Færsluflokkur: Bloggar
16.9.2008 | 19:21
Leti
Vaknaði seint, enda sofnaði ég seint. Tók upp úr töskunum og setti inn í fataskáp. Annað dót er bara á gólfinu og á spýtu sem ég setti á ofninn til að búa til hillu, en það er ekkert í herberginu nema rúm og svefnsófi. Bjó um rúmið og hef eytt deginum á sófanum, sem er mjög ólíkt mér þar sem ég er oftast í rúminu þegar ég er inni í herberginu mínu.
Fór ekkert út í dag. Er bara búin að hanga inni og skoða á netinu hvað hlutir munu kosta mig, Útkoman: MIKIÐ!
Ókei kannski ekki það mikið en maður er fátækur námsmaður auk þess sem ég verð að borga tryggingu með leigunni þennan mánuðinn.
Svo er ég komin með frunsu og vöðvabólgu frá helvíti! Enda ekki skrítið eftir burð gærdagsins.
Komst líka að því að rúmið mitt hallaði aðeins til hægri. Lagaði það á no time!
Fékk líka stundaskrá! Líst MEGA vel á þetta!
Mjáhh þetta er svona það helsta sem hefur gerst í dag.
Svo koma Sessý og Halli á morgun og allavega ætlar Sessý að hitta mig. En það verður ekki fyrr en um kveldið. Sé til hvað ég nenni að gera yfir daginn á morgun.
Letibikkjan kveður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2008 | 22:51
Mætt
Jæja þá er maður bara mættur "heim"!
Dragnaðist með ca. 50kg frá Stansted í dag og í íbúðina rétt hjá Kings Cross. Var búin á því eftir það en ákvað að skella mér í næsta Tesco og kaupa svona helstu nauðsynjar. Komst að því að það er smá spöl frá þannig ég dragnaðist með þrjá níðþunga poka þaðan heim. Svo dó ég á rúminu til kl. 9pm í kveld!
Komst á netið klukkutíma seinna og þakka guði fyrir það! Var að verða pínu eirðarlaus og einmana.
Herbergið er fínt, tómt en fínt. Íbúðin er skítug. Ekki gengið vel um hérna. Ég ætla að ráðast á baðherbergið á morgun bara fyrir mig svo ég geti notað það! Ég er náttúrulega rosalegt snobb fyrir hreinum baðherbergjum.
Er búin að hitta tvo meðleigjendur af fjórum og þau virðast fín.
Á morgun er það svo líka BodyShop og að fá sér breskst símanúmer og svona millistykki fyrir klær (náði samt að svindla smá hérna núna enda verð ég að sofna yfir dvd í nótt).
Þannig það er allt í gúddí þó að hendurnar titri enn eftir áreynslu dagsins og smá subbuskap í íbúðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2008 | 03:01
Pökkuð
Jæja, þá er ég pökkuð. Ein ferðataska um 20kg, bakpoki og veski. Svo verða sjö myndarlegir kassar sendir í frakt.
Ætti að vera sofandi núna þar sem ég legg af stað út á flugvöll eftir tvo tíma eeeeeeen er eitthvað ekki að nenna að sofa í tvo tíma til að vakna svo...miklu sniðugra að vaka bara - ekki satt?
Hef nú ekki mikið að segja.
Fæ tár í augun á ca. tíu mínútna fresti. Það lagast samt eftir því sem líður á nóttina. Var líka á fimm mínútna fresti fyrr í kveld. Er samt bara búin að gráta smá einu sinni í dag.
Ég er nefnilega með lítið hjarta, lítið en tough (fann ekki íslenska orðið með þreytta heilanum mínu). Þannig ég er lítil í smá stund en svo bara sussa ég á það og held áfram ótrauð!
Það er í lagi að vera lítill í sér svo lengi sem það aftrar ekki af manni.
Þetta er samt ótrúlega spennandi! Er bara að sakna allra akkúrat núna. Búin að vera að kveðja alltof mikið seinustu daga. Svo benti vinur minn á að það væri bara best að kveðja engan. Man það næst.
Ætla líka á óperu úti í september og grenja úr mér augun! Elska að fara á óperur sem eru sorglegar og grenja. Tónlistin gerir það eitthvað svo hroðalega magnað!
Ég líka þurrka aldrei augun ef ég græt í óperunni, leikhúsinu eða bíóinu. Vill sko ekki að neinn sjái að ég er að gráta! Þannig tárin bara leka niður án þess að vera þurrkuð burt. Það bætir bara á upplifunina. Mahh! Alger sálarhreinsun!
Ég ætla líka á ballet. Hann þarf bara að vera fallegur.
Svo ætla ég líka í leikhús. Það þarf bara að vera gott!
Jeminn hvað þetta er óraunverulegt en verður alveg hrottalega raunverulegt eftir tvo tíma!
Ef þið viljið svo kíkja á mig þá verð ég með svefnsófa, allavega fram að áramótum en ég vona að hvar sem ég enda eftir áramót að ég verði líka með svefnsófa þar.
Jæja, þetta kallast margt um ekkert!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2008 | 13:46
Sagan
Oki, núna er ég að fríka smá út!
Er að skíta á mig af hræðslu og hjartað hamast í brjósti af spenningi. Söknuðurinn yfirtekur stjórn tárakirtlana og eftivæntingin stjórnar munnvikunum!
Rússíbanar komast ekki í hálfkvisti við þetta!
Grenja og hlæ á sama tíma!
---------------------------
Fanney var að fara til Spánar. Úje! Finnst svo skrítin tilhugsun að ég muni ekki sjá hana í þrjá mánuði. Trúi því eiginlega bara ekki og býst alveg við að lífið segi "bara djók!" bara eftir svona klukkutíma eða svo....!
Hún verður að fá sér webcam!
Svo uppgötvaði ég að ég mun sjá fæsta sem mér þykir vænt um næstu þrjá mánuði. Það orsakaði tilfinningaoverflow.
Og svo sé ég fólkið bara í nokkra daga og þá er ég farin aftur út og þannig mun það ganga koll af kolli í þrjú ár....og kannski lengur.
Kannski að ég verði þá loksins fullorðin!
----------------------------
Inn í mér eru orð og sögur sem mig langar að hleypa út, en þau eru læst og lokuð inni í mér. Mig langar til að segja ykkur ævintýri um hlæjandi stjörnur og rólegan mána, gersemar og gull, kryddaða kjána, bjána og rugludalla sem halda að þeir geti fengið að stjórna gangi himintunglanna, vatnsfallsins og lífsins.
Stundum stekkur samt af tungu mér lítið orð sem tengir þetta allt saman, saga sem myndast hægt og rólega. Saga sem gæti verið sögð ef áheyrendur frá öllum heimshornum, sem gripið hafa orð á lofti, myndu sameinast og púsla saman orðunum, orði fyrir orð, setningu fyrir setningu, grein fyrir grein svo úr yrði sagan.
Sagan sem hefur verið til frá örófi alda en þó er hún aldrei eins, sagan sem aldrei er of oft sögð.
Jafnvel vörðurinn, sem hefur lyklavöldin að frásagnarfrelsi mínu, veit ekki hvaða sögur þar leynast. Veit ekki að hann fengi svör við öllum heimsins gátum ef hann bara þyrði að opna smá rifu og gægjast inn.
Honum halda bönd sem ofin voru af því sem var, því sem er og því sem gæti gerst. Bönd þessi eru sem álagabönd og galdurinn sem gæti leyst þau er hugsanlega að finna í orðum mínum. Orðum mínum sem lokuð eru og læst inni í mér og aðeins hann getur opnað.
Mun einn daginn orð drjúpa af tungu minni og finna sér leið í hlustir lyklavarðarins? Eða mun hann einn daginn finna styrkinn til að losa af sér álagaböndin? Og mun hann þá opna mig og leggja eyrun við?
Eða er Sagan að týnast öllum, hægt og rólega?
-----------------------------
Verið góð hvort við annað og munið að hlusta vel!
Já og bursta vel líka!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2008 | 21:09
Frh.
Það tekur lengstan tíma að hlaða inn klassískum diskum, miðlungs að hlaða inn venjulegri dægurtónlist, örstuttan tíma að hlaða inn gömlum góðum íslenskum dægurlögum.
Hvað ætli það þýði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2008 | 18:03
Fjórir
Já, það eru víst fjórir dagar í að ég verði búsett í London! Þetta er allt soldið súrrealískt.
Er að hlaða inn geisladiskum inn á tölvuna mína því ég nenni ekki að ferðast með þá til London, nóg er nú um draslið sem ég fer með! Setti líka allt DVDið mitt í geisladiskatösku.
Lífið er svo fáránlega furðulegt! Það gerist alltaf allt í einu. Og svo stundum gerist ekki neitt.
Er að upplifa allar heimsins tilfinningar í einu þessa dagana...nema kannski heift og eitthvað svoleiðis. Spenna, hræðsla, tilhlökkun, söknuður, efi, bjartsýni, gleði, leiði o.s.frv. Er stundum við það að springa bara úr tilfinningum!
En allt gott samt :o) Frekar hress og lífið bara asskoti gott :o)
Núna erum við öll saman hérna í 2 nætur, ég, Fanney og Kolli. Það hefur ekki gerst frá því ég var 12 ára. Ólumst öll upp saman og Kolli ól okkur Fanney nú líklegast að einhverju leiti upp. Þetta er voða kósí.
Og nú er Fanney búin að pakka sjálfri sér ofan í tösku....já....hún er skrítin....en á góðan hátt :o)
Hitti vinkonuhópinn frá Laugum í gær og við vorum að éta allt kveldið og rokka feitt í Guitar Hero. Leikur sem mér sýnist að ég gæti auðveldlega orðið háð! Reyndar nokkrar sem mættu ekki og eru þær hér með orðnar skyldugar til að mæta í jólahittinginn!
Vá, fólk er svo furðulegt!
Já, við erum eiginlega bara nokkuð furðuleg. Erum alltaf að reyna að skilja annað fólk og líka að reyna að skilja okkur sjálf og svo eru einhver samfélagsleg gildi í gangi sem fólk nær sjaldnast að uppfylla en samt dæmum við alltaf fólk út frá þeim, já og okkur sjálf.
It's wierd!
Ég er nú bara svona að blaðra hérna á meðan ég bíð eftir að diskarnir skrifist einn aföðrum.
Eyddi alveg heilum degi um daginn í að setja diska inn á tölvuna þannig þetta er nú langt komið.
Vá, ég er að drepa sjálfa mig úr leiðindum!
Hasta la vista amigos!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 04:40
Nátthrafn
Það er nú bara þannig. Ég er alltof mikill nátthrafn!
Samt langt síðan ég hef tekið svona svakalega á því í þeim efnum. Klukkan að nálgast fimm um morgun og ég búin að vera frá því einhverntíman í kveld að nostalgíukastast með gömlum myndum frá í framhaldsskóla og geisladiskum frá svipuðum tíma!
Það er svo seinlegt að pakka og svona þegar maður þarf að fara í gegnum fullt af dóti.
Maður nefnilega finnur alltaf einhverjar minningar ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2008 | 15:23
Hreyfanleiki
Þá er það komið á hreint. Orsök bakverkja minna og fleiri verkja er að ég er OF hreyfanleg! Og núna þegar ég hef verið í margra ára hreyfingarleysi og líkamin ætlar að fúnkera þannig þá bara kunna liðirnir og fleira þannig dót ekki að vera þannig.
Þetta er víst út af balletinum. Brakar og brestur í mér líka út af þessu.
Blessaður sjúkraþjálfarinn var að reyna að hnykkja mjöðmunum eitthvað en það eina sem gerðist var að hann pakkaði mér saman. Þá komst hann að þeirri niðurstöðu að ég væri of hreyfanleg og spurði hvort ég hefði verið í ballet.
"ehhh já í 8 ár..."
Sagði mér að ég bæri þess greinilega merki.
Sagði mér líka að þar sem ég væri að fara í frekar líkamlegt nám núna myndi ég finna fyrir því til að byrja með að vera svona hreyfanleg en síðan myndi allt byrja að fúnkera vel.
Og ég sem hef alltaf gefist upp á hreyfingu eftir ca. mánuð því ég finn svo svakalega fyrir því í liðum og þess háttar!
Og ég orðin tilneydd að jógast og teygjast og hreyfast ALLA mína ævi....svona ef ég vil ekki vera endalaust í sjúkraþjálfun!
Jibbíkæjei mamasíta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2008 | 00:24
Ojbara
Er búin að vera að sortera föt og reyna að skipuleggja pakkningu síðan kl. hálf fimm í dag! Veit ekkert leiðinlegra en að þurfa að pakka og þegar ég þarf svo að pæla í hvað ég mun nota næsta mánuðinn, jafnvel tvo, og hvað ekki þá er þetta orðið ótrúlega frústrerandi!
Og ef þið eruð á leiðinni til London í september, október eða nóvember og getið gripið með ykkur tösku fyrir mig þá megið þið endilega láta mig vita :o)
Annars var helgin fín. Keyrði suður í gær og hitti Arnrúnu og co. og þar með talið Hugrúnu Birtu smápeð. Hún er með mikinn lubba sem raðar sér í móhíkanagreiðslu og er auðvitað mega krútt!
Svo var Cosi fan tutte-partý í gær. Það var fámennt en góðmennt og enduðum við á að krassa annað óperupartý niðri í Íslensku Óperu. Alltaf gaman að hitta það góða fólk. Svo var haldið á Næsta, en ekki hvað, en ég nennti ekki að vera mikið þar þannig ég, Arnór, Elfa og Steini fórum eiginlega bara á pöbbarölt. Svo enduðum við Elfa á Rosenberg en þar var ekki stoppað lengi en pikkað Jón Svavar Cosi-félaga upp sem hafði ekki komist í partýið. Svo ætluðum við að kíkja á óperuliðið á Næsta en hittum það bara fyrir utan hann þar sem sumir voru á leiðinni heim og sumir á Ölstofuna. Við ákváðum þá að fara heim.
Vaknaði svo í morgun með craving frá helvíti í Eldsmiðjupizzu! Þegar þeir svöruðu ekki símanum eftir 10 mínútna bið þá fékk Hrói Höttur að njóta góðs af. Svo var bara letibikkjast þangað til að sortunin mikla hófst!
í vikunni er enn frekari sortering, skipulagning, hittingar hér og þar og allavega eitt partý.
Lifið heil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 22:02
Bróðir
Það er danskur þáttur í gangi í sjónvarpinu og allt í einu var ég farin að hugsa á dönsku!
Hitti Gunnar "nýja" bróðir minn í kveld og dóttur hans Elísabethu. Þegar hann kom óskaði ég þess að ég væri 7 ára því ég fyltist af löngun til að vera með svokölluð gestalæti. En það sæmir ekki 23 ára ungri konu. Þá varð þetta bara skrítið í smá stund því mest öll orkan fór í að vera ekki með gestalæti en svo fór þetta að renna.
Svo var horft á Alvin and the Chipmunks.
Góð kveldstund í faðmi fjölskyldunnar :o)
Svo bara geymslusortering og berjamór á morgun og bruna suður með stoppi hjá Arnrúnu syss á Sauðárkróki á laugardaginn!
Tíminn flýgur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)