Færsluflokkur: Bloggar
27.1.2007 | 21:27
Ding dong!
Ég kom heim af æfingu klukkan 17:00 í dag og gerði mig ready til að fara út að hlaupa sem ég og gerði. Svo kom ég heim, teygði á, fór í sturtu og borðaði mat...Við og við var ég líka að reyna að finna eitthvað til að gera í kveld...talaði við haug af fólki en allir voða bissí eða latir...ég ákvað því bara að hafa það næs heima og horfa á sjónvarpið svona einu sinni...einhverra hluta vegna fannst mér vera föstudagur og hélt því að það væru bara einhverjar disney-fjölsyldumyndir í gangi þar sem er allt gott og blessað, ég var bara ekki í þannig skapi...svo ég stillti bara á skjá einn þar sem var mikið af heilalausu efni í gangi sem er ágætt þegar maður hefur ekkert betra að gera...svo uppgötvaði ég að ég þyrfti að kaupa nýjan linsuvökva svo ég bjó mig til ferðar en í staðinn fyrir að fara út um dyrnar settist ég fyrir framan tölvuna (!?!?!?!) og fór á bloggrúnt...og þar rakst ég á komment um júróvisjón...og þá fattaði ég að það væri júróvisjón-undankeppni í gangi og að mér hefði verið boðið í júróvisjón-hópgláp...! But to late! Þannig ég var bara lónlí og blú án þess að þurfa það!
Held það sé ekki í lagi með mig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2007 | 19:01
Ekkert smá dugleg!
Já núna finnst mér ég ógisslega dugleg! Fór út að hlaupa í annað sinn á þrem dögum!!!! Og við erum að tala um það að ég hef ekki hreyft mig í svona ca. 2 og hálft ár....allavega ekkert sem heitir ;o) og stefnan er að halda þessu áfram því þetta er ekkert smá gott og maður fær svo mikla útrás, og ég þarf að fá mikla útrás þessa dagana!
Allt að fara yfir um í óperudeildinni enda bara vika í frumsýningu og undirleikarinn frá Bretlandi kom í dag og er nú líka byrjaður að pikka í okkur...ég gargaði næstum því á æfingu í dag! Einn "stjórinn" segir þetta og annar hitt...ég vil hafa það þannig að það sé bara einn sem stjórnar og hann ræður og ef hinir "stjórarnir" hafa eitthvað að setja út að það fara þeir til aðalstjórans og tjá sig við hann í stað þess að rugla hópinn í ríminu...nær þessu einhver???? Og ég bara þoli ekki þegar það er verið að breyta hlutunum tíu mínútur í sýningu! Allavega ekki þegar er verið að reyna að breyta einhverju sem verður ekki breytt úr þessu....og bara allskonar svona vitleysa! Ég vil hafa skipulag, aga og virðingu!!!
Bingó gengur hinsvegar vel og er skemmtileg, þó vissulega sé þreyta farin að gera vart við sig. Það er drulluerfitt það sem við erum að gera en ótrúlega skemmtilegt! Elska hluti sem eru erfiðir en skemmtilegir :o) Við erum komin svona nokkurn vegin í gegnum slatta af senum og ætlum að prufa að renna þeim á laugardaginn...holymoly... :o)
En í kveld er það leiksýningin hjá MH :o) Hópferð þangað með söngskólaliði :o) Hlakka til að sjá þessa sýningu, hef samt ekkert heyrt um hana...
Svo er stefnan tekin á að reyna að ná Bakkynjum og Ófagra veröld, svona þegar hægist um ;o)
En núna ætla ég að spæna matnum í mig, sturta mig og gera mig sæta og fína ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2007 | 22:30
Eitt í viðbót!
Bloggedíbloggedíblogg!
Hugleikur á fullu þessa dagana að æfa 2 leikrit :o) Svo er náttúrulega þorradagskráin í þjóðleikhúskjallaranum :o) Og svo vorum við að fá einhverskonar styrk í 3 ár frá Reykjavíkurborg....held ég....kynnið ykkur það betur á www.hugleikur.is já og þar getið þið líka fylgst með æfingaferlinu bæði á Bingói og Epli og eikum :o)
Fórum í dag að finna okkur búninga fyrir óperudeildardæmið sem enn hefur ekki hlotið neinn titil! Það tók mig alveg tæpa 2 tíma að finna búninga bæði á mig og stelpu sem komst ekki í búningamátun. Ekkert smá mikið af klæðnaði þarna! Og fyrsta búningageymslan sem lyktar ekki eins og gömul svitalykt, meik, hreinsikrem, gamalt vatn...tja bara eins og búningageymsla! Mjög snyrtilegt :o) En maður sumsér fann þessa 3 búninga sem maður á að vera í og allir smullu þeir á mann ;o)
Svo var ein æfing hjá kórnum...þ.e.a.s. okkur 5 stelpunum sem erum í engu og öllu ;o)
Í ljóða- og aríudeild í dag var Jónas Ingimundarson að spila undir og kenna okkur í leiðinni...það var mjög áhugavert og sýndi manni hvað það þarf oft lítið til að lag sé annaðhvort frábært eða lélegt.
Svo var ég þess heiðurs aðnjótandi að Anton Steingrüber hékk yfir okkur Signýju í söngtímanum mínum sem frestaðist til 17:30 út af óperudeildinni...hann var nú reyndar aðallega að líma handritið saman en skaut samt inn athugasemdum og svona...þakka samt guði fyrir að hafa ekki verið bara í tíma með honum, hefði ekki meikað það að láta rakka mig niður í dag á tungumáli sem ég skil bara til hálfs! ;oþ Annars gekk mér bara vel að syngja mitt í tríóinu sem ég, Hildigunnur og Aron Axel munum taka á tónleikunum (vonandi) sem verða í lok febrúar :o)
Tók svo loksins alminnilega til í eldhúsinu áðan! Tók það algerlega í gegn! En það hafði verið vanrækt eins og baðherbergið örugglega í svona marga marga fullt í helling tíma! En núna er það hreint og fínt :o) Og mér líður svo vel! Þó ég lykti eins og skúringafata! Enda er málið að fara bara að skella sér í sturtu, svo fá sér te og hunangsvöfflukex og sofna yfir sjónvarpinu :o) Eða lesa...er ekki búin að ákvað hvort ;o)
Tchüss! (eða hvernig sem maður skrifar það)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 21:13
Og annað!
Ætti að vera að taka til en í staðinn blogga ég...!
Íbúðin í klessu af því ég hef ekki verið hérna nema rétt yfir blánóttina seinustu 2 vikur...Allt í góðu með það en grey kisa er orðin frekar einmana! Ég hef eiginlega áhyggjur af henni því að hún er alltaf ein! Og svo þarf ég alltaf að loka inn í öll herbergi þegar ég er ekki hérna eða er sofandi því hún er svo mikil argintæta! þannig hún hefur svona 8 fermetra til að vera á allan daginn og alla nóttina! Og af því að húner svo einmana þá er hún alltaf að vekja mig á næturnar...mjálmar og mjálmar og klórar í hurðina....og er meira að segja núna búin að læra að opna hana! Grey skinnið :o( Er með huge ass moral yfir þessu!!! Vill einhver kisu sem er ekki sú hlýðnasta í heimi, mjálmar mikið, tekur æðisköst og er rosalega einmana? Sandkassi, matarbakki og klóra fylgir!
Held ég verði að gefa hana, það á enginn að þurfa að vera svona mikið einn :o/
Og guð minn góður hvað ég er orðin þreytt!! Frekar mikið að gera og svo er bara allskonar annarskonar álag á manni! Verð samt bara að reyna að útiloka það og einbeita mér...en það er ekki auðvelt!
Bara sama gamla að frétta...Bingó, sem gengur þokkalega, er samt að verða pínu stressuð yfir tímanum sem við höfum...finnst ekki mikið af tíma eftir en mikið af öllu öðrum sem er ólokið!
Svo er það óperudeildin þar sem Sibylle komst að því að fólk getur dansað og nú dansar maður allan daginn! Held ég dansi meira í þessari uppsetningu en ég syng! En það er samt ógeðslega gaman! Var farinað sakna þess svakalega að dansa!
Svo var Fanney systir í bænum yfir helgina og kíktum við í 30 ára afmæli hjá Arnrúnu systur okkar í gærkveldi...það var mj0g gaman :o) Maður hittir hana alltof sjaldan þó hún búi nú bara í Hafnarfirði!
Og þá er það komið held ég...enda kemst ekkert meira inn í sólarhringinn hjá mér, svona ef ég á að sofa eitthvað ;o)
En núna verð ég að taka til og henda ruslinu :oþ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.1.2007 | 16:56
Ha? Nýtt blogg?
Sorry það er bara fáránlega mikið að gera hjá mér!!! Er komin inn í óperudeildina í skólanum þannig þar eru bara non-stop æfingar á morgnana og daginn, svo er skóli og svo Bingó og svo er ég líka að reyna að vinna og nemendafélagsstjórnast eitthvað og þetta er bara fáránlegt því svo þarf ég í "frítíma" mínum að læra öll lögin fyrir óperudeildina og líka fyrir Bingó! Crazymazy! :o) En það er ógeðslega gaman hjá mér :oD Hamingja!
Svo er Fanney systir að koma suður um helgina og ég held að við munum ná svona hálfu kveldi saman :o)
Er að fara að dæma á eftir í söngkeppni félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði...bara gaman...held ég :o)
Og það er nú bara ekkert mikið annað að frétta hjá mér...
Er orðin húkkt á myspace vegna þess að þar eru byrjaðar að poppa upp allskonar uppboðssíður eins og
www.myspace.com/zeta_clothes
www.myspace.com/vintage_iceland_clothes
jájájá mikið gaman mikið fjör!
Allir að fá sér myspace og kaupa flott föt á mögulega góðu verði ,o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 01:10
Blogga!
Já, núna ætla ég að blogga...hef ekki nennt því eða neinu öðru á nýju ári....hef samt mætt í vinnu og á leikæfingar en það er eiginlega allt og sumt....er búin að sofa MIKIÐ!
En núna mun rútínan byrja aftur :o) Mikið er það nú gott, eins pirraður og maður verður á henni! En of mikið frí sem maður gerir ekki neitt við er bara ekki hollt!
Fór á tónleika hjá Diktu á Grand rokk í gær og það voru fínir tónleikar...Hef ekki mikið hlustað á þá en finnst þeir bara nokkuð góðir...maður kannski fer að tékka betur á þeim....
...og fleirum...er alveg rosalega ódugleg við að sanka að mér tónlist, eins og mér finnst nú gaman að hlusta á og pæla í tónlist...held að ég seti hold á að eyða meiru í föt þegar ég er búin að kaupa mér einar buxur sem ég er að bíða eftir að fáist aftur og fari í staðin að eyða í tónlist :o) Fuhullt af diskum sem mig langar í!
Æfingar á Bingói ganga vel og er alveg ótrúlega gaman á æfingum :o) Við meira að segja náðum að koma boltanum í körfuna í fyrstu tilraun á laugardagsæfingunni ;o) Jei!! Ég er samt ekki búin að læra neitt meira af textanum síðan í jólafríinu, en þá var ég búin að læra hann aðeins fram yfir hlé :o)
Fór á afmæli Leikfélags Kópavogs á föstudaginn eftir mat hjá mömmu...það er barasta orðið 50 ára gamalt! Þar var boðið upp á skemmtileg atriði og mikið mikið af sykri!!! Og svo var partý eftir á þar sem boðið var upp á nokkrar vígstöðvar og gat maður valið eftir því hvaða skapi maður var í...trúnó, dans, spjall um allt og ekkert og gítarstemming...held að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi...
Svo bara skóliskóli á morgun og próf á fimmtudaginn...holy moly!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2007 | 21:42
Árið 2006
Já núna ætla ég að reyna að muna hvað gerðist merkilegt á árinu...mörgum gæti þótt það ansi djarft af mér þar sem ég man sjaldan hvað ég gerði í gær en ég var sniðug á þessu ári og var með dagbók sem ég notaði til að skipuleggja mig og þar ætti því að koma fram það merkilegasta...svo plús eitthvað sem ég man sjálf kannski ;o)
(oki þetta varð soldið langt! :o/ pffff)
Janúar:
Byrjaði vel...við Hjalti vorum þá rétt svo búin að vera saman í tæpa 2 mánuði...snæddum á gamlárskveld hjá pabba hans með mömmu hans og systur og kítkum svo í Hraun partý og svo til Dillu og Ármanns...þannig hófst árið 2006.
Vantar reyndar fyrstu 11 dagana í janúar í þess dagbók en mig minnir að það hafi verið aukasýning á Jólævintýrinu þann 6. janúar eða á þrettándanunm..sérstök boðsýning þar sem meirihluti miðanna var gefinn til mæðrastyrksnefndar sem sá um að útdeila þeim. Hóf þriðju önn mína í Háskóla Íslands. Tók tónlistarsögupróf þar sem ég fékk framúrskarandi einkunn...get lofað því að hún hafi verið yfir 9 :o) Sá uppsetningu Óperudeildar skólans á Töfraflautunni sem var mj0g skemmtileg
Febrúar:
Ætlaði að vera klikkað dugleg í báðum skólum..var það ekki...byrjaði að vinna á Fréttablaðinu og ákvað að hætta í 1 fagi í HÍ....Fór á leiklistarnámskeið sem við í NFSR stóðum fyrir og Árni nokkur kenndi...lærði marga skemmtilega leiki þar :o) Lék í Bið á þorra með Hjalta og Einsa undir stjórn Sigga P. Á þessu mánaðarlega í Kjallaranum...
Mars;
Árshátíð NFSR haldin með prompi og prakt úti á Nesi þar sem Hraun spilaði fyrir dansi og vakti mikla lukku...var reyndar þá með ógeðis-háltvöföldunar-öðrumegin-veikina og var því ekki alveg upp á mitt besta...drakk líka ekkert þar sem ég var á lyfjum við þessu ógeði en hin í stjórninni sáu þá bara um minn skammt og urðu stórskemmtileg fyrir vikið ;o) Fór á Pétur gaut (vá er virkilega svona langt síðan) og ætlaði á Túpílakana á Rosenberg en þeir voru búnir þegar ég kom...Virðist hafa byrjað í söngsveitinni Hjáróm þarna en lofa engu...Sá líka fjölskyldusirkusinn og 8 konur...Lék í Friðardúfunni á Þessu mánaðarlega í Kjallaranum, leikstjóri var Árni Friðriks
Apríl:
Lék í Lán í Óláni á þessu mánaðarlega ásamt fríðu föruneyti: ástu, ????, rúnari, nínu, ármanni, og einsa og leikstjórar voru rúnar og siggi p.??....Byrjaði í Galdraskyttunni og mætti á haug af hreyfingaræfingum....Sá Mærþöll, óperu eftir dr. Tótu í leikstjórn Hrefnu sem var einstaklega skemmtileg....Ákvað að fara ekki í miðstigspróf heldur bara í umsögn...Próf í tónlistarsögu þar sem ég fékk svo einkunnina 96 sem var hæsta einkunn :o) Flutti inn á Kvishagann með Hjalta í litla kjallaraíbúð...og Hjalti gaf mér sófa við tilefnið....
Maí:
Sá ALF hjá kópavogi og hló úr mér lungun...Fór í umsögn í söngnum sem kom mjög vel út :o) Próf ó bókmenntafræði sem ég rúllaði upp.. fór á margt smátt ...Fór á hátíðarkvöldverð á ársþingi BÍL og fylgdi eitt af skemmtilegustu djömmum ársins í kjölfarið...við Hjalti giftum okkur á Arnarhóli þessa nótt en séra Sigurður Pálsson gaf okkur saman og Steini var falleg brúðarmey sem sá einnig um tónlistarflutning undir athöfninni en þar flutti hann frumlegan einsöng með tilheyrandi búkhljóðum...og Fannar var svaramaðurinn...um leið og athöfninni lauk fannst okkur hjónakornum ekki seinna vænna að fara að láta eins og hjón og fórum að rífast (í gamni) og endaði það á því að ég stakk af með svaramanninum en Hjalti stakk af með prestinum...seinna fengum við svaramaðurinn bakþanka og löggðum af stað í leit að hinum og fundum þá á Ölstofunni þar sem presturinn tjáði Hjalta að hann gæti gert miklu betur...þannig ég skellti einum alveg ónotuðum á smettið á séranum (bað samt um leyfi fyrst!)....Sá Systur eftir dr. Tótu í leikstjórn Togga og fóru leikkonurnar algerlega á kostum! Grillpartý NFSR haldið og yfirgaf ég það til að syngja á þessu mánaðarlega en var þetta tónlistarskemmtun í það sinnið og hoppaði ég inn í Tommalag í seinni dagskránni og tókst alveg þokkalega held ég barasta....Fór á aðalfund Hugleiks....Hjalti fór til Rússlands en ekki ég....ég djammaði þá bara með NFSR stjórninni og horfði á Sylvíu Nótt í júróvisjón...Fór í 5. stigs próf í tónfræði og stóð mig nokkuð vel, fékk 87 stig sem er bara nokkuð gott....Fór í útskriftir hjá Helga Rafni og Höllu...byrjaði að vinna hjá BM ráðgjöf og hætti á Fréttablaðinu...í lok maí lenti ég svo á djammi sem er einnig eitt af skemmtilegustu djömmum ársins en ég fór niður í bæ með bara völu held ég og ætluðum við að hitta fleira söngskólafólk þar...en svo hitti vala vinkonur sínar og fór að tala mikið við þær og það var ekki pláss fyrir mig við borðið þannig ég rölti yfir á Kúltúra þar sem eitthvað söngskólalið var en það var eitthvað dottið úr gírnum...en ég hitti þar hann Jón Gunnar sem var að leikstýra Galdraskyttunni og fórum við að tala saman...þetta var um tvöleytið...og við spjölluðum látlaust saman og drukkum og drukkum og drukkum og dönsuðum smá en alltaf leystist allt bara upp í blaður...og við röltum heim á leið...en hann bjó rétt hjá mér....og spjölluðum og spjölluðum og spjölluðum og höfum haldið bandi síðan :o) Mjög skemmtilegt kvöld þó það hljómi kannski ekki spennandi ;o)
Júní:
Ég og Vala héldum upp á afmæið okkar á Celtic Cross og gleymdi ég þangað til daginn áður að bjóða fólki, en það virðist vera einhvers konar regla hjá mér að bjóða á síðustu stundu...sem betur fer hafði Vala boðið söngskólapakkinu :o) En nokkrir góðir úr mínum kunningjahóp náðu að mæta en annars ver þetta aðallega fólk sem Vala þekkti :o) Ekkert að því!....Galdraskyttan frumsýnd sem var ógurlega gaman! Það að vera með í kórnum þar hjálpaði mér rosalega við að ná hæðinni betur og var mikill munir á röddinni á mér eftir á :o) En já skemmtilegt frumsýningarpartý í Þjóðleikhúskjallaranum og djamm í bænum eftir á sem endaði samt miður leiðinlega og hafði varanlega áhrif...og Jón Gunnar og Mekkín voru mér afskaplega góð það kveld....Fór í sumarbústað yfir nótt með Beggu, Bibba, Lofti, Kristrúnu og Hjalta þar sem við AnnaBegga eyddum löngum tíma í pottinum...á trúnó eins og vanalega! Hvað er málið með það? En já svo skólinn í Svarfaðardal þar sem ég kynntist yndislegu fólki og átti frábærar stundir! Einn af hápunktum ársins! Ætla pott þétt aftur næsta sumar! Lærði svo mikið bæði á námskeiði sem og utan þess :o) Gamangaman!! Daginn eftir að ég kom úr skólanum barst SOS kall frá Fanney systur þannig ég brunaði norður og hélt utan um hana í nokkra daga...Sá því miður sýninguna Footlose...fór í skemmtilegt partý til Höllu þar sem helmingurinn ákvað að fara niður í bæ en sú eina sem komst niður í bæ og entist þar var ykkar einlæg...en maður lét ekki deigan síga heldur fann ég Bóbó og við drukkum og dönsðum eins og vitleysingar og fljótlega bættist Steinn í hópinn og við hlógum að því að þeir hefðu kynnst í gegnum mig og eru báðir fyrrverandi kærastar, en ég byrjaði með Bóbó rétt eftir að ég hætti með Steini og urðu þeir voða góðir vinir það sumar :o) Og það var ekkert smá gaman hjá okkur þrem þetta kveld, þriðja djammið skem kemst í toppdjömm ársins :o)
Júlí:
Sá Penetreitor sem er bara ein af leikhúsupplifunum ársins! Shit hvað þetta var góð og vel unnin sýning og ógeðslega voru strákarnir þrír góðir! Er enn í dag stundum að detta inn í pælingar um þessa sýningu....Ég og Hjalti hættum saman....í sólarhring...það var erfitt....alltof erfitt...byrjuðum aftur saman og tókum nokkur skref aftur á bak...fannst okkur a.m.k.....Fór í pottapartý til Helga en var ekkert að drekka því ég ætlaði að bruna á Hellissand um nóttina þar sem leikfélagið Sýnir var í æfingaferð...En í partýinu rakst ég á Adda, bróður Helga, sem ég hafði heyrt að væri lagður af stað á Hellissand, en nei....þannig ég fékk far hjá honum með Unu :o) Þetta var mjög skemmtileg helgi þar sem ég tók þátt í fyrsta sinn í einhverskonar götuleikhúsi :o) Saumaði til nokkra skyrtukraga og djammaði vel því seinasta kveldið var grill og með því og var þetta fólk í stuði eins og þeirra er von og vísa :o) Ákáðum nokkur að skella okkur á ball í félagsheimilinu og dönsuðum af okkur rassinn...það var 16 ára ball og ég hafði gleymt að hfa skilríkin með mér og nennti ekki að labba til baka að ná í þau og bjóst ekki við að vera spurð...en neinei ég var spurð...og ég varð svo hneyksluð að mér var hleypt inn :o) Leið eins og ég væri í útlöndum eftir ballið...veit ekki afhverju...en áfram var djammað...en þetta er líka í toppdjömmum ársins...Var síðan einhverra hluta vegna sett í Blokkflautukvartettinn sem sá um tónlistarflutning í sýnigunni Mávinum sem Sýnir setti upp...Og Mávurinn var frumsýndur...og skóla-reunion var haldið á Selfossi eftir frumsýningu...grilluðum í einhverjum helli rétt hjá Selfossi og þar sem við AnnaBegga vorum á sama staðnum að drekka þá enduðum við í löngu trúnó-sessjóni og var víst verið að reyna að þagga niður í okkur á meðan á skemmtiatriðum stóð en við tókum ekkert eftir því....haldnir voru mini-bandaleikar þar sem liðið sem ég var í vann :o) Jei! Svo var haldið niður í leikfélag þeirra selfyssinga um nóttina og man ég ekki mikið eftir því :o/ Og þar gerðist eitt sem gerist afskaplega sjaldan....ég varð virkilega veik af alkóhólinntöku :o( En Hjalti var mín stoð og stytta...greyið!
Ágúst:
Fór norður yfir versló enda var unglingalandsmót haldið á Laugum og maður bara varð að sjá þetta litla pleis fyllast af fólki...það var rólegt og næs og var kíkt á Sigur Rósar tónleikana í Ásbyrgi sem var alveg hreint magnað! Held ég hafi líka kíkt aðeins inn á Akureyri en er ekki viss....jújú kíktum á Rósu syngja með Helga og hljóðfæraleikurunum og skemmtum okkur stórvel...fórum svo í partý hjá Rósu og ætluðum nú alltaf niður í bæ en í staðinn spjölluðum við og spjölluðum langt fram undir morgunn :o)...við Hjalti sáum um hæfileikakeppni á Unglingalandsmótinu og þóttum standa okkur mjög vel, en þessi liðiur hefur lengi vel verið algert tabú! En ekki hjá okkur onei ;o) Sýnir fór norður á Fiskidaginn mikla á Dalvík og skemmti þar gestum og gangandi með smá götuleikhúsi sem endaði á stompi og regndansi þar sem rigningin var kölluð fram....en til að skemma ekki daginn fyrir hinum létum við bara rigna yfir okkur :o) Og svo var sýning á Mávinum :o) Um kveldið var svo mikið djammað og einstaklega mikið sungið!! Stórskemmtilegt alveg hreint og nokkur trúnó það kveld :o) Hætti í BM og byrjaði að vinna í Þrekhúsinu...Fór á útgáfutónleika Telepathetics....Lék mér með Almúganum í París yfir daginn á Menningarnótt og var shanghæjuð í kór sem söng í Dómkirkjunni um kveldið...Fór í bústað með söngskólapakkinu sem var ótrúlega skemmtilegt en endaði fyrr en til var ætlast vegna ómögulegheita...sry...Fór á masterclass hjá Elisabeth Meyer-Topsöe...Söngskólinn var settur...
September:
Fór á Trúðanámskeið hjá Ágústu Skúla einn laugardaginn sem var óendanlega skemmtilegt :o) Enn eitt atriðið sem stendur upp úr á árinu :o) Væri alveg til í annan svoleiðis dag :o) Kennsla hóft í söngskólanum, loksinsloksins!! Fór til London með Hjalta og vinnunni hans og var það alveg þokkaleg ferð...fór bæði á Porto Bello og Cambden....fíla Porto Bello betur...Borðuðum á Hakasan eða eitthvað álíka sem er mjög fínn staður í London víst...á að vvera kínverskur en er bara eiginelga ekkrt kínverskur!...en góður samt....Byrjaði í Óperukórnum í Reykjavík, í 1. sópran sem kom alveg pínu á óvart...byrjuðum að æfa 9. sinfóníu Beethovens og svo nokkur vel valin lög...gat ekki staðist freistinguna að bjóða mig fram sem formann Nemendafélags Söngskólans í Reykjavík og var kosin einróma :o) Flutti á Garðastrætið og fékk mér kött :o)
Október:
Fyrstu tónleikarnir með Óperukórnum í Langholtskirkju...Héldum svo til Skt. Pétursborgar í Russia! Þar sungum við 9. sinfóníuna og héldum líka tónleika með sama prógrammi og í Langholtskirkju í kirkju sem hafði verið sundlaug...Rússar tóku okkur vel :o) Þessi ferð er ainn af hápunktum ársins :o) Fór á þetta mánaðarlega í kjallaranum og það var gaman, en ekki hvað ;o) Hætti í Þrekhúsinu og byrjaði aftur hjá BM... Fór á sögumannanámskeið hjá Benna Erlings og Charlotte sem var á vegum Hugleiks...mjög skemmtilegt námskeið og vorum að vinna með sögur af nálægum forfeðrum okkar sem var mjög áhugavert :o) Fór í afmæli til Steina....hætti með Hjalta....Það var því miður kominn tími á það... byrjaði með Fannari sem var alveg æðislegt :o) Fór á forsýningu á Amadeus...Stjórn NFSR tók nemendaherbergið í skólanum alveg í gegn og gerði það mjög töff og í raun nytsamlegra...Samlestur hjá Hugleik á mögulegum vorverkefnum...Fór á frumsýninguna á Stórfengleg...Kokteilkveld hjá NFSR....Sá Brottnámið úr kvennabúrinu og skemmti mér stórvel...Skipti um blogg....
Nóvember:
Sá Danny and the Deep blue sea...það var alveg fín sýning... Helgi hóaði nokkrum krökkum úr SR til að æfa eitt lag í útsetningu fyrir kór sem flutt var á jólatónleikum tónsmíðadeildar LHÍ...Fór á tónleika hjá Framhaldsdeildinni...Sögumannadagskráin flutt í Þjóðleikkhúskjallaranum við góðar undirtektir og fengum við frábæra gagnrýni hjá Silju Aðalsteins í tímariri Máls og menningar....Tók þátt í Aðgerðardegi Hugleiks þar sem að Eyjaslóðin var tekin í gegn!! Fór svo í útgáfupartý til Helga þar sem ég var ein af þeim sem var lengst :o) Sá Umbreytingu ljóð á hreyfingu sem er alveg ein af bestu leikupplifunum á árinu! Fór á Sykurmolatónleika...Kíkti norður... Fór á útgáfutónleika hjá Helga Rafni...Lét fólki bregða á forsýningu á The Grudge 2....Fór á útgáfutónleika hjá Ampop...Fór á Show-business dagskrána hjá Óperudeildinni sem heppnaðist einstaklega vel hjá þeim, flott show :o) Hætti með Fannari...Fór í Miðstigspróf...
Desember:
Fékk út úr miðstigsprófi :o) 89 stig! Ekki amalegt en það má alltaf gera betur :o) Góð umsögn :o) Fór aftur á Umbreytingu...Óperukórinn flutti Requiem eftir Mozart í Langholtskirkju á dánarstundum skáldsins...troðfull kirkja að hlýða á! Lék smá hlutverk í Bónusförinni sem var sýnd á þessu mánaðarlega og söng með Hjáróm :o) Fékk hlutverk í leikritinu Bingó eftir Hrefnu Friðriks í leikstjórn Ágústu Skúla og hópurinn byrjaði að hittast aðeins :o) Helga-kór flutti kórverk Helga Rafns á jólatónleikum tónsmíðadeildar LHÍ...
Beðin um að gefa kost á mér í stjórn Óperukórsins í Reykjavík og var kosin...Fór bara í varastjórn en varamenn taka víst mjög virkann þátt og eru í raun bara hluti af stjórn :o) Jólatónleikar Söngskólans þar sem við vorum nokkur sem frumfluttum jólalag eftir hana Völu í útsetningu Arons Axels...það rétt svo tókst ;o) Dagamunur í desember, tónleikar Óperukórsins í Aðventistakirkjunni...Jólapartý NFSR...Byrjað að plana stórt verkefni á vegum NFSR...Eignaðist lítinn bróðir sem fékk nafnið Þórhallur, kallaður Þói....Jólin...Heim á Fjall í vellystingar...Almenn leti....Afmæli Hjalta....Áramót!
Held ég sé ekki að gleyma neinu en þið minnið mig þá bara á það ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2006 | 01:47
Life is a tricky son of a bitch!
En það er mjög skemmtilegt að takast á við það!
Er komin suður aftur, djammaði aðeins í gær í afmælinu hans Hjalta litla ;o) Var í matarboði heima hjá múttu fyrr um kveldið og fór barasta öll hersingin í afmælið :o) Og allir skemmtu sér vel...svo ég viti a.m.k. ;o) Hitti fullt af fólki þarna, þar á meða Guðfinnu og Gunnu Láru sem eru alltaf jafn yndislegar :o) Og svo komu Pétur og Helgi og drukku einn bjór eða svo áður en við héldum á Kúltúra þar sem aftur var drukkinn einn bjór eða svo áður en þetta var kallað kvöld.
Vaknaði klukkan eitt í dag og mamma kom með bílinn, við borðuðum, kíktum aðeins í búðir og svona. Ég keypti inn fyrir söngskólapakksáramótapartýið, ákvað að hegða mér svona einu sinni eins og alminnilegur gestgjafi og bjóða upp á eitthvað þegar ég býð fólki heim ;o) Ákvað svo að leggja mig um sexleytið og svaf nú barasta til hálf tíu, sem er frekar ömurlegt því núna er ég bara glaðvakandi...
...en það er ágætt því loksins loksins datt ég niður á laglínuna við textann sem ég samdi um daginn og er búin að vera að bögglast með...er reyndar ekki komin með viðlagslínu en hún kemur :o) Jei! Og þá á bara eftir að gera hljómagang við það...læt það nægja svona fyrst um sinn ;o)
Lífið já...frekar tricky...eða kannski frekar tilfinningarnar...en þar þær eru stór hluti af lífinu, því ákvarðanir okkar byggjast flestar á því að okkur langi eitthvað, sem er tilfinning. Því vil ég meina að lífið sé tricky...Tilfinningar eiga það til að valda manni nokkrum heilabrotum, en það virðist vera að heilinn treysti þeim oftast ekki...og hann er líka skíthræddur við þær! Það er líka oft ekkert hægt að útskýra þær...þær fara bara sínar leiðir...eða hvað? Eru þær kannski bara ímyndun í okkur? Og hvort á maður að hlýða heilanum eða tilfinningunum? Oftast vil ég meina að maður eigi að láta tilfinninguna ráða...en stundum er það manni ekki hollt...stundum er það bara beinlínis hættulegt... svo segi ég líka að maður eigi helst aldrei að gera (eða gera ekki) neitt sem gæti fengið mann til að hugsa seinna meir "Hvað ef?"...þýðir það ekki að maður ætti bara að taka áhættuna? En þá þarf maður að meta hvort það sé þess virði...verður það betra fyrir mann eða mun það eyðileggja allt? Er maður tilbúinn til að taka áhættuna? Og svo er líka alltaf spurningin hvort maður sé að mistúlka tilfinningarnar...er það hægt? Eigum við ekki sjálf að vita hvað okkar tilfinningar eru að segja okkur?
Tricky...very tricky!
En nóg komið af bulli!
Fór að djamma eitt kveldið fyrir norðan með Sólveigu og svo Rósu Björgu :o) Kvöldið byrjaði heima hjá Sólveigu þar sem ég, hún og Grjóni fórum í frekar skemmtilegan drykkjuleik...ekki eitthvað svona "ég hef aldrei"-kjaftæði eða eitthvað álíka..nei þetta var alvöru leikur :o) Maður á að reyna að skjóta tappa andstæðings síns af flöskunni hans og þá á hann inni tvo sopa sem hann getu drukkið eða ákveðið að reyna að ná tappa hins af sem þá á fjóra sopa inni og svo framvegis...ekki góð útskýring en ég nenni ekki að fara nánar í þetta...Fljótlega upp úr tólf fórum við niður í bæ þar sem við kíktum fyrst á Kaffi Akureyri og þangað inn hrúguðust mývetningar...Kíktum svo yfir á Amor og þar hittum við Sindra, Gunna Ben, sem er víst vel skyldur henni Sólveigu minni, Binna frænda Arnþórs og já held ekki fleiri...kíktum svo aftur á Kaffi Ak. og þar voru Bergur, Jón Þór og Ási í góðum gír...þá var Rósa komin niður í bæ og var kíkt aftur á Amor og þar hitti ég Jónínu sem var einu sinni í söngskólanum...það var eiginlega soldið fyndið...pínu spes :o) Svo komumst við frítt inn á Sjallann, enda varla neitt eftir af ballinu, og var þá Sólveig komin þangað sem og fleiri og var dansað alveg slatta...og þar hitti ég Ollu, Möllu, Steina, Þóreyju, Magga og Ástu Kristínu :o) En það var samt varla kjaftur þar! Svo var það eftirpartý heima hjá vinum Rósu...fínasta kvöld alveg hreint :o) Og gaman að hitta þessar elskur, gerist alltof sjaldan!
En núna nenni ég ekki lengur að tala um allt og ekkert og er að pæla í að fara að fljóta um á netinu :o)
Góða nótt og megi guð geyma ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2006 | 21:31
Gleðileg Jól!
Já, gleðileg jól rjómabollurnar mínar! :oD
Vona að þið hafið étið á ykkur gat á aðfangadag ;o) Það gerði ég allavega!
Síðan var hent í mig rusli restina af kvöldinu...því ég sá víst um að henda gjafapappírnum í þar til gerðan ruslapoka...og það lá við að við þyrftum að hafa þá tvo! En þá kom reynslan við úr vinnuskólanum sér til góða...þar lærði maður að þjappa vel í poka ;o) Og að setja smokka aftan í púströrið á bílnum og sjá hann blásast upp...allt þetta kenndi flokkstjórinn manni :o)
Fékk fullt af fínum gjöfum og þakka fyrir mig :o) 2 Friends seríur, The Dark Crystal (sem ég talaði um fyrr í vetur), veski, slatta af náttfötum, úr, hárdót, slæðu, snyrtibuddu, pening, ullarsokka, nammi, myndir, vínglas, skartgripi, sápu, neyðarljós...jáhh og þá er það komið...nema ég á eftir að fá þrjár gjafir :o)
Það skal viðurkennt að ég missti mig aðeins í jólagjöfunum þetta árið en það skaðaði fjárhaginn ekki alvarlega :o)
Svo fórum við og kítkum á Hamra til afa og ömmu áðan, en afi fékka ð koma heim í tvo daga og fer síðan bara inn á Húsavík á morgun. Það var mjög gott að sjá þau og auðvitað dró amma fram kræsingar sem við frændsystkinin röðuðum í okkur :o) Systurnar á Hömrum og Freyþór voru þarna líka og Höddi og Systa og Brói og Bryndís...Það var gott að hitta alla svona saman...langt síðan það hefur gerst. Og ég er búin að strengja þess heit að kíkja allavega eina langa helgi norður núna fyrir páska :o)
Og svo er að Akureyrar-djamm með Sólveigu og Rósu Björg á morgun :o) Hlakka mikið til en ég hitti þessar elskur alltof sjaldan! Og Sólveig segist ætla að koma líklega í janúar suður og vonandi drífur Rósa sig líka fljótlega ;o)
En núna ætla ég að fara og læra smá texta, ekki getur maður endalaust legið í leti ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2006 | 23:03
Lítill bróðir kominn í heiminn!
Já,ég eignaðist lítinn bróður á mánudaginn var :o) Þetta er einmitt hann Þórhallur hérna til hægri :o) Hann er voða líkur Benna bróður þegar hann fæddist nema þessi er með dekkra hár...og svo finnst mér að andlitið sé aðeins kringlóttara en Benna var ;o)
En ég átti einmitt að fara norður í dag að berja gripinn augum en út af veðri var öllu flugi aflýst...en kemst líklega í fyrramálið!
Langt síðan ég hef bloggað, hef bara verið í frekar mikilli lægð og svo var Fanney systir líka hérna yfir helgina :o)
Helgin var fín...Allir tónleikar tókust vel, söng einmitt á einum 3 tónleikum á einni viku! Fattaði það nú samt ekki fyrr en eftir á...Jólatónleikarnir voru flippaðir...óperukórstónleikarnir tókust þokkalega :o) Og svo var jólapartý NFSR...það var fínt líka :o) Nema þegar við fórum svo niður í bæ og ég hélt að ég hefði bæði týnt systur minni og kortaveskinu mínu...en bæði hafa nú komið í leitirnar ;o)
Búin að koma af mér öllum jólapökkum, jólkortum og dagatölum...er reyndar alltaf að muna eftir fleira fólki sem maður hefði átt að senda en ég sendi þeima þá bara sms....eða ekki...því ég var að skipta um símkort þannig ég hef eiginlega engin númer og er afskaplega löt við að setja þau inn í símann minn þegar fólk sendir sms eða hringir...þannig ef þú ert með númerið mitt í þínum síma og finnst að ég ætti að hafa þitt þá endilega sendu mér það ;o)
Svo er ég búin að taka mini-jólhreingerningu hérna enda ekki hægt að láta Kolla og Þóru vera hérna í drasli yfir hátíðarnar, en þau ætla að fá afnot af íbúð og bíl meðan ég er fyrir norðan :o)
Það eina sem ég hlakka til í sambandi við jólin er allur maturinn sem pabbi er búinn að vera að dúllast í...komst að þessu í dag þegar ég ímyndaði mér það versta í sambandi við aflýsingu á flugi og komst að því að jólin væru ónýt ef ég fengi ekki paté-in, hvítlauksostinn, grafsilunginn, lundirnar, peking-öndina, ísinn...það er bara einfaldlega jólin!
Frá því að ég man eftir hef ég pantað mér það sama á pítsu, þ.e.a.s. ef ég vel sjálf áleggið...pepperoni, ólífur og jalapeno...en í kvöld ákvað ég að prufa nýtt...ég nefnilega á helst bara að borða fisk en ekki kjöt því maginn á mér er víst eitthvað ruglaður...og á pítsuna setti ég túnafisk, lauk, hvítlauk og svartan pipar og var þetta ógeðslega gott...held að ég muni svo henda ólífum inn næst ;o)
En jæja já...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)