Skór


Flehh...

Þá er maður í miðannarfríi...það er alveg ágætt. Berglind besta vinkona Baldvins er hérna þannig maður er búin að vera á fullu að túristast en svo í gær varð ég eiginlega bara slöpp og er það enn, enda ermaður eiginlega búin að ofkeyra sig í 6 vikur þannig ekkert skrítið að smá slen kikki inn þegar maður loks slappar af.

En maður kíkti í Camden í gær og fékk sér skó í uppáhaldsskóbúðinni sinni, Berty og Gerty. Keypti einmitt vintage-stígvélin mín þar fyrir ca. 3 árum og ég elska þau! Er búin að láta umsóla þau einu sinni og er alveg búin að ganga þá sóla til helvítis og núna því miður líka leðrið sjálft í kringum sólann! En fann þessa fínu skó þarna í gær og sá líka ein stígvél sem mig langar eiginlega smá í. Sá líka kápu þar sem mig dauðlangar í, enda vantar mig góða kápu þar sem mín er eiginlega bara að gefa upp öndina...ekki bara orðin hnappalaus í annað sinn heldur er hún líka öll að af-faldast og skemmtilegheit!

Held ég þurfi eitthvað að fara að láta athuga göngulagið hjá mér því ég er alger skóböðull. Skórnir sem ég keypti í október eru alveg að deyja og líka tvenn pör sem ég fékk hjá mömmu bara um jólin! Bölvað helvíti!

Svo langar mig að komast á fataskiptimarkað! Er orðin soldið leið á þeim fötum sem ég á en hef ekki efni á nýjum fataskáp!

Svo langar mig reyndar ekkert að láta frá mér meirihlutann af fötunum sem ég á þó ég gangi ekki í þeim því margt af þessu er alveg æðislegt...bara ekki alveg inn núna ;o)

Er búin að fara soldið í búðir í gær og í dag og veit alveg hvað mig vantar en það er bara sjúklega erfitt að finna akkúrat það sem manni vantar....maður labbar búð úr búð og finnur það svona næstum því. Er að pæla í að fara kannski bara að versla á netinu. Finna bara akkúrat það sem ég leita að og panta það og fá það sent heim :o) Miklu einfaldara en að vera að labba í 20 búðir þangað til maður finnur akkúrat það sem manni vantar. Maður verður líka að vera pikkí hvað manni vantar svona sem fátækur listnemi ;o)

En núna er Baldvin kominn og pítsan á leiðinni

Hasta luego!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oh hvað ég skil þig! Ég er svona rosalegur skóböðull lika... alveg óþolandi :p

En ætli þetta tengist nú ekki búsetu þinni soldið... labbar talsvert meira í London en Reykjavík er það ekki?

knús í krús,

Elfa

Elfa Dröfn (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:12

2 identicon

Hæ Jenný mín, fann bloggið þitt! Jeiiii :) Jú við verðum í Vín í mars, en gaman að þú sért að koma! Hlakka til að sjá þig þá.

Knús frá Vín,

Elín.

Elín S. (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband