Stríðshestur

Þá eru bara þrjár vikur eftir af þessari önn og svo tveggja vikna frí!Mér er búið að leiðast alveg svakalega núna seinustu daga. Samt alveg nóg að gera og gaman að því og svona, en einhverra hluta vegna er ég að drepast úr leiðindum.Er reyndar eiginlega búin að finna það út að það sé því mig vanti vinkonur mínar. Vantar að fá svona stelputal og -stuð og eitthvað í þá áttina. Miss you guys!Ég næ þó að hitta Erlu Dóru í Vín :oD Og svo eruð þið alltaf guði velkomnar til mín þó ég mæli með að ráðfæra sig við mig hvenær er best að koma og allsekki koma í marsbyrjun/lok febrúar eða lok maí/byrjun júní eða lok ágúst/byrjun september.Anywho...Erna og Freyr voru hérna um helgina en ég náði ekkert að hitta þau. Ég var alltaf í skólanum þegar þau höfðu fría dagskrá og svo voru þau bissí á kveldin. En svona getur þetta verið.Svo er ég að reyna að ákveða hvort ég eigi að taka leikstjórnina líka. Hún tekur nefnilega rosalegan tíma frá leiknum og það er svo mikið að gera í skólanum að maður er ekki að ná að sinna öllu eins vel og maður getur og gera þar með það besta sem maður getur. Maður er bara að gera það besta sem maður getur miðað við tíma sem maður hefur, sem er bara frekar takmarkað.Fór í leikhús með skólanumá föstudaginn á War Horse. Það var alveg þokkalegt stykki. Ekki fullkomið, enda held ég að ég hafi aldrei séð fullkomna sýningu, en alveg nokkuð góð. Er um hest eins og nafnið gefur kannski til kynna og hestarnir voru brúður í hestastærð (og þá er ég að meina svona útlenskri hestastærð) og leikararnir skelltu sér á bak á þeim. Það voru tveir leikarar sem héldu búknum uppi og einn í viðbót sem stjóranði hausnum. Og hreyfingarnar voru mjög raunverulegar.

 

warhorse 

Hérna á þessari mynd eru samt fleiri að stjórna þeim en það gerðist 2x í sýningunni.

 Annað skemmtilegt við þessa leikhúsferð var að Stephen Harper sem var að kenna mér á námskeiði í Bandalagsskólanum var að leika í henni og núna er hann að þjálfa að vera afturendinn á svarta hestinum áður en sýningin fer á West End í mars. Hann bauð svo okkur Baldvini að kíkja til hans á bakvið eftir sýninguna þar sem þau eru með bar í græna herberginu og þar var sullað aðeins. Mjög næs og skemmtilegt kveld.

Annað skemmtilegt held ég að hafi ekki gerst þessa vikuna.

 Ætla að fara að læra texta....Hasta la vista! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æjhh sakna þín líka svo mikið ástin!!! Skrilljón knús og kossar!!

Sólveig Ingólfs (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 15:58

2 identicon

Ég var einmitt að spá í þessu með fullkomleikann og af hverju mér fannst þær Óskartilnefndu myndir sem ég hef séð góðar en ekki *það* góðar, s.s. fullkomnar. Og hvers vegnar þær (örfáu) myndir sem ég hef þó misst vatn yfir sópuðu ekki til sín verðlaunum - og mjög skiljanlega. Og komst að þeirri niðurstöðu að þetta með fullkomleikann skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er hvað þú færð út úr upplifuninni. Myndin - eða leiksýningin - kann að vera meingölluð en ef henni tekst að vekja eitthvað með þér er það skref í rétta átt. Ég man ekki til þess að hafa upplifað þetta í leikhúsi - kannski er maður orðin of meðvitaður um prósessinn.

Ásta (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband