Heima 1


Þá er maður komin á fyrsta Heim-staðinn sinn. Álfheimarnir. Jólalegt og 2 km löng sería í garðinum lýsir upp allt hverfið. Það er eitthvað annað en í Bretlandi þar sem þúsundasti hver maður er með seríu í gangi og undantekningalaust marglita blikkseríu!

Borðaði rúgbrauð og síld í morgunmat. Fékk mér líka rúgbrauð og síld í flugvélinni í gær. Er soldið fúl að nú sé matur ekki innifalinn en þetta var svo góður matur að mér var alveg sama!

Luma samt á nokkrum sögum frá London sem ég ætla að segja ykkur hérna frá.

Á fimmtudaginn síðasta var námskeið í Argentínskum tangó í skólanum. Það var stuð. Í pásunni kíktum við Baldvin út í tyrkjasjoppuna sem er næst skólanum (sem við förum stundum í) en þar var tyrkneskur gaur sem byrjaði bara strax að segja við mig "How much? How much?" Ég bara ignoraði hann eins og ég geri við fólk sem ég veit ekki hvernig á að höndla. Svo sá hann að ég var með Baldvini og þá fór hann að spyrja Baldvin að því. Baldvin var ekki alveg viss hvert maðurinn var að fara þar til hann fór að benda á mig og spyrja "How much?" baldvin sagði honum bara að ég væri ekki til sölu. Þá bauð maðurinn honum 2.000 pund fyrir mig. Baldvin sagði þá að ég væri minnst tveggja milljóna punda virði, en maðurinn bauð samt nokkrum sinnum í viðbót 2.000 pund í mig þar til Baldvin sagði að ég væri einfaldlega ekki til sölu.

Og hann var ekkert að grínast. Þetta er víst eitthvað sem tyrkir gera!

Svo er búið að vera mikið að gera og á nýja heimilinu mínu hef ég ekki mikið af hirslum undir föt, ekki einu sinni óhreinatauskörfu, þannig fötin eru soldið vel dreifð um herbergið. Fer þá ekki Unnar meðleigjandi minn og nær í risaskilti sem á stendur Pedestrians og ör til hliðar og setur hjá mestu fatahrúgunni. Pedesetrians þýðir gangandi vegfarendur. Hefði þurft að eiga þannig þegar ég var yngri. Þá bjuggum við systur til göngustíga inn á milli dótahrúganna okkar þegar við nenntum ekki að taka til en þurftums samt að geta gengið um herbergið.

Mamma alveg öskureið núna því bankar vilja ekki gefa út bankatékka. Það þarf svoleiðis til að sækja um háskóla úti, en það er Fanney systir einmitt að gera. Virðist vera að ég muni fara bara með allar umsóknirnar út og ná í bankatékka þar og klára þetta fyrir hana.

Svo var ég að fatta að ég gleymdi bæði nótunni fyrir skólagjöldunum og staðfestingu á námsárangri í skólanum úti en ég þarf að fara með það í LÍN.

Voðalega hefur maður verið að lúsa sér þarna seinustu dagana!

Maður verður þá bara að fiffa það þarna í byrjun janúar.

En núna ætla ég að fara að plana mig eitthvað.

Súlsúl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já ég var að spá í hvor tþú gætir komið með nokkra hluti fyrir mig hahaha..ég var í alvöru að spá í að gera allt sem þú taldir upp en ég nenni því ekki...heilinn minn ákvað í gærkvöldi að verða þunglindur aftur og núna erum við að rífast...If only I would shut up for a sec.....but I won't no....We hates us....eeen það þýðir ekki að gráta heila með hundaæði...ég reyni bara að drekkja honum í súrefni á eftir þegar ég fer að labba 5 km metrana mína og synda svona kannski kílómeterinn minn....hlakka til að fá þig...elska þig

fannzla (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 13:28

2 identicon

hae saeta! nu er eg buin ad uppdeita mig a blogginu thinu:) mer finnst samt fyndid ad thu hafir ekki sagt mer fra badda af thvi thu gerdir rad fyrir ad madur saeji thetta a facebook! thetta er sko ny old skal eg ther segja! vona ad thu hafir att goda ferd nordur og hlakka til ad sja thig thegar thu kemur aftur i baeinn! xx

vala (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband