Allt/ekkert

Jæja, kannski komin tími á blogg. Hef ekki einu sinni alminnilega afsökun. Hef haft allan tíman í heiminum til að gera hvað sem er en eyði honum að mestu á Facebook...en samt ekki. Er alltaf tengd en ekkert endilega að gera neitt þar.

Og ekki er ég að læra. Er komin soldið eftir á með allskonar lærdóm sem ég á að vera löööööngu búin að gera! En það hefur reyndar ekkert komið að sök, bara verst fyrir mig.

Er svo allt í einu núna komin með hlutverk í átta verkum og svo hljóðmaður í einu verki í viðbót þannig ég held að næstu 5 vikur verði hektískar! Bara fimm vikur í próf og svo ein assessment vika og þá er komið frí og þá kem ég heim á klakann kæra!!!! Er farin að hlakka svo ótrúlega fáránlega til! Sakna allra og alls svo mikið núna seinustu vikur. Held að héðan í frá fari ég heim í hverju einasta milliannarfríi....þeas ef að fjárhagurinn leyfir, sem hann skal bara gera!

Hélt ég myndi ekki fá svona mikla heimþrá. Þetta er heldur ekkert svona heimþrá þar sem ég engist af söknuði. Meira bara svona subtle constant ljúfsár söknuður. Meira sár en ljúfur þó. Og ekki þannig heimþrá að mig langi að flytja heim. Langar bara að knúsa og hlæja með fólkinu mínu og vinum, fara á djammið, á Ak., í leikhús, í óperuna, á tónleika og bara þetta daglega stúss sem var á manni.

Lífið hefur breyst og ég var eiginlega kannski bara að taka eftir því núna.

En það er engu að síður mjög gaman að vera hérna úti. Mikið félagslíf búið að vera á manni. Kosningarvaka í Oxford, P!nk-tónleikar með Fanney, Afmælispartý, hárkollupartý, freaky-fairytale-partý, leikhúsferð og óperuferð. Og næstu helgi er það partý hjá Rose-Brufordurum. Maður ætti ekkert að vera að kvarta!

Ég var tekin fyrir í tíma um daginn. Eða semsagt hvernig ég hugsa. Það var mjög áhugavert og ég komst að ýmsu nýju og játaði margt fyrir sjálfri mér um mig sem ég hef alveg vitað en afneitað. Er ekki frá því að eftir það sé mun auðveldara að hugsa. Gott að taka svona smá vorhreingerningu í heilanum.

Svo er ég komi með fullkomið ógeð af fötunum mínum. Held ég haldi bara swish-partý þegar ég kem heim! Er alveg á gubbunni en veit samt að ég á fullt af fötum og mörg hver fín. Er bara með svo sterkan komplex að fá ný föt og vera ekki oft í sömu fötunum! Bjánalegt og ekki vænlegt fyrir fátækan leiklistarnema!

Er alveg að verða bil á krónunni! Djöfuls helvítis helvíti! Er farin að pæla í því að fá mér herbergisfélaga því leigan mín myndi minnka talsvert með því eeeeeen þá væri prívasíið fokið út í veður og vind. Spurning hvort það bítti nokkru máli!

En þrátt fyrir allar þessar distraksjónir þá reynir maður að halda sig við skólaefnið enda mikið að gera svona á seinustu önninni sem er eðlileg á fyrsta ári. Erum að fara að skila lokaverkefni í listasögu, fá leikara-qualification í Stage Combat ( sem þýðir að við þurfum að gera 3 mín atriði með fist fight, skylmingum, búningum og texta) og erum að fara að setja upp leikrit sem verður samt sýnt eftir fyrstu tvær vikurnar á næstu önn. Og svo náttúrulega blessað prófið, Acting assessment, söngurinn og guð má vita hvað! LOVE IT!

En þetta er leiðinlegt blogg....mér leiddist meira að segja á meðan ég var að skrifa það. Vildi bara láta vita aðeins af mér. Reyni núna að muna eftir blogginu mínu en lofa engu!

Sul Sul!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitti kvitt

gangi þér vel í þessu öllu og góða skemmtun líka!

Hlakka ógissla mikið til að fá þig heim sæta mín!! :D

Elfa Dröfn (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: Jenný Lára Arnórsdóttir

æji takk! Og ég hlakka fáránlega mikið til að koma heim! Og svo hlakka ég alltaf meira og meira til með hverjum deginu! Veit ekki alveg hver þetta endar.... ;o)

Jenný Lára Arnórsdóttir, 4.5.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband