Færsluflokkur: Bloggar
8.4.2008 | 16:15
Tímavél óskast!
Er að missa mig!
Áttaði mig á því í hádeginu að næsti vetur liti eiginlega alveg eins út og þessi sem er að klárast. Að ekkert myndi breytast og ég væri enn föst í sama farinu. Eða svona næstum því.
Þetta er hræðileg staðreynd. Ekki það að ég sé á einhverjum vondum stað. Mér finnst gaman að syngja en núna er maður bara komin á það stig að það er annaðhvort heimsyfirráð eða dauði!
Og það sem þessi vetur kenndi mér var að ég er ekki til í að leggja svona mikið á mig fyrir sönginn. Hins vegar hefur reynslan sýnt og sannað að ég er tilbúin að leggja töluvert á mig fyrir annað.
Er búin að vera að skoða leiklistarskóla úti og ég sá að það var einn sem býður upp á 1 árs foundation nám fyrir þá sem stefna á leikarann. Eða reyndar bjóða fleiri skólar upp á það en það er einn þar sem umsóknarfrestur er ekki liðinn.
Fyrir mánuði síðan hefði ég stokkið á þetta. En aðstæður hafa breyst og ég væri til í að vera á landinu næsta vetur. Tvær langanir sem takast á í mér.
Hef líka alltaf átt erfitt með að bíða með svona hluti. Vil gera það sem mig langar strax! Svo er ég líka að verða svo gömul....allavega miðað við það að úti byrja þau að sækja um 18 ára!!!
En þolinmæði er dyggð og ég mun á endanum lenda þar sem lífið ætlast til að ég endi. Maður verður bara að finna björtu hliðarnar hverju sinni.
Ég mun þó allavega klára framhaldspróf í söng. Örugglega ágætt að hafa það í rassvasanum.
Næ mér í meiri leiklistarlega reynslu.
Klára að vinna verkefnið með Helga. Það verður mikil reynsla held ég!
Safna kannski pening?
Rækta sambönd við mína nánustu.
Sko fullt af jákvæðum hlutum við næsta vetur.
Eða er ég kannski klikk að hugsa svona langt fram í tíman?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 13:54
Frumsýningardagur
Þá er hinn stórmerkilegi frumsýningardagur runnin upp. Aðeins 1 miði eftir á frummarann, en gæti farið fljótt, og uppselt á 2. sýningu og er að seljast hratt á 3. og 4. sem eru 11. og 13. apríl þannig það er um að gera að skella sér á www.opera.is eða hringja í síma 511-4200 og panta miða, en hver miði kostar einungis 1.000 kr. hvar sem er í salnum - ótrúlega ódýrt!
Eitthvað af fólki sem á að hafa vit á leikhúsi hefur verið að kíkja á rennsli hjá okkur hafa sagt að þetta sé ólíkt öllu sem þau hafi séð :oP Og mamma kom á general (því hún kemst ekki á neina sýningu) og henni fannst þetta mjög flott sýning og vel unnin...og hún segir það ekki bara þvía ð hún er mamma mín...henni fannst t.d. Bingó ekkert spes og sagði mér það alveg...hún er ekkert það góð í að ljúga heldur ;o) Og eru nú margir sem telja að það sé hægt að taka mark á henni í sambandi við sýningar ;o)
En ég veit að þetta er flott sýning og einsöngvararnir eru drullugóðir og kórinn þrælmagnaður!
E nnúna ætla ég að hætta að dásama þessa sýningu sem ég er í og opna miðasöluna ;o) Endilega hringið núna á milli 14 og 15:30 ;o)
Og svo minni ég á 39 og 1/2 viku hjá Hugleik - www.hugleikur.is ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2008 | 17:16
Annað plögg
Nóg að gera eins og vanalega!
Vildi bara benda ykkur á að Cosi fan tutte er komin í sölu...bara skella sér á opera.is og panta miða. Miðinn kostar bara 1000 kr. sem er hlægilegt verð fyrir óperusýningu! Þetta er stórskemmtileg sýning og var ég að heyra útundan mér að þeir sem hefðu fengið að sjá eitthvað af henni segðu að þetta væri ekki líkt neinu öðru!! Ágústa Skúla er að leikstýra og hefur því dregið fram kómíkina og horrorinn sem felst í þessu verki. Það verða aðeins 4 sýningar og því er um að gera að panta núna. Svo sést glitta í yours truly einhversstaðar í kórnum ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2008 | 20:07
Plöggidí
Var að lesa blogg frænku minnar hennar Rikku og þar benti hún á frábæra setningu:
Good love has music in it
Held það sé nokkuð mikill sannleikur í því!
Svo er komið að frumsýningu á 39 og 1/2 viku hjá Hugleik. Þar var ég að sjá um búninga og vildi óska að ég hefði ekki þurft að gera það á svona miklum framhjáhlaupum :o/ Hef eiginlega ekki haft nokkurn tíma. Er samt þokkalega sátt við útkomuna. En allir að drífa sig á þessa skemmtilegu sýningu! Held það sé meira að segja frítt fyrir þungaðar konur og maka þeirra!Fengum búninga í gær í Óperustúdíóinu auk þess sem það var loksins komin leikmynd. Lofar mjög góðu. Vorum reyndar soldið crappy í gær en ég held það sé bara út af öllu páskasúkkulaðinu sem ætti nú að vera komið út úr systeminu á morgun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2008 | 13:56
Gleðilega páska!
Já, og ekkert meira um það að segja :o)
Verið góð við ykkur sjálf og alla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 13:58
Surprise!
Og lífið heldur áfram að koma manni skemmtilega á óvart!
Fór eitthvað á djammið á miðvikudagskveldið en komst reyndar aldrei í þrítugsafmælið hennar Bjargar :o/ Fór bara á Næsta og festist einhvernvegin þar! Svo var þrefalt eftirpartý hjá Rósu, fyrst óperulið, næst vinir hennar og Ríkeyjar og svo eitthvað Kaffibarslið...og allan tíman sungið og spilað á hljóðfæri! Stórskemmtilegt alveg!
Vaknaði undarlega seint daginn eftir og fór og hitti fjölskylduna mína aðeins og það var voða ljúft, sérstaklega þar sem Þói var orðinn frískur og var því mikið að prakkarast í manni :o)
Og svo var það bara vídjókveld með Fanney systur :o)
Í kvöld er svo afmæli hjá Höllu...ætla að reyna að ná að mæta þangað ;o)
Fröken Lúða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 12:32
Íslendingar í útlöndum
Jæja...núna er ég búin að sitja í Hlöðunni í 2 tíma að gera nákvæmlega ekki neitt á netinu! Ekkert smá næs eftir keyrslu seinustu vikna!
Það sem er helst í fréttum er að Fanney systir brá sér til Skotlands í inntökupróf í leiklistina í Skoska Royal og þar fór hún í fyrsta þrepið...og þaðan í annað þrepið...og komst líka í þriðja þrepið!!! Nú er bara að bíða og sjá hvort hún tilheyri helmingnum sem fær endanlega inngöngu! Er ekkert smá ánægð með hana og mér er sama þó hún drepi mig fyrir að hafa sagt öllum hinum íslenskumælandi heimi frá þessu hér, maður bara getur ekki þagað yfir góðum fréttum ;o)
Svo er mamma í Kína...var á leiðinni til Tíbet en nei þá er bara styrjöld í gangi og hún verður að hringja hingað heim til að fá fréttir því kínverjarnir rjúfa útsendingar frá erlendum fréttastöðvum þegar minnst er á Tíbet.
Sjálf er ég bara stödd í Reykjavík og ætti að fara að læra kórtexta og klára þessa búninga af og jafnvel reyna að ákveða hvað ég ætla að gera næsta vetur :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 12:20
Didn't make it
Þetta fór eins og ég bjóst við
Þá er bara að snúa sér að plani b...eða c......eða kannski lítur plan d betur út....eða e...f...g...h...i...
Lífið er allavega langt frá því að vera búið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2008 | 16:51
Dugnaður
Þessi helgi er búin að vera vinnuhelgin mikla. Er búin að vera bæði í Óperunni og á Næsta þannig þetta eru svona 16 tíma vinnudagar nema í dag þá eru það bara 4 tímar. Hef því lítið annað gert en að vinna.
Er reyndar búin að ná að fara í fermingu til hennar Viktoríu og sjá La Traviata og er síðan á leiðinni á Ivanov í kveld.
Og svo var líka ein Cosi fan tutte-æfing á laugardagsmorguninn.
Mjög gott að ná að beina huganum eitthvað annað þangað til á morgun!
Og svo er næsta dugnaðarsyrpa tileinkuð búningum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 13:30
Hvíld!
Þar sem að ég geng ekki lengur fyrir spennunni sem var fyrir inntökuprófið þá er líkaminn að uppgötva hvað það er búið að vera að fara illa með hann seinasta mánuðinn eða svo...
...og hann vill fá hvíld! Sama hvað það kostar!
Ég læt það samt ekki eftir honum...hann er bara sjálfsvorkennandi vælukjói!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)