Færsluflokkur: Bloggar
12.3.2008 | 16:14
Góður dagur
Ágústu fannst grímuatriðið mitt æði :o)
Fengum að vita að Bingó hefði verið valið til að fara á leiklistarhátíð NEATA í Lettlandi í ágúst :o)
Og svo ein góð frétt í viðbót :o)
Fábært að fá svona góðan dag daginn fyrir spennudaginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2008 | 17:01
...!
Þá er maginn komin langleiðina upp í háls og hjartað niðr'í brækur!
Koma að norðan í hádeginu, kveikti á símanum og settist inn í bíl. Þá hringdi annar "tutorinn" minn og spurði hvort ég vildi ekki bara koma núna og hitta hann! (í fyrsta sinn b.t.w.)!! Ég sagði jú og tók á honum stóra mínum.
Það var mjög gott að vinna með honum og var akkúrat það sem mig vantaði. Er búin að skoða þessa mónólóga til og frá og nú þarf að festa þá niður (og kannski þó fyrr hefði verið).
2 dagar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 14:31
Ekki núna
Er í afneitun við að ég sé með hálsbólgu...Strepsils og sólhattur eru bestu vinir mínir í augnablikinu!
Fimmtudagurinn er stóri dagurinn!
Anda inn, anda út
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 18:16
Veik?
Nú held ég að ég sé að missa vitið!
Er farin að blogga á tveim stöðum...
...jafnvel þó ég eigi enga tölvu í augnablikinu!
Kannski að það veki upp bloggsjúklinginn í mér ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 23:26
2 down 1 to go
Er búin að velja mér Shakespeare mónólóg
Er líka búin að finna mér "leiðbeinendur"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 19:41
Valkvíði
Er með valkvíða á háu stigi...
...á ég að nota þetta blogg eða blogspot?
...hvaða sjeikspír mónólóg á ég að notast við?
...hverja á ég að biðja um að kíkja á mónólógana mína?
Kannki að ég haldi mig í vanann hjá mér og skipti um blogg...það er eiginlega komin hefð fyrir því hjá mér sem er samt ógurlega leiðinleg ;o)
Sjáum til
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 12:22
Loksins komin inn aftur!
Loksinsloksinsloksins komst ég inn á þetta blogg aftur!
Eftir seinustu bloggfærslu fyrir tæpu ári síðan komst einhver inn á mitt notendanafn og breytti passwordinu!
Í dag fékk ég svo loks sent hvaða password hefði verið sett í staðinn!
En ég er samt búin að vera að blogga allan tímann á www.jennzlan.blogspot.com veit það voru allavega einhverjir sem héldu að ég hefði bara hætt að blogga ;o)
Veit ekki hvort ég mun byrja aftur að blogga hér eða halda mig bara við bloggspottið mitt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2007 | 23:44
Bara að hafa það á hreinu...
Ég er að fara til London...ég gleymi oft að segja frá því þegar ég fer úr landi og heldur fólk oft að ég sé horfin af yfirborði jarðar!
Allavega ekki í þetta sinn...en hver veit hvað gæti gerst?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2007 | 23:26
Mér líður skringilega...!
En samt á góðan hátt ;o)
Sýningum á Algjörum draumi er lokið og aumingja þeir sem ekki sáu ;o) Lokapartýið var skrítið og skemmtilegt :o)
Og síðan þá er maður eiginlega bara búin að liggja í leti ;o)
Skrapp samt á tónleikana hjá Agli í Aratungu á laugardeginum og var það fínt eftirmiðdegi, skemmti með hinum Grisettunum í sextugsafmæli og það var spes, og kíkti á Rosenberg sem er alltaf kósí :o) Gerðist nú ekki margt meira um helgina hjá mér :o)
Og lítið annað búið að vera um að ske nema Draumurinn og skólinn, en ég skellti mér í tíma til Steingruber og Janet meira að segja á sama deginum! Það var mjög lærdómsríkt og fann maður margt nýtt í röddinni sinni og aðferðum :o) Annar tími hjá Grubernum á morgun og svo ætlar hann að mæta í söngtíma á þriðjudaginn :o)
Og svo styttist í tónleika og ég er alvarlega að kúka á mig af stressi yfir tímaleysi!! Hef ekkert sinnt mínum lögum í þessu óperudeildarbrjálaði og er því ekki með neitt sem mér finnst nógu vel undirbúið, en ég er náttúrulega með maníska fullkomnunaráráttu þannig kannski verð ég aldrei ánægð...nú og svo er ég með tvo dúetta með Björgu og svo tríó með Aroni og Hildigunni og shit hvað ég er líka stressuð yfir því!!! Þess vegna ætla ég fátt annað að syngja núna það sem eftir er af þessum mánuði og reyna að vera dugleg að æfa mig...
...Jafnvel þó að freisting til að letibikkjast bara verði á ca. öðru hverju strái ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2007 | 00:43
Allir að mæta!!
Já, nú eiga allir að mæta!!!! Frumsýning er á laugardaginn, 3. febrúar, og er uppselt á hana! Önnur sýning, sem er sunndaginn 4. febrúar, er líka að verða þéttsetin og er búið að bæta við sýningu mánudaginn 5. febrúar og er hún byrjuð að seljast vel! Því er um að gera að kaupa miða einn tveir og núna! Hægt er að kaupa miða á midi.is eða í Söngskólanum í Reykjavík að Snorrabraut!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)