Færsluflokkur: Bloggar

Jólin, jólin, jólin

Held ég verði að fara að taka mig í alvarlega jólaþerapíu! bara finn alls ekki á mér að þau séu að koma! Og svo þegar ég man eftir því þá verð ég bara sorry yfir að finna ekki jólajólafíling :o/ Og það er eiginlega bara lengra frá jólafílingnum en flest annað!

En það hlýtur að koma...þegar maður er kominn norður í faðm fjölskyldunnar :o) Þessi jól verða samt soldið öðruvísi því það verður bara nokkurra daga kríli á heimilinu, sjöunda systkinið :o) Væri gaman að eignast eina systur í viðbót...þær eru færri en bræðurnir...en svo væri líka gaman að fá strák, annann lítinn orkubolta ;o) Væri kannski líka skemmtilegra fyrir Benson ;o) Bara bæði betra held ég!

Svo er maður kominn með hlutverk í leikriti :o9 Það er alltaf gaman :o) Ég fékk sumsé hlutverk í leikritinum sem Hugleikur og LK ætla að setja upp saman, Bingó eftir Hrefnu Friðriks í leikstjórn Ágústu Skúla :o) Aðrir sem leika eru Anna Begga og Júlía úr Hugleik og svo Gummi, Víðir og Helgi Róbert úr LK :o) Erum búin að hittast einu sinni og þetta lofar góðu :o)

Og ég er búin að fá einkunirnar úr söngprófinu mínu...miðstigsprófinu :o) Og ég er sátt :o) Í heildareinkunn fékk ég 89 stig af 100 :o) Það er nokkuð gott...tónheyrnin og nótnalesturinn hefðu mátt ganga betur en ég er þó sátt við það því í sannleika sagt hef ég ekki sinnt því í eitt og hálft ár!!! En nú verður gert átak þar! En lögin gengu öll vel og fékk ég mjög gott fyrir þau öll og góða umsögn :o) Og svo fullt hús stiga fyrir æfingar :o) Jei!

Í kveld var svo Helga-kór að syngja á jólatónleikum í LHÍ...það gekk mjög vel :o) Og svo horfðum við á restina af tónleikunum...það var áhugavert...margt sniðugt í gangi en stundum hefði fólk mátt aðeins stoppa sig af...eða pæla betur í hlutunum...en það var margt gott á ferðinni þarna...Gaurinn sem er í VoxFox og er í tónsmíðanáminu átti samt bestu atriði kvöldsins! Þetta var snilld! ógeðslega flott löf og útsetningar hjá honum! Til hamingju með það! Svo var Helga systir Bibba og Baldurs þarna með mjög fallegt lag og einhver einn gaur sem var með kór og strengi sem var líka alveg að hljóma...margt annað var eitthvað nútíma-eitthvað-þannig-thingy og ég er ekkert að fíla það í of miklum skömmtum...en litlir eru fínir og athyglisverðir...en ekki í einhverjar 10 mínútur takk!

Svo man ég bara ekki eftir mörgu öðru í bili enda orðin lúin og ætla að fara að sofa í hausinn minn :o) 


Jú bí nó fönn!

Fékk skemmtilega hringingu í dag :o) Er búin að brosa í næstum því allan dag eftir hana :o)

Svo náðum við mamma góðum tíma á kaffihúsi og rölti í Smáralindinni í dag :o) Alltaf gott að taka létt spjall og ráp með henni...erum nefnilega báðar mér óútskýranlega mikinn áhuga á skóm og kjólum...úff!! Þess vegna á eiginlega ekki að leyfa okkur að fara saman í fatabúðir! En okkur finnst það bara svo gaman :o)

 Náði í dótið mitt til Fannars áðan...við sátum líka aðeins, spjölluðum, drukkum kaffi, te og hersey's-súkkulaði-hræring :o) Skildi reyndar köttinn eftir í eilítinn meiri tíma svona þangað til að ég næ að skipuleggja hana betur hingað inn og setja hurðina aftur í dyrnar inn í stofu...sakna þess reyndar ekki að hafa kattasand sem dreifist um alla íbúð, en hei, hveð gerir maður ekki til að hafa smá félagsskap?

Og svo var strangur NFSR fundur hérna áðan....ég kannski líka ekki alveg nógu vel stemmd...er bara í ruglinu þessa dagana! Úff!

En ég keypti mér B-vítamín og Járn í dag, en sagt er af mörgum að það spíti inn í orkuna og hressleikann hjá manni og deyði skammdegisþunglyndið...ég virðist nefnilega bæði fá skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi...ekki skemmtilegt...en ekkert helalvarleg...bara mikil þreyta og vesen...svo held ég að það sé alveg málið að halda áfram í nudd-thingy-meðferð hjá henni Svövu...hún er ótrúleg!

Ógeðslega langar mig mikið í Bar-te núna! :oÞ

En ég held að málið sé að færa Samma inn í herbergi, stilla honum upp á náttborðinu og horfa á eins og einn eða tvo 70's show-þætti :o)

Góða nótt, hvar sem þið eruð, og sofið rótt...Múhahahaha! 

 


It's the whole world

babbababbababara

Jólaskapið er ekkert farið að gera vart við sig þrátt fyrir mikinn jólasöng á mörgum vígstöðvum...samt er ég búin að skipuleggja jólagjafir og jólakort...a.m.k. jólagjafirnar...og meira að segja komin með varagjafir! :o) En ekkert jólaskap :o/

Ég er reyndar ekki að sýta það mikið því það er bara svo margt annað skemmtilegt í gangi og það sem mér finnst í raun skemmtilegast við jólin er að gefa öðrum gjafir og svo allur góði maturinn sem pabbi gerir fyrir jólin :o) það er ekkert bara pekingöndin í kínversku pönnukökunum sem er á aðfangadag og hangikjetið á Þorlák..neineinei...það eru líka grafnar lundir, grafinn silungur, hvítlauksostathingy, allskonar paté og svo fáum við frá Vallakoti síld og svo eru náttúrulega sulturnar ómissandi...eina tímabilið sem ég borða sultur...fyrir utan þegar ég fæ mér ostapítsu :o) Og svo ísinn góði...hinn árlegi jarðaberja-og-toblerone-ís og svo tilraunaísinn...í hitt-í-fyrra var það koníaksís með smá kaffi og í fyrra var það fazer-piparmyntusúkkulaði-banana-ís :oÞ Hann var góður! Held við ætlum að gera nýja útgáfu af honum...eð kannski bara bailys-peru-hnetu-ís ;o)

En kannski nóg um mat...

Jólabónusinn í kveld í Kjallaranum tókst afbragðsvel og var búið að panta 50 miða fyrir sýningu! Held ég fari rétt með þegar ég segi að það hafi aldrei verið pantað áður fyrirfram á Kjallarasýningar! Frábært og troðinn salur!!! Enda var hitastigið eftir því ;o) Sakna þess að sjá ekki fleiri sem maður þekkir á þessum atburðum en Helgi mætti galvaskur á svæðið og fær hann kudos fyrir það ;o) Og Una mætti á þriðjudaginn og fær kudos fyrir það ;o)

Annars er ég orðin svo húkkt á netinu og tölvunni minni þessa dagana að það er beinlínis hættulegt! Það er verst þegar ég er búin að skoða og gera allt sem mér dettur í hug að gera :o( Þá tekur við eirðarleysi! Svona er að eiga ekki kall...alltaf þegar ég er ekki á föstu þá verður hann Sammi minn að eiginlegum staðgengli...og er í marga staði betri en kall :oP En ég nenni ekki að vera með einhverja karllæga kvenrembu hérna ;o)

Ég hef svona verið að komast að því að á vissum sviðum hef ég frekar karllæga hugsun...enda hafa flestir vinir mínir verið karlkyns og ég lært af þeim! Betra að verða einn af þeim en að lenda í þeim!

Nei kannski ekki...

Anywho!

Framundan er að reyna að finna út hvað ég á að gefa þessum 2 strákavinum sem ég ætla að gefa jólagjafir...Það er ekki vandamálið að vita hvað maður á að gefa stelpum...alltaf hægt að finna eitthvað! En með stráka þá þarf maður eiginlega að vera alltaf á verði því þeir láta kannski einu sinni út úr sér að þeim langi í eitthvað og gleyma því svo og minnast því ekki aftur á það...getur verið alveg hell! En ég hef nú verið ansi glúrin við það að pikka það upp...hjá kærustunum því maður hangir mikið með þeim og horfir t.d. kannski á sjónvarpið og þá láta þeir svona upp úr sér...vinir eru aðeins verra mál...maður horfir oftast ekki mikið á sjónvarpið með þeim og afar sjaldgæft að maður labbi um Kringluna með þeim, þannig það koma voða sjaldan fram svona komment...en ég finn eitthvað...;o)

Ég bara elska að gefa gjafir :oD

En núna ætla ég að reyna að sofna því ég ætla að reyna að mæta í vinnuna á morgun ;o)

Bíbí og blaka! 


New and improved!

Vá, mér líkar alltaf betur og betur við þetta blogg-speis-thingy...hvað sem þetta kallast!

Eins og sjá má er ég búin að taka þessa síðu soldið í gegn og meira að segja búa mér til minn eigin blogg-haus :o) Það gerði ég reyndar í GIMPinu ;o)

Ég ætlaði að setja inn tengla...var byrjuð á þeim og ætlaði einhvern vegin að reyna að kötta niður þennan fjölda en komst þá að því að það er eiginlega ógerlegt þannig að tenglasafnið verður bara á gömlu síðunni :o) Sry pípolses! Bara með þessa uppstillingu finnst mér erfitt að vera með tengla...þá þarf maður endalaust að vera að skrolla niður og eitthvað ves...kannski seinna, kannski seinna! En held það sé nóg komið af breytingum í bili ;o)

 Annars hef ég lúmskan grun um að ég sé með hita...nenni samt ekki að mæla mig...bara veit það!

Svo minni ég bara á Jólabónus Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum á morgun kl. 21:00, húsið opnar 20:00, 1.000 kr. inn og lofa ég að þið komist í nettan, léttan jólafíling ;o)


Sleepless in Reykjavík II

Jájá, var heppin að vera andvaka aftur í nótt og það til 6:00 í morgun! Hef eiginlega ekkert sofið síðan á aðfaranótt þriðjudags...og fyndna hliðin er að Fanney systir ekki heldur! Talandi um að vera samrýmdar ;o)

Annars eru bara tónleikar í nótt og æfingar frá 17:00 á Bónusförinni og svo frá 19:00 á Requiem til að koma okku rí gírinn fyrir tónleikana og snurfusa þetta aðeins...

Hlakka til að sjá ykkur öll í nótt! 


Í alvöru!

hubble1Varð bara að sýna ykkur þetta og benda ykkur á að kíkja á þessar myndir sem voru teknar með Hubble nýlega!

Þetta er alveg ótrúlega flott!

Ég sakna þess þegar ég var með geiminn á heilanum!

Alheimurinn er svo magnað fyrirbæri!

Fleiri myndir eru á þessari slóð:

http://news.uk.msn.com/hubble_rescue_mission.aspx


Helgin í hnetu!

Ég held ég sé að verða lasin :o(

Það er ekki sniðugt því að í næstu viku verða Requiem tónleikarnir og svo líka Þetta mánaðarlega hjá Hugleik og svo tónlistarsögurpróf og seinasta æfing hjá Helga-kór...og kannski eitthvað fleira sem stendur þá í dagbókinni minni!

Svo er svefninn eitthvað að standa á sér þessa dagana og ég er alveg að verða brjáluð á því! Veikir mann náttúrulega að hvílast ekki nóg! Í dag er því planið að hanga bara heima í rólegheitunum og kíkja svo í leikhús í kveld á Varaðu þig á vatninu hjá Mosó :o)

Á föstudaginn náðum við Helgi og Vala loksins að hittast og var ákveðið að slá þessu upp í kæruleysi og djamma! Fyrst fórum við í leikhús að sjá Umbreytingu sem ég hef áður skrifað um hérna einhversstaðar og var hún náttúrulega bara yndisleg :o) Svo fórum við heim til mín og byrjuðum að drekka eitthvað og kíktum síðan á Barinn þar sem við fengum okkur sæti við barinn...vorum 3 á 2 stólum og endaði ég með því að setjast á einhverja syllu sem var þarna. En þetta var mjög kósí því við vorum alveg úti í horn...vorum bara í okkar eigin heimi...þangað til að við knúsuðumst öll....þá duttu barstólarnir 2 aftur á bak og við öll með! Þá tók dyravörðurinn stólana og við afréðum að fara annað og kíktum á Kúltúra þar sem dönsuðum af okkur rassinn :o) En þetta var frábært kveld og spjölluðum við um heima og geima :o) Mjög endurnærandi þrátt fyrir að mikil orka fari í þetta!

Og ég mæli eindregið með Barnum því að nú hef ég 3x farið þangað og barþjónarnir þar eru yndislegir! Allir af vilja gerðir og þjónustuglaðir :o) Allavega þeir sem ég hef lent á! 

Og moguninn eftir fór ég á Óperukórsæfingu með hljómsveit og einsöngvurum frá 9:00-12:00...það skal viðurkennt að fyrsti klukkutíminn var erfiður en svo batnaði þetta bara og var ég orðin fín eftir að Soffía gaf mér drykkjarskyr því aðalvandamálið var hvað ég var ógurlega svöng! 

Svo fór ég á Quiznos og fékk mér stærri bát, át hann með bestu lyst og náði svo að sofna aðeins aftur :o)

Í gærkveldi átti síðan Jón afmæli og fórum við mamma og Gulli til Jóns og Péturs í veislu í tilefni þess. Það var mjög næs og gaman eins og alltaf :o) Og ég smakkaði þar geggjað góðan brauðrétt með fullt af kjötáleggi í :oÞ

Í morgun er ég svo búin að fara á æfingu á Bónusförinni sem gekk vel og við loksins komin með kerrur :o)

En svo koma plöggin: 

1. Á aðfaranótt þriðjudags klukkan hálf eitt eða 00:30 verða tónleikar hjá Óperukórnum, hljómsveit og einsöngvurum í Langholtskirkju. Flutt verður verkið Requiem eftir Mozart og ástæðan fyrir tímasetningunni er að þetta er dánarstund hans! Það verður mögnuð og sérstök stemning þarna og lofa ég frábærri upplifun (er næstum því að vona að ég verði lasin og raddlaus til að geta verið í salnum...en það er líka magnað að taka þátt í þessu)! Miðverð er 2.500 kr. og verður hægt að kaupa sig inn við innganginn þó að það sé ráðlegt að tryggja sér miða sem fyrst...þá er hægt að hafa bara samband við mig :o)

 2. Þetta mánaðarlega í Kjallaranum hjá Hugleik verður næsta þriðjudag og fimmtudag klukkan 21:00 í Þjóðleikhúskjallaranum :o) Þessi dagskrá er með jólaþema og verður bæði sungið og leikið og Hugleikska vísu ;o) Miðaverð er 1000 kr. og er gott að mæta svona hálftíma fyrir. Barinn verður opinn og á þetta eftir að verða hin skemmtilegasta kvöldstund :o)

Hlakka til að sjá ykkur og þeir sem koma bæði á Requiem og Kjallarann fá sérstök verðlaun :o) 


Andarleysi!

Úff erfiður dagur búinn! Enda ekki við öðru að búast þegar maður er vakandi hálfa nóttina! Vaknaði illa og of seint og dröslaði mér út í bíl! Þar reyndar tóku kunnuglegir tónar við mér og léttu skapið mikið :o)

Vinnan var eins og við var að búast og svo ætlaði ég í sögutíma en þá var enginn sögutími þannig ég hékk bara aðeins og talaði við fólk niðri í nemendaherbergi og fór svo á Hjáróms-æfingu sem gekk bara vel...Svo kíkti ég á jólaföndur-kósíkvöld hjá NFSR og var að sökka feitt enda í engu stuði til að vera að föndra!

Mikið er gott að eiga góða vini! Mér finnst ég reyndar hitta vini mína afskaplega sjaldan, en ætli það sé ekki svona að vera ungur og atorkusamur ;o) Ég sakna þeirra oft mikið og langar til að gera eytt tíma með þeim en hef bara engan tíma! Ég hitti reyndar flesta svona einu sinni í viku í skólanum eða annars staðar en þá erum við alltaf að einbeita okkur að einhverju öðru. Mér þykir bara svo afskaplega vænt um ykkur :o)

Hlakka til annað kvöld en þá erum við mini-gengið að fara að djamma saman aftur bara 3 saman! Höfum ekki gert það í ár eða eitthvað! Ætlum fyrst í leikhús og eitthvað svona :o) 

Annars bara mikið andleysi sem svífur yfir vötnum þessa stundina þannig ég held að ég snúi mér bara aftur að That 70's show ;o) 


Sleepless in Reykjavík!

Djöfull þoli ég ekki að verða andvaka! Og pirringurinn sem blossar upp við það gerir mig bara enn meira andvaka!

Og þá erum við komin með hringrás!

En vinir mínir í That 70's show halda mér félagsskap inn í nóttina :o)

Prófið í dag gekk vel :o) Sérstaklega lögin 3 sem ég hafði tvíkrossað :o) hin innihéldu pínu skjálfta en ekkert alvarlegan, ég mundi alla texta og a.m.k. 99% af nótunum voru réttar :o) Tónheyrnin gekk svo þokkalega, eða bara svona sirka eins og maður býst við :o) Þannig ég er þokkalega sátt :o)  Einkunina fæ ég svo líklega í næstu viku :o)

Og ég þakka allar hrækingar og óskir um að ég bryti fót, sem og góða strauma :o)

Og svo var ég á Óperukórsæfingu áðan þar sem við sungum í fyrsta sinn í gegnum alla sálumessuna og gekk það vonum framar miðað við ástandið fyrir viku síðan! Þetta verða alveg þrælmagnaðir tónleikar og mæli ég eindregið með að fólk kíki á þá! Þeir verða aðfaranótt þriðjudagsins 5. des. klukkan 00:30 sem er við dánarstund Mozart! Lofa geggjaðri upplifun! Miða er hægt að nálgast hjá mér!

Og svo fór ég á æfingu á Bónusförinni :o) Það er stutt og skemmtilegt verk sem verður á desemberdagskránni hjá Hugleik sem verður í Þjóðleikhúskjallaranum...plögga það seinna....legg ekki meira á ykkur en eitt plögg í einu ;o) 

En núna ætla ég að kíkka á mæspeisið mitt :o)

Vona að þið séuð að ná að sofa vært :o) 


Próf í dag!

Þá er loksins komið að því!

Miðstigsprófið í dag!

Seinustu vikur er ég búin að vera svo stressuð fyrir þessu prófi! Spenntist svo upp að ég gat ekki setið því meira að segja rasskinnarnar voru alveg spenntar!

Er búin að fara að gráta 2x í tíma bara af stressi og spennu!

Samt er ég algerlega tilbúin, kann lögin alveg og þetta ætti ekki að vera það erfitt! Hef aldrei verið svona spennt eða stressuð fyrir próf!

Málið er bara að ég hef aldrei unnið svona vel fyrir próf! Nám hefur alltaf reynst mér auðvelt og því hef ég lítið þurft að leggja á mig til að ná góðum einkunum og svona en þetta er öðruvísi...í söngnum þarf maður að vinna vel...allt þarf að vera tip top! Ég vil nenfilega fá góða einkunn! Ég vil geta verið stolt af því sem ég læt frá mér!

Þetta er líka í fyrsta skipti sem að próf skiptir mig MIKLU máli!

Ég er búin að vinna svo vel og ég vona svo að það skili sér því ég á eftir að verða svo svekkt ef það gerir það ekki! 

Ætli það sé ekki von á spennufalli dauðans á eftir?!?!?!?!

Best að setja eitthvað róandi í spilarann, fá sér te, taka sig til í rólegheitunum og fara svo upp í skóla og renna yfir texta, drekka í sig andrúmsloftið, gera æfingar og hita upp :o)

Wish me luck! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband