna íbúð, þar sem ég tel ekkert svo líklegt að fólk sé tilbúið að samþykkja leigjendur svona í gegnum netið. Held að ég sé með þeim fyrstu til að fara út! Gæti samt verið voða þægilegt og er ekki mikið meira vesen en að leigja herbergi.
Og ég hringsnýst á milli allra þessara valkosta svona 1000x á mínútu!
Af þessu hlýst vöðvabólga, mígreni, þunglyndi og tannagníst!
En meira um hringi....
Í einum texta segir "stórir hringir og hjartalaga..."
Hringir geta bara ekki með nokkru móti verið hjartalaga því þá eru þeir ekki lengur hringir heldur hjörtu.
Gaman að þessu :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 12:14
Pikkí
það er fátt sem mér finnst leiðinlegra en að leita mér að íbúð til að leigja, nema þá kannski að leita að vinnu sem hentar mér og mínum áhugamálum.
En ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur að atvinnuleit næstu þrjú árin, en ég er búin að vera að leita mér að herbergi til að búa í í London í svona þrjár vikur!
ÞAÐ er leiðinlegt!
Maður er náttúrulega ótrúlega pikkí! Ég vil vera nálægt skólanum mínum, vil ekki þurfa að labba í meira en korter. Ég vil helst vera í double bed herbergi sem kostar ekki meira en 120 pund á viku. Og þá vil ég að allir reikningar og internet sé innifalið í því verði. Einnig vil ég helst bara búa með stelpum, þar sem maður er að fara að búa með fólki sem maður þekkir ekki og hefur alveg heyrt hryllingssögur. Og ég vil að fólk sendi mér tilbaka hvert ég á að senda mitt fólk úti, sem er að skoða íbúðirnar fyrir mig.
Og þetta er búið að taka þrjár vikur og billjón emila!
En ég vona að núna sé sælureiturinn fundinn! Kemur vonandi í ljós fyrir helgi!
Annað sem er að frétta:
Ég svaf á meðan strákarnir kepptu um gullið á ÓL. Ég var nokkuð viss um að þeir myndu tapa. Ekki það að ég hafi ekki trú á þeim og sé ekki stolt af þeim, ég bara hafði þetta á tilfinningunni.
Ég er að fara í endajaxlatöku og því verða öll plön helgarinnar að þurrkast út! Held samt að ég reyni að dulbúa mig og komast á eina leiksýningu á föstudaginn og svo vona að Bingó-félagar mínir fyrirgefi mér ófríðnina á laugardagskveldið, en þá er víst stefnt á Reunion. Og svo bara norður í sveitasæluna á sunnudag! Held samt að ég verði að beila á forbrúðkaupsveislu Steinvarar og Halla :o/ Og fresta djammi með Fanney syss þangað til fyrir norðan og taka í staðin þetta kveld sem videokveld.
But on with the show. Þarf að fara að snúast eitthvað í kringum sjálfa mig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 19:09
Leiðist
Já, mér leiðist.
Hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut í dag. Nema að reyna að finna mér herbergi að búa í og svara nokkrum emilum.
Eins og ég var dugleg í gær!
Er farin að halda að ég sé haldin einhverjum svefnsjúkdómi. Er búin að sofa eins og ég fái borgað fyrir það seinustu daga. Eða 3 daga af 4 en hefði örugglega gert það 4 daga af 4 ef ég hefði haft eitthvað um það að segja.
Í gærkveldi fór ég meira að segja snemma að sofa!
Ég er semsagt að ná 12-14 tímum hverja nótt! Það er rugl! Og í morgun þegar ég vaknaði eftir 12 tíma þá stóð ég mig 2x að verki þar sem ég var farin að láta sjálfa mig dreyma. það var mjög skrítið! Byrjaði bara eitthvað að hugsa um það sem mig var að dreyma og þá allt í einu var einhver hluti af mér farin að láta draumin halda áfram og það slökknaði á mér en ég heyrði samt enn allt sem var að gerast í kringum mig og svo allt í einu fatta ég "hei, þú lést þig fara að dreyma aftur!"
Mjög skrítið!
Á ég að hafa áhyggjur?
Held að enginn nenni að lesa Riga-bloggið hér fyrir neðan. Bendi ykkur á það að neðst í því er samantekt sem er svona 3000x styttri. Ég er ekki einu sinni búin að nenna að lesa yfir þetta sjálf. Held þetta sé lengsta blogg sem ég hef nokkru sinni skrifað!
Svo er ég líka mikið að elda og borða þessa dagana. Er núna að verða búin að slátra heilum gráðaosti á tveim dögum! Namminamm! Og líka elda tvær megagóðar súpur, búa til nokkur salöt og háma í mig síld, sólkjarnarúgbrauði og hangiáleggi! Já og tvo banana! Nammi nammi namm!
Er að velta því fyrir mér að búa til pastarétt í kveld sem mun verða gerður úr einni dós af campells aspassúpu úr dós, pasta og.....dem....gráðaosti....en hann er búinn....þarf nýtt plan!
Og kannski ég ætti líka að kíkja út og hitta fólk, en það hef ég ekki gert núna í rúman sólarhring!
Ekki hollt!
Er hægt að fá góða síld í London?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2008 | 13:01
Riga
Nú er mér allri lokið! Það óhugsanlega hefur gerst! Pabbi er komin á Facebook!
Við erum að tala um mann sem hefur eiginlega ekki fylgt neinni netbólu ever! Varla netbólunni sjálfri einu sinni!
Nei okei þetta eru kannski ýkjur en þetta er samt ótrúlegt og fyndið og skemmtilegt, allt í senn :o)
Ég var víst búin að lofa einhverri ferðasögu og er að íhuga að reyna að möndla henni hérna fram á korteri eða svo. Einnig bendi ég á dagbók hópsins á www.hugleikur.is undir Dagbækur og svo er skemmtilegur bloggari búin að blogga eitthvað um herlegheitin á www.siggaplebbi.blogspot.com.
En hér kemur þetta:
Flugið út:
Einstaklega ánægjulegt, sérstaklega þar sem þetta var eina flugið sem hópurinn fékk að sitja allur saman. Mættum næstum því klukkutíma áður en innritun hófst, bara til að vera seif. Komumst inn í fríhöfn þar sem hófst leit að góðum en ódýrum gjöfum fyrir verðandi vini okkar og hófst það á endanum (þó svo að fæstar af þeim hafi ratað í hendurnar á vinum okkar á endanum).
Fyrsti dagur:
Eftir laaaaaaaangt ferðalag og sívaxandi vöðvabólgu komumst við í skólan sem við gistum í. Áfall! Í fyrsta lagi var hann í klukkutíma keyrslu frá Riga, í annan stað hafði gleymst að uppfæra staðinn frá því að sovétríkin voru og hétu. Hermannabeddar í herbergjum, vaskar í hnéhæð, sturturnar kaldar og hroðalega óþrifalegar! Allt leit út fyrir að hafa aldrei kynnst hreinsiefnum eða skrúbbi! Lögðumst til hvílu til að jafna okkur á ósköpunum. Svo var vaknað og haldið af stað til Riga til að fara á opnunarhátíðina. Þar sáum við skemmtilegan fánadans þar sem fólk var klætt í smekklega hannaða búninga sem litu út eins og fánar hvers þáttökulands. Ísland fékk fallega dökkhærða stelpu með sólgleraugu sem var vinalegust af öllum og kyssti og knúsaði alla og lagðist svo í sólbað við undirleik álfatónlistar. Við erum semsagt vinalegir, brúnkusjúkir álfar í augum þeirra :o) Sáum svo fyrstu sýningu hátíðarinnar sem var lettnesk og ansi fín nema hefði mátt stytta hana um svona helming. Var illa haldin af "lagið verður að klárast" syndrominu. Svo held ég alveg örugglega að við höfum bara farið heim að borða og sofa. Jú og rákum norðmennina sem komu seint af ganginum okkar. Fyrstir koma, fyrstir fá. Eða þannig....!
Annar dagur:
Ég reyndi að vakna til að fara í workshop en var þá komin með þessa ömurlegu flensu og svaf fram að hádegi. Aðrir fóru ýmist í látbragðsleik, spuna eða hreyfingu. Svo var borðað og farið í leikhúsið og horft á eistneska sýningu um gamla konu sem hafði búið í eyju allt sitt líf. Voða krúttleg sýning og sérstaklega gömlu kerlurnar tvær. Leikur annars undir meðallagi og hefði mátt stytta sýninguna, amk fyrir hátíð með allra þjóða kvikindum. Næsta sýning dagsins var frá Litháen og var kjánaleg en skemmtileg. The Cobbler and the Devil minnir mig hún heiti og er eftir Chekov. Einu mínusarnir eru að ég fékk 3x kjánahroll, en engu að síður ein af bestu sýningum hátíðarinnar. Við Erla Dóra fórum líka yfir daginn í apóteksleiðangur til að vopna okkur gegn þessari pest sem ég náði mér í og hittum þar heilsuþrennu og tvennuna frá lýsi. Fundum einnig stað staðanna þarna sem kallast Gastronome og er svona Delicatessen staður. Keyptum okkur bara allskonar-húðaðar hnetur í þetta skiptið. Um kveldið reyndum við svo að finna partý hjá færeyingunum sem voru þá þegar búnir að stimpla sig inn sem partýþjóð hátíðarinnar en ekki var mikið um stuð þar. Jú annars, gaman að fylgjast með Víði gera tilraun til að drepa hlussu geitungadrottningu því hann hélt að það væri fiðrildi. Hann var annars búin að hlaupa grenjandi í burtu í hvert sinn sem hann sá einn aumingjans geitung. Já geitungar voru algengir þarna, maður var oftast með svona einn til tvo sveimandi í kringum sig!
Þriðji dagur:
Dagurinn sem var búið að plana að smella saman leikmyndinni. Dagurinn sem ég varð sem veikust. Hentugt ekki satt? Nei! Vöknuðum snemma og fórum með rútu til Riga í leikhúsið okkar og hentum leikmyndapökkunum í port á bakvið leikhúsið. Þar var ég lögð, ásamt öllum föggum og öðru smálegu, í rúm sem við nefndum Flónna og hafði einhverntíman verið hluti af leikmynd. Svo var öllu púslað saman og höfðu borðin komið misvel undan ferðalaginu. Höfðum samt sett "handle with care" miða á bögglana! Svo rann upp fyrir mér ljós: Það er ákaflega ólíklegt að lettarnir sem vinna í bögglunum á flugvellinum í Riga kunni ensku þar sem lettar eru almennt ekkert voða sleipir í henni. En við límdum bara og skrúfuðum og máluðum og þá leit hún út eins og ný! Fórum svo á Gastronome, sveitt og sælleg, og úðuðum í okkur lundum, geitaostfylltu grænmeti, kartöfluplöttum, kolkrabbaörmum og þess háttar og sáum að það voru bara high-class lettar þarna inni! Náðum að koma leikmyndinni saman áður en sýningar dagsins hófust. Fengum fyrst að sjá....ööö...já finnsku sýninguna! Hún var fín. Frekar mikið textaverk en samt fín. Maður náði líka að fylgjast svo vel með því þau gerðu mjög góða plotúttekt á ensku. Leikurinn mis en alveg í meðallagi. Og svo finnst mér finnska bara svo fallegt tungumál! Svo voru það Þjóðverjar sem var hópur af krökkum á aldrinum 12-19 ára með Peer -Gynt fast forward. Mjög krúttlegt allt saman og gaman að sjá hvað þau voru örugg með sig og sitt. Um kveldið var festival klúbbur sem við í Bingói misstum af því við réðumst inn í salinn um leið og við gátum til að gera ready fyrir morgundaginn, allt nema ljós, og renna einu sinni. Þegar við loksins komum svo í skólan hélt ég að ég myndi deyja en kom mér samt í ógeðsisturtuna og svo í bólið. Færeyingar voru hinsvegar búnir að brillera í festivalklúbbnum og hélt stuðið áfram langt framundir morgun.
Fjórði dagur:
Sýningardagur. Ég lá og mókti á meðan ljósunum voru gerð...tjahh....skil. Og eftir þessa ferð get ég í rauninni sofnað hvar sem er hvenær sem er við hvaða aðstæður sem er! Fengum forláta búningaherbergi og ágætis nesti sem við mauluðum þar. Svo var að skella meiki framan í sig og í búning og hendast niður á svið að prufa nokkrar senur með ljósum. Það gekk vel og við fórum að hita upp. Svo var að koma sér í stöður og líða eins og maður væri ömurlegasta og feitasta manneskjan í heiminum. Svo hófst sýningin og viðbrögðin frá áhorfendum voru fáránleg! Ég missti næstum andlitið við viðbrögðunum þegar bingóstjórinn kemur fyrst upp. Shi! Og svona gekk þetta! Alveg fáránleg upplifun og ótrúlega skemmtileg :o) Fórum svo í sigurvímu í sturtu (sem btw var ansi hrein og fín og góð) og svo niður að róa okkur niður. Svo var komið að sænsku sýningunni sem var Fröken Júlía. Sumt gott, sumt slæmt og Clark Kent syndrome hjá einum leikaranum sem var bara svona venjulegur gaur í alvöru en á sviðinu varð hann heitasti gaurinn í dalnum! Búningarnir frekar ömurlegir reyndar. Og seinasta sýning dagsins voru norðmenn sem mér skilst að hafi náð að botna sig! Jesús minn hvað það var léleg sýning! Lengstu 20 mínútur sem liðið hafa! Svo festival klúbbur um kveldið þar sem við gáfum harðfisk og brennivín og sungum krumma og sprengisand með ágústukryddi og enduðum á bandalagssöngnum og náðum næstum því að toppa stuðið sem færeyngar náðu að kalla fram með hljóðfærakunnáttu sinni, án þess að vera að hljóðfærast mikið ;o) Svo var djammað en fáir með í því einhverra hluta vegna...held það hafi bara vantað færeyingana en þeir gengu snemma til hvílu þar sem þeirra sýning var daginn eftir.
Fimmti dagur:
Dagurinn hófst með gagnrýni á sýningar gærdagsins. Lofilofilofi Bingó! Maður fór eiginlega bara hjá sér...! En voða gaman :o) Íslenska liðið hakkaði svo norsku sýninguna í sig, þar sem gagnrýnendur hátíðarinnar voru að vera voða kurteisir, en auðvitað með uppbyggilegri gagnrýni. Svo var það færeyska sýningin! Ó mæ! Fallega fallega fallega sýning! Semi-dansleikhús og krakkarnir allir að nýta hæfileika sína í dansi, hljóðfæraleik og leik! Besta sýningin á hátíðinni (sem maður sá amk ;o) )! Othello heitir verkið og er eftir sjeikspíra sjálfan. Búningar flottir, látlaus leikmynd flott, nýting rýmis góð. Namminamm! Vona að maður fái að sjá meira svona! Svo voru það danir með sæta grímusýningu. Byrjaði mjög vel en dapraðist aðeins í endann. Þau eru samt á evrópuflakki í sumar og mun sýning halda áfram að þróast á meðan og væri bara gaman að sjá hvernig hún verður orðin á endanum, slípuð og fín, í Köben í haust. Og svo seinasta sýningin sem voru auðvitað lettarnir aftur. Vildi óska að ég hefði skilið lettnesku því uppsetningin var skemmtileg en náði kannski ekki nógu góðu tangarhaldi á ólattneskumælandi áhorfendum. Æðislegir búningar og skemmtileg notkun á lifandi "hljóðfæraleik". Svo var það gagnrýni á sýningar dagsins þar sem færeyingar voru lofaðir fyrir framlag sitt. Merkilegt hvað það er mikill metnaður hjá áhugaleikurum á þessum tveim litlu stöðum, færeyjum og íslandi! Svo var haldið í eins og hálfs tíma rútuferð á lokahátíðina og það í öfuga átt við skólan sem við sváfum í! En þar var afskaplega fallegt, sveitó og rómantískt. Við Erla Dóra og Búi færeyingur fundum þessa forláta rólu þar sem við sveifluðumst eiginlega allt kveldið og misstum af lokaatriðum og ræðum. Okkur var eiginlega sama því þessi róla er draumur og við Erla Dóra ætlum að byggja sollis í garðinum okkar hjá húsinu okkar sem við ætlum að eignast í færeyjum. Svo dönsuðum við líka af okkur skóna og sokkana - bókstaflega! Æðiæðiæðislegt kveld! Svo var það rútuferð í 2 og hálfan tíma til baka þar sem átti að skipta í svefnrútu og partýrútu en litháenski hópurinn misskildi það eitthvað og svaf í miðri partýrútunni sem gerði það að verkum að það voru tvö partý í gangi þar! En það var voða gaman :o) Svo var trallað aðeins í skólanum og sungið með harmonikkuundirleik danans.
Lokadagur:
Vaknað snemma eftir lítin svefn. Hundskast í rútuna til að koma leikmyndinni á flugstöðina til að geyma hana þar á meðan við skoðuðum okkur aðeins um í gamla bænum. Við Erla Dóra skondruðumst um í risastóru molli, markaði með fuhullt af rafi, sáum óperuhúsið, hermdum eftir styttum, eyddum hálftíma inni á McDonalds við að fara á klósettið og kaupa ís og skoðuðum brú með fullt af lásum sem brúðhjón setja á hana, örugglega til lukku eða eitthvað þannig. Sáum meira að segja brúðhjón fremja þennan gjörning. Voða sætt. Svo var það flugferðin heim! Shi! airBaltic hrúgaði okkur inn í rútu sem átti að fara með okkur að vélinni. Í henni fengum við að bíða í hálftíma! Þungt loft og steikjandi hiti fór illa í menn sem voru annaðhvort þunnir eða enn drukknir en loksins loksins fengum við að fara í vélina. Þar biðum við annan hálftíma, í góðu lofti þó, en þá var eiginlega orðin klukkutíma seinkun á fkn vélinni. Lentum á Kastrup og ákváðum að tríta okkur vel á Hereford eftir ósköpin! Og það var svo GOTT! Rétt svo náðum þeim fyrir lokun. Svo var það upp í Icelandair sem var öllu þægilegri. Lentum og þá kom í ljós að það vantaði töskuna hennar Siggu Láru og barnavagninn, en það skilaði sér svo daginn eftir.
Og svona var nú sagan sú!
Það er eiginlega búið að taka mig tvo daga að skrifa þessa færslu þar sem ég náði því ekki á þessu korteri eins og ég ætlaðist til. Ætla að gera samt svona hápunkta-punkta fyrir þá sem nenna ekki að lesa þetta ;o)
NEATA-hátíðin í Riga 2008:
Færeyingar, góða rólan, brjálaðar viðtökur við Bingói, Dill, viðbjóðsleg sturta og vistarverur, léleg skipulagning, léleg hjálpsemi, kjúklingur, Gastronome-delicatessen, Hereford, fkn airBaltic, geitungar, geitungar, geitungar, slappleiki, skemmtun!
Lítur kannski ekki vel út en í heildina var þetta frábær upplifun! Væri alveg til í að fara aftur!
En nú er nóg komið, best að athuga hvar ég get kríað út styrki fyrir námið mitt, fara til skósmiðsins, skila bókum á safnið og allt það sem maður þarf að gera áður en maður flytur til útlanda!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2008 | 14:33
Heima!
Komin heim frá Lettlandsförinni miklu! Bingó brilleraði auðvitað og mörg ævintýri litu dagsins ljós! Ferðasaga verður að bíða betri tíma...
Og síðan ég kom heim (sem eru bara nokkrir klukkutímar síðan) hef ég fengið tvær frekar risavaxnar fréttir! Hugsanlega nánar um það síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.8.2008 | 23:28
Angurværð
Það er einhver anguværð í mér núna. Hún reyndar hellist alltaf yfir mig á þessum tíma. Veit fátt yndislegra en hálfrökkrið á haustin. Ágúst er án efa uppáhaldsmánuðurinn minn. Enn sumar en samt farið að örla á haustinu á kveldin og næturnar. Og svo er svo góð lykt í loftinu. Þarf ekki meira til að gera mig hamingjusama :o)
Er að springa úr hamingju núna! Býst bara við að það brjótist buna af blómum og fiðrildum út úr brjóstkassanum á mér á hverri stundu!
Haustin eru líka rómantísk. Ekki endilega svona ástar rómantísk. Þau bara vekja upp rómantíkurtilfinningu.
Angurværð, hamingja, rómantík þannig er haustið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2008 | 14:15
Skoðun
Ég fór til tannlæknis í gær í fyrsta sinní 6 ár! Nei ég er ekki að djóka! Er búin að vera að reyna að hafa mig í það síðan í desember síðastliðnum en alltaf skrópað því ég þorði bara ekki af hræðslu við að það væri bara allt ónýtt upp í mér! Ég hafði nú ekki fundið neitt fyrir einu né neinu samt.
Svo kom bara í ljós að ég er með eina holu sem er samt mjög lítil og svo þarf, sama hvað tannréttingasérfræðingurinn minn sagði, að rífa úr mér jaxlana! Jibbíkæjei! Það verður gert daginn fyrir menningarnótt! No party for me!
Og ég er ekki einu sinni sú duglegasta að fara eftir tannboðorðunum!
Þá er búið að yfirfara tanngarðinn fyrir utanlandsflutninga.
Þá er bara eftir bak, nef, háls og jafnvel augu líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)