Nýtt

Er í miðannarfríi og hef því ákveðið að gefa mér tíma til að blogga.

Það er margt að frétta síðan síðast, margar ákvarðanir verið teknar og skref stigin til að gera þær að veruleika.Ég hef ákveðið að hætta í skólanum og flytja aftur heim. Fyrir því eru margvíslegar ástæður en stærsta ástæðan er þó að ég ætla að koma mér af stað í námið sem ég hef alltaf ætlað að enda í - stjórnun.

Málið er að mér finnst gaman að leika, mjög mjög gaman, en þegar ég fór að hugsa út í það að vinna við það, alveg virkilega að ímynda mér fullkomlega hvernig það yrði, þá sá ég að mig langar ekki að vinna við það og að í raun hafði ég aldrei ætlað mér að vinna við það! Í heilanum á mér var næsta skref alltaf að fara í stjórnunarnám. Það sama var uppi á teningnum þegar ég var í söngnum.

Það er unaðsleg ró sem hefur færst yfir sálartetrið mitt eftir þessa ákvörðun.

Ég sé samt alls ekki eftir þessu ári hérna og í raun held ég að ég hefði aldrei náð að taka þessa ákvörðun fyllilega nema af því að ég fór í þennan skóla þar sem var sparkað í rassgatið á manni og sagt manni að drullast til að fullorðnast og taka ábyrgð á lífi sínu og gjörðum. Það er algerlega undir okkur sjálfum komið hvernig lífi við munum lifa.Okkur hefur líka verið kennt að gera greinarmun á draumum og því sem við getum látið verða að veruleika, og gera okkur grein fyrir að suma drauma er hægt að gera að veruleika ef við hættum að einblína á hindranirnar að þeim og einbeitum okkur að þeim sjálfum í staðinn.

So home sweet home here I come :o)Meira að segja ein ferðataska af dóti komin á klakan og búið að sækja um í HÍ í viðskiptafræði - stjórnun og forysta.Þetta er líka fyrsta ákvörðunin sem ég tek án þess að vera að hugsa um að reyna að þóknast einhverjum :o) Skál fyrir því!

Með deginum í dag eru 31 dagur í að ég komi heim. Á þessum mánuði mun ég leika í átta verkefnum! Er með nett stress í gangi því maður þarf líka að sinna fögunum sem maður er í, t.d. listasögu og voice, en það verða lokaverkefni í báðum. Svo er ég að læra nýtt lag í söng og þarf að búa til karakter í kringum það og svo að gera stage combat atriðið klárt með texta, búningum og safe slagsmálum! Þannig það verður nóg að gera!

Svo held ég að ég leyfi mér að kaupa mér eina skó áður en ég fer heim eða fá þá í afmælisgjöf! Þeir eru truflaðir!

1113007020m1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vaknaði svo í dag og þá voru íslenskar pylsur með öllu á boðstólnum og hrísbitar með lakkrís í :o) Hann Unnar Geir kann þetta sko ;o) Maður fór alveg heim í huganum!

En b.t.w. ef þið vitið um einhvern sem vantar herbergi í London þá þarf ég að losna við mitt. Við erum í norður London, rétt hjá Camden, og maður er svona 15 mín með túbunni niður í bæ. Þetta er humongus herbergi, eiginlega bara lítil íbúð inni í íbúð. Mjög góð fyrir fólk sem þarf pláss eða par eða vini sem vilja deila herbergi. Ef þið vitið um einhvern/einhverja þá segið frá þessu herbergi ;o)

En held ég fari þá að þrífa þetta herbergi en það ber þess sterk merki að það sé búið að vera frí þar sem algert afslappelsi var í hávegum haft!

Sul sul! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

ó mæ GOD skórnir!! Þeir eru geggjaðir!!! :D hehe... Takk fyrir kommentið mínmegin :)

Ég verð heima frá 21. júní til einhverntíman í lok ágúst. Er ekki enn búin að kaupa miða en það kemur allt í ljós. Þarf að finna mér nýja íbúð fyrir haustið svo það fer soldið eftir hvernig það alltsaman gengur og svona!

Sá að þú ert að halda partý þarna nokkrum dögum áður en ég kem!! Svekkjelsi :(

Vona að þér líði æðislega vel og hlakka til að sjá þig í sumar

knúsur!

Sólbjörg Björnsdóttir, 14.5.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband