Blogg


Jæja þá hefur maður loksins tíma til að blogga. Get hinsvegar ekki sett inn myndir af herberginu því Baldvin er með myndavélina í Epping Forrest.

Í dag erum við búin að vera saman í 3 mánuði og gengur vel. Voðalega gott :o)

Svo var partý hérna á Framabraut í gær en við buðum nokkrum íslenskum Brufordurum og mexíkanska kjúklingasúpu og Royal karmellubúðing og var mikið stuð og mikið gaman. Flestir fóru svo í Angel að djamma en við Fanney skelltum Notebook í tækið og horfðum á enda búið að hneykslast mikið á okkur og efast um kyn okkar þar sem við höfum ekki séð hana. Við grétum.

Já Fanney systir var hérna um helgina og áttum við góða systra helgi með tilheyrandi vökum og spjalli og dvd-glápi og dvd-kaupum! Ég keypti heilan haug af dvd myndum! My Fair Lady, Mary Poppins og Breakfast at Tiffany's og svo 28 days- og 28 weeks later, House-seríu, Across the Universe, Black Snake Moan og The Holiday. Fanney keypti sér álíka haug. Núna er líka hægt að fá 4 á 20 pund en ekki bara 3 og fullt af góðum titlum í gangi í því tilboði :o)

Í skólanum gengur líka mjög vel og allt að gerast. Næ nýjum markmiðum á hverjum degi. Nú er bara að halda sér í gírnum og halda áfram að vinna vel. Er t.d. orðin nokkuð fær á einhjólinu, er orðin löglegur 4 bolta djögglari, get farið nokkurn vegin limp og fékk góða umsögn í seinasta impro tíma. Og söngur að ganga mega vel :o)

Svo keyptum við Baldvin okkur miða á I Capuletti e i Montecchi í Royal Opera House daginn fyrir páska og engin önnur en Anna Netrebko að fara að syngja. Ég elska Oh! Quante volte! Hlakka til að sjá þessu uppsetningu.

Svo erum við að fara til Vínar í viku í mars-fríinu okkar :o) Hlakka líka til þess og að sjá hana Erlu Dóru mína! Laaaaaaaaangt síðan ég hef heyrt í henni!

Svo er ég að safna augnabrúnum. Ætla að breyta þeim aðeins. Það fyrsta sem Fanney sagði við mig þegar hún sá mig var " Þú þarft að plokka þig." Þannig maður lítur út eins og varúlfur í hamskiptum núna í nokkrar vikur en svo verður allt gott :o)

Snjóaði í byrjun vikunnar og lyftist brúnin á öllum íslendingunum í skólanum og við hættum alveg að kvarta í tvo daga. Svo fór snjórinn. Það var samt mjög hressandi að fá hann og góði snjórinn líka :oD

Annað held ég að hafi ekki gerst merkilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ sæta spæta

ég er náttúrulega löööööngu búin að lesa bloggið og allt... langaði bara aðeins að kvitta fyrir komuna.

missjú,

Elfa

Elfa Dröfn (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

Hæ sætasta og til hamingju með kærastann.. Ég er greinilega ekkert búin að vera að fylgjast með.. Maður bara gjörsamlega dottinn útúr bloggheiminum síðustu vikurnar :P

Þyrfti annars að taka þig til fyrirmyndar með augabrúnirnar, mínar eru alveg að hverfa þessa dagana.. var eitthvað svo óánægð með allar útkomur þegar ég flikkaði uppá þær síðast, held að söfnun væri mjög gott ráð!

Og ohhh hvað ég er öfundsjúk með marsfríið.. Viltu skila frá mér innilega æðislegum kveðjum til Erlu Dóru..

knús til þín,
Sunny
xxx

Sólbjörg Björnsdóttir, 15.2.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband