Færsluflokkur: Bloggar
27.9.2008 | 15:14
Kassaland
Þá er ég loksins búin að koma mér fyrir!
Herbergið mitt er sannkallað kassaland þar sem flest húsgögnin eru kassar. Bjó til sófaborð áðan úr kassa og hillu úr fataskápnum mínum.
Svo fékk ég loksins herðatré. Þegar ég fór svo að hengja á slárnar þá gafst önnur þeirra upp og hin er ekkert sú stabílasta. Skemmtilegt!
En myndir af herlegheitunum er að finna ef þið ýtið á Myndaalbúm hérna til hægri.
Ætla að fara að læra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2008 | 18:58
Múffur
Í gær var ég bara í tölvunni í klukkutíma. Finnst það mjög gott. Horfði reyndar á fjóra Sex in the city þætti eftir að ég kom úr sturtu en var ekki tengd við netið á meðan. Svo fór ég að sofa og þá hafði ég ekki dvd í gangi né tónlist. Hafði reyndar kveikt á tölunni og myndir opnar af fólki sem ég sakna, því ég var með smá heimþrá í gærkveldi. En ég sofnaði næstum því um leið og ég lagðist á koddan. Ætla mér að endurtaka þetta í kveld.
Föstudagskveld! Mig langar ekki vitund á djammið. Oki jú svona 10% af mér langar að kíkja út með krökkum úr skólanum sem ætla út saman, en það er víst planið að fara aftur annað kveld þannig ég ætla bara að láta það nægja. Er svo gjörsamlega búin á því eftir vikuna að ég braut sætindabannið mitt og keypti mér súkkulaðimuffins og kaffimjólk og er búin að troða þessu í andlitið á mér á hálftíma held ég! Við erum að tala um 7 stk. af smámuffum!
Ég var algerlega einbeitingarlaus í SofA-tíma í dag. Náði mjög litlu inn en glósaði alveg eitthvað. Ætla að kíkja yfir allar glósur um helgina og hugsa. Eigum að hugsa voða mikið sem hentar mér alveg mjög vel. Heimanámið okkar snýst oftast um að hugsa um eitthvað á einhvern hátt. Ekki erfitt þó svo að margar kenningar og aðferðir geti orsakað mikla heilaleikfimi, en það er nú bara hollt!
Er hinsvega alveg að ná að fullkomna niðurlúta hundinn minn í jóga!
Fórum líka í söng í dag og því miður eru þetta tímar þar sem maður er með helmingnum af bekknum í. En við sungum og shi hvað maður er ryðgaður eftir sumarið. Langar svo að fara að æfa sönginn minn upp aftur og halda honum við en þori ekki mikið að vera að gaula hérna heima því það er sjúklega hljóðbært á milli herbergja! Það virðist líka vera algengt vandamál í Englandi því þetta er líka svona í skólanum, sem mér finnst einstaklega skrítið því þar er eiginlega mikilvægt að hafa hljóðeinangruð herbergi svo kennslustundir trufli ekki hver aðra.
Og svo var Physical Theatre þar sem Íslendingarnir rokkuð feitt, enda vel búið að sýjast inn í kollana á okkur þar sem þetta er vinsælt krydd í leikrit heima. Svo hefur maður nú eitthvað smakkað á því sjálfur.
Svo ákváðu iðnaðarmennirnir að bora allan tíman á meðan við vorum í Meditation þannig hún fór eitthvað ofan garðs og neðan. Eða jafnvel utan garðs!
En já ég ætla bara að vera róleg í kveld og hvíla heilan! Sjá svo til á morgun hvernig mér líður og hvort ég hitti krakkana þá. Ætla að leyfa mér að vera tengd tölvunni í kveld og vonast til að ná að spjalla við einhverja. Svo ætla ég að svara emilum, sem héðan af verður bara svarað þegar ég hef tíma í vikunni, annars um helgar. Svo ætla ég að skipuleggja mig og horfa á dvd.
Og halda áfram að borða múffur svo ég verði stór og stærri!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2008 | 19:01
Tölvubann
Þá fer fyrsta vikan alveg að klárast. Búin að læra meira á henni en ég bjóst við. Er líka fáránlega þreytt. Ég er farin að sofa fyrir miðnætti og tek það helst ekki í mál að fara að sofa eftir kl. 11pm! Já, ÉG! Nátthrafninn sjálfur!
Þannig ég geri ekkert annað en að vera í skólanum allan daginn. Kem svo heim og elda, fer aðeins á netið, í sturtu og svo bara að undirbúa mig fyrir svefninn sem gerist alltaf yfir seríum eða myndum því mér finnst fátt leiðinlegra.
Annars held ég að ég sé addicted to my computer. Töluðum í SofA-tíma um daginn að sumir væru háðir tónlist. Væru alltaf með tónlist i eyrunum en það er víst ekki nógu gott því þá er verið að skapa background noice til að trufla eitthvað sem við viljum ekki hugsa um.
Ég er reyndar þannig líka og hef alltaf kveikt á tölvunni þegar ég er heima og er tengd við facebook, gmail, msn og skype allan tíman! Og á næturnar þegar ég er sofandi þá er ég alltaf inni á msn og skype. Það er nefnilega alltaf kveikt á tölvunni á næturnar því ég sofna alltaf yfir mynd eða seríu eða með tónlist í gangi. Stundum reyndar leyfi ég henni að verða batteríislaus á næturnar.
En allavega í þessum umræðum um músíkfíknina þá svona áttaði ég mig á þessari tölvufíkn minni og tónlistar- og að-sofna-yfir-mynd-fíkn. Reyndar áttaði ég mig á tölvufíkninni fyrr þar sem ég var farin að teygja mig í tölvuna án þess að ætla að gera eitthvað í henni. En þetta er samt aðallega að-vera-online-fíkn. Finnst ég annars svo einangruð.
En þessu þarf ég víst að hætta. Ein stelpa í bekknum var sett í tónlistarbann í sólarhring og Bragi var settur, eða setti sjálfan sig, í þriggja vikna tónlistarbann! Held ég gæti þetta aaaaaaaldrei!
So plz farið að senda mér emil og kommenta hérna svo ég heyri eitthvað í ykkur! Ætla að leyfa mér klukkutíma á dag með tölvuna í gangi. Shi! Á eftir að missa vitið!
Eigum víst að læra að líða vel í þögn og hugsa um leiklistina og okkur sjálf sem leikara. Enda er okkur gefið NÓG að hugsa um í þessum tímum!
Svo dó ég í fimleikatíma í dag! Hann lét okkur hoppa og hlaupa eins og maniacs! Ég dó! En var síðan mega góð í kollhnísunum, handahlaupunum og að standa á höndum!
Fór líka í sirkus-tíma í dag þar sem ég lærði að djöggla - sem ég kunni- og að snúa svona diskum - sem ég kunni líka. En lærði bara nokkur fleiri trix við bæði í staðinn.
Svo var Sofa-tími með nýjum kennara og var rætt um Awereness. Það var skemmtilegt og lét mann alveg hugsa mikið eins og flest allt sem manni er kennt í þessum tímum. Hlakka til að fara að temja mér þá hugsun sem er verið að leiða okkur í.
En núna ætla ég að hætta að vera í tölvunni....úfff....ef ég get...!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2008 | 21:37
Kassar
Jei! Kassarnir mínir komu í dag! Bjóst ekki við þeim fyrr en eftir viku. Þannig ég er búin að streða í kveld við að reyna að koma öllu fyrir sem er soldið erfitt því ég á engin herðatré! Því verður kippt í liðinn sem fyrst.
Og núna er þetta sannkölluð kassaparadís þar sem ég ákvað að nýta kassana sem húsgögn. Þannig er ég með kassahillu og kassa náttborð, kassasnyrtiborð, kassasófaborð, kassa"kommóðu" og kassaóhreinatau. Svo er ég svo heppin að eiga haugana af sjölum til að henda yfir þá svo þeir líti ekki svona kassalega út.
En núna fer að komast mynd á þetta herbergi. Set inn myndir þegar ég er búin að kaupa herðatré.
Ég og Aron ákváðum að brjóta mæta-of-seint-ísinn í dag og mættum korteri of seint. Vorum ekki búin að kynna okkur reglurnar alveg þannig við héldum við yrðum sektuð um 25 pund en það er ekki fyrr en í annað skipti á hverri önn. Fáum sem sagt eitt "frítt" skipti á önn í að sofa yfir okkur. Vissum ekki heldur að við áttum þá að fara og horfa á jógað, þannig við fórum bara á pósthúsið og keyptum stílabækur.
Í sofa-tímanum kláruðum við kynninguna á námsefninu og byrjuðum að pæla í complexes sem eru hugsanakeðjur og hvernig allar hugsanir tengjast við aðra og tengja saman allar keðjurnar. Fengum síðan dæmi um hvernig við ættum að nýta þetta í karaktersköpun. Meira um það á morgun.
Svo lærðum við að steppa og eigum helst að kaupa okkur steppskó fyrir næsta tíma. Held ég verði að kaupa þá fyrir þarnæsta tíma þar sem peningurinn er að klárast þennan mánuðinn.
Finnst soldið bján að við höfum ekki fengið lista yfir hvað við þyrftum að kaupa með staðfestingunni eða eitthvað. Fullt af dóti sem við þurfum að kaupa sem var ekki einu sinni búið að nefna við okkur að við þyrftum að kaupa.
En það er kúl að eiga steppskó.
Fórum líka í Historical Dances sem mér finnast æðislegir tímar. Hlæjum mikið og þetta er svona tiltölulega einfalt og líka gaman að kunna að dansa dansa frá miðöldum og fram að 19. öld. Eða það finnst mér allavega. Menúetta og svona.
Svo er fyrsti leikstjóraneminn, hann Unnar, búin að bóka mig í verkefni hjá sér. Þau eiga að búa til kyrrmynd og ná fram hugsun í henni og eitthvað þannig. Verður án efa athyglisvert að vinna það.
Þannig allt gott að frétta frá Brittaníu í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2008 | 19:59
Þreytt
Jæja þá er annar dagurinn í skólanum liðinn.
Vissulega veit ég að heimþrá kemur upp við og við og það er ekkert sem ég fer að stökkva heim út af og hætta við allt saman. Nó sörrí bob!
Annar dagurinn líka mun betri en sá fyrsti. Elska jógað bara enn meira eftir daginn í dag! Ó mæ lord! Teygiteygiteygi! Lov it!
Svo fórum við líka í Stage Combat tíma. Lömdum hvort annað eins og harðfiska til að byrja með og fórum svo að læra sverðafimi. Hann kenndi okkur hvað allt hét á sverðinu og hvað hinar og þessar varnir hétu og grip og eitthvað en ég man ekki neitt af því. Vona að við fáum glósublað með því, það væri mega!
Svo var djassballettími og það var auðvitað líka skemmtilegt. Elska að ballettast aðeins! Komst að því að ég get innprentað strax í heilann múv númer 1 2 3 4 5 og 6 og 7 og 8, 1 2 3 4 5 en svo ekki meira en það. Restin, og 6 og 7 8, verður bara að koma með æfingunni.
Ákvað að fara ekki fet í hádeginu enda orðin frekar lúin (vaknaði meira að segja lúin). Halli var svo góður að kaupa handa mér samloku í búðinni þó að ég nennti ekki með honum þangað. Svo byrjaði ég að lesa Students manualinn sem var samt eiginlega heimavinna gærdagsins. Ætla að klára það núna á eftir og gera heimavinnu dagsins í dag sem var að finna út einhverja invisible thought. Það verður smá heilabrjótur held ég.
Næst kom sofa-tími og hann var megamegasega! Ástæðan fyrir því að ég var að fíla þennan skóla betur en marga aðra sem ég skoðaði. Ég elska vísindi og ég elska leiklist. Það er líka svo margt skýrt alminnilega út fyrir mannig og svo er þetta hálfgerð sálfræði líka og mannfræði og ég veit ekki hvað og hvað. Erum enn bara í kynningunni á Science of Acting og þetta er strax orðið þvílíkt áhugavert að ég gat ekki hugsað um neitt annað eða sleppt því að hugsa í Meditation sem er alltaf gert í 20 mín. til að loka deginum.
Þannig mun betri dagur í dag.
Svo er Aron enn á sófanum. Vona okkar beggja vegna að hann fari að fá sitt eigið herbergi. Held við séum bæði orðin soldið þreytt á þessu, þó okkur líki alveg við hvort annað.
Over and out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2008 | 21:41
Heimþrá
Já í dag er ég að upplifa alvöru heimþrá í fyrsta sinn í dag síðan ég kom hingað.
Er líka ógeðslega þreytt því ég var eiginlega andvaka í nótt (gerist oft fyrir fyrsta skóladag hjá mér).
Fékk smá kvíðakast í hvert sinn sem ég þurfti að tala í tímum í dag.
Sem orsakaði það að mér fannst ég sökka.
Sem leiddi síðan af sér minnimáttarkennd.
Held að þetta tengist samt allt bara svefnleysinu.
Bjó reyndar til voða góðan bbq-kjúkling í kveldmat. Poppaði bbq-sósuna soldið upp og svona og það var voða gott. Keypti mat fyrir vikuna fyrir 20 pund sem er......svona 2500-3000 kr. Það finnst mér nokkuð gott. Og í því er alveg slatti af kryddum og sósum sem maður þarf að eiga til í skápnum hjá sér. Sátt með það!
Mikið af ást í þessu húsi. Í herberginu fyrir ofan mig. Á baðherberginu. Og líka á neðstu hæðinni giska ég á þar sem ég veit fyrir víst að þar er par. Gaman að því!
Æji sakna fullt af fólki akkúrat núna. Hérmeð eru allir sem næst mér standa skyldaðir til að koma til London! Frí gisting í boði!
En já fyrsti skóladagurinn var í dag. Hann var voða rólegur enda bara verið að kynna fyrir okkur hvernig allt mun fara fram. Pínu eins og við séum að læra handrit að því hvernig maður á að vera í leiklistarskóla. Jógað í morgun var best! Á eftir að fíla það í ræmur held ég nú. SOFA tíminn var okei en við fáum víst ekkert að sofa þar. Erum með 2. og 3. árs nemum í þeim tímum. Voice tíminn fannst mér líka pínu slakur því pointið með æfingunum var ekki kynnt. En kannski verður okkur bent á það seinna meir. Og öndunarkvíði minn kom þar líka fram, en hann lýsir sér í því að þegar ég á að einbeita mér að önduninni þá bara læsist allt. En þegar ég svo bara anda án þess að pæla þá virkar víst allt rétt, eða svo sagði Signý mér.
Fer í söngtíma á föstudaginn og djö hlakkar mig til! Og líka að fara í alla danstímana. Og sjá hvernig SOFA tímarnir munu þróast og vona að ég losni við þessi skyndikvíðaköst sem ég fæ þegar ég á að tala á ensku fyrir framan fullt af fólki.
En já svona var nú dagurinn í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2008 | 16:09
Tilhlökkun
Ahhhh! Er heima núna að gera ekki neitt og ætla mér að gera ekki neitt í allan dag.
Er búin að vera á þvílíkum þönum síðan ég kom til London að ég er alveg búin á því.
Fórum á Camden-markaðinn í gær og þar fann ég mér þessar fínu aladínbuxur og líka ógó-fínar thai-buxur til að nota í skólanum. Keypti mér líka eina mega-kósí peysu sem er svona bleik og fjólublá og blá en aðallega fjólublá og er voða mikið ég. Get verið í henni bara við gammósíur og það er best í heimi! Keypti svo líka sólgleraugu enda er sólin búin að skína og skína og skína - er víst mesta sólin sem sést hefur hérna í allt sumar!
Fórum svo öll íslendinganýnemarnir og fengum okkur að borða á Masala Zone sem var alveg mjög fínt. Indverskur matur en samt ekki svona indverskurindverskur - ef þið skiljið hvað ég á við. En fínn matur á fínu verði.
Kíktum svo í bíó á Rocknrolla sem var mjög skemmtileg og er alveg hægt að mæla með henni. Það kostaði samt mikin pening í bíó - næstum því jafn mikið og máltíð með bjór og svo ís í eftirmat!
Fórum síðan á pubbinn Worlds End sem er "hugsanlega stærsti pub í heimi!" og held ég að það gæti alveg staðist! Og ótrúlega mikið af fólki þarna! Var samt fínt að vera þar og örugglega mjög gaman að djamma þar. Ætlum að tékka á því einhverntíman.
Svo er skólinn bara að byrja á morgun! Hlakka til! Þá kannski fer manni alminnilega að líða eins og maður sé ekki túristi hérna! Ekki mikið líkamlegt á morgun, bara jógað. Svo er Science of acting tímar og voice tímar. Og eins og alla daga verður endað á Meditation.
Hlakka líka til að fá kassana mína hingað út. Þeir eru einhversstaðar á leiðinni núna. Ættu að koma miðvikudaginn 1. okt. Þá fer ég að koma mér alminnilega fyrir og skal þá taka myndir af herberginu og setja hérna inn :o)
En kæru lesendur mig langar til að biðja ykkur um einn lítinn greiða.
Þannig er mál með vexti að veggirnir hjá mér eru tómir og stórir. Ég er reyndar komin með tvö málverk upp en þau eiga ekkert í þetta flæmi! Týnast næstum því!
Ég á heldur ekki mikin pening til að versla mér hluti á veggina og vil líka ekki setja hvað sem er á þá - nennig ekki að kaupa bara eitthvað til að láta hanga þarna.
Þess vegna langar mig alveg ógurlega til að þið sendið mér eina mynd. Eina bara venjulega mynd af okkur, einhverju sem við höfum gert saman eða bara einhverju sem þið haldið að ég gæti haft gaman af :o) Þarf ekki að vera prentað á ljósmyndapappír eða vera eitthvað voða fancy - bara hugurinn á bakvið.
Það mun heill veggur fara undir þetta project og verður svona væntumþykjuveggurinn minn. Svo get ég skoðað hann þegar ég er einmana eða glöð eða með heimþrá og rifjað upp minningar og/eða skemmt mér yfir honum.
Þannig allir núna senda eina mynd á mig á 37 Havelock Street - N1 0DA - London - UK
Hlakka til að fá póst frá ykkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2008 | 20:52
Húsgögn
Jæja þá er enn einn dagurinn að kveldi komin hérna í Brittaníu.
Kom mér loks í Argos í dag að kaupa "húsgögn" (þetta er allt bara súlur og stangir og körfur sem eru sett saman = léleg afsökun fyrir húsgögn). Er svo búin að klambra því öllu saman núna í kveld og er bara nokkuð sátt. Græddi líka einn kassa með þessu sem nýtist vel sem náttborð þegar maður er búin að skella slæðu yfir hann.
Keypti líka nýja dagbók, sem byrjar núna í október og endar í janúar á þarnæsta ári (er víst búin að rífa nóvember eiginlega alveg úr minni gömlu), og líka kennaratyggjó sem er svo massívt að ég held ég nái því aldrei af veggnum! Notaði það til að hengja málverkin mín tvö upp en þau eru ekki á ramma né í ramma (og ég má ekki negla í veggina hérna).
Þannig nú er herbergið mitt farið að líta mun betur út og eiginlega er mér bara farið að þykja vænt um það...já eiginlega bara mjög vænt um það!
Hlakka til þegar ég verð búin að koma mér alminnilega fyrir sem gerist vonandi eftir tvær vikur.
Fór líka að skoða eitt herbergi með Aroni sem var frekar shabby....eiginlega bara mjög shabby. Átti mikin þátt í að gera mig glaða yfir þeirri aðstöðu sem ég hef :o) Sendi hann svo bara einan í kveld að skoða tvö önnur herbergi. Ég er bara alveg búin á því!
Já ég keypti líka auka sæng og kodda þannig nú er allt orðið gestareddí. Greyið Aron svaf bara með lak yfir sér seinustu nótt!
Ég var líka búin að gleyma að það væri föstudagskveld. Ef ég væri heima væri ég líklegast að græja mig eitthvað með Rósu, Sólveigu og/eða Elfu. Það væri gaman :o) Vona að þær séu bara að græja sig saman í staðin og fá sér einn hver fyrir mig ;o)
En akkúrat núna er ég bara mjög fegin að það sé ekkert á plani fyrir kveldið. Er að pæla í að skella einni hasarmynd í tölvuna (ef ég á einhverja!) og háma í mig hjúplakkrís, draum, þrist og kúlúsúkk! Namminamm!
Á morgun erum við íslendinganýnemarnir svo að pæla í að fara eitthvert að borða saman og kannski fá okkur eins og einn :o)
Yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2008 | 19:04
Cherry-pie
Góðan daginn gott fólk og takk fyrir öll kommentin! Held að þið hafið sett kommentamet hérna á síðunni! Áfram áfram!
Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði snemma, samkvæmt mínum bókum, þegar Sessý sendi mér sms kl. 9:00 í morgun. Hún hoppaði yfir og héðan fórum við svo kl. 10:00.
Æddum beint á Pret þar sem ég kynnti hana fyrir þeim kræsingum sem þar er að finna. Og svo smakkaði ég nýtt wrap hjá þeim sem mér fannst ekkert spes en kom líka auga á eina samloku sem ég ætla að prófa næst.
Svo ákváðum við að kíkja upp í Camden því hana vantaði símakort og einhversstaðar hafði ég lesið að þar fyndist Carphone Warehouse (en ég nennti alveg endilega ekki niður í bæ strax aftur) og líka að þar fyndist Argos. Carphone Warehouse fannst eftir nokkra leit í vitlausa átt en Argos fannst ekki. Held við höfum ekki labbað nógu langt í rétta átt.
Kíktum líka aðeins á markaðinn sem var samt ekki jafn stór og um helgar en samt mega stór anyway. Þar fann ég líka þessar fínu myndir, svona málaðar myndir sko. Stelpan sagði mér að þetta væru myndir eftir listnema héðan og þaðan úr heimunum. Ég keypti það og keypti tvær myndir sem lykta alveg yndislega af olíumálningu. Þær eru báðar frekar bláar (en ekki þannig bláar sko) sem er frekar ólíkt mér því ég er meira svona rauð eða fjólublá. Er voða ánægð með þær.
Skoðuðum alveg alltof mikið en það launaði sér í því að ég er komin með brúðargjöf fyrir Halla og Heiðrúnu :oD Er mega sátt með hana!
Svo þurftum við að fara aftur á Kings Cross því Aron var að mæta á svæðið og ætlaði að fá að krassa hjá mér á meðan hann fyndi sér samastað. Hann beið pínu eftir okkur en svo hittum við hann og ég hleypti honum inn í húsið og hitti þá tvo meðleigjendur mína - hana Ninu sem ég hitti þarna um kveldið og svo Kim sem ég hafði ekki hitt áður. Hitti síðan Ninu aftur núna þegar við komum heim áðan.
En við stöldruðum ekki lengi við því við vorum búin að lofa Halla og Villa að hitta þá fyrir utan skólann okkar upp frá hjá Archway. Hittum fyrst bara Villa og við fengum að horfa á skólann utan frá því það er víst enn verið að klára að innrétta hann. Skólastjórinn sagði okkur að 80% af húsnæðinu yrði ready á mánudaginn og það myndi duga fyrstu fimm vikurnar og þá yrði allt ready.
Fórum svo og fengum okkur pítsur á stað þarna rétt hjá og þær voru nú alveg merkilega góðar! Þangað kom svo Halli og Villi kvaddi en við tók þvílíkur labbitúr til að skoða herbergi sem Aron er að pæla í. Og svo var labbaði til baka til að skoða annað herbergi sem hann er að pæla í en vorum of snemma í því þannig við settumst inn á Cafe Diana þar sem við kynntumst þessum líka viðkunnalega afgreiðslumanni sem við ákváðum að kalla Stebba frænda. þetta er alveg á horninu hjá skólanum okkar og er á plani að kanna betur hvað er boðið upp á þarna, en Aron prófaði Cherry Pie í Vanilla Custard (og bókstaflega í Custard því bökunni var drekkt í búðing sem var ofan í skál). Þetta var víst alveg ágætt og kostaði einungis 1.70 pund.
Fórum svo og Aron ætlaði að skoða herbergið en þá var búið að leigja það út. Svo við fórum bara heim. Komum samt við í Tesco og ég keypti klósetthreinsi og baðhreinsi og afmælis-issue Vanity Fair því það er eitthvað merkilegt víst í því um hana Marilyn Monroe mína.
En ég gleymdi að kaupa svamp eða skrúbb til að skrúbba baðið og hanska þannig kannski þarf ég að fara aftur í Tesco á morgun.
Og núna er maður komin í náttfötin þó klukkan sé bara að ganga átta því lappirnar á mér eru alveg búnar.
Held svo að ég haldi mig sem mest heima á morgun og þrífi svo ég komist einhverntíman í bað með allt fína baðdótið sem ég keypti í gær :o)
Ohh já þrífa á morgun og svo bað með Vanity Fair! Hljómar eins og gott plan!
Verið sæl!
P.s. Jóhanna sæta, vissulega er ég að leika hérna úti en samt ekki að leika MÉR. Bara leika. Er í skóla :o) Er í leiklistarnámi og fæ BA-gráðu og allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2008 | 19:03
Dagur
Ég var dugleg í dag.
Byrjaði á því að fara í sturtu í ógeðslega baðinu. Hún var annað hvort bara heit eða köld. Það lét mig endanlega ákveða að þrífa baðið því næst læt ég bara renna í bað og þá skiptir ekki máli þó það skiptist á heitt og kalt því það blandast á endanum.
Svo leitaði ég að hreinsiefnum til að þrífa með. Komst að því að hér er bara til uppþvottalögur og ekki ein einasta tuska. Svo bara ryksuga sem ég held að hafi ekki verið notuð leeeeengi miðað við hvernig stiginn lítur út.
Ótrúlega skemmtilegt :o)
Svo sendi Aldís mér sms og þá voru hún og einhverjir Bruford-krakkar að fara í bæinn, en það er miklu meira mál fyrir þau en mig. Ég skellti mér í skó og jakka og hitti þau niðri á Oxford Street. Það tók mig samt smá tíma að finna þær því upplýsingaflæðið var eitthvað að flækjast um í hausnum á mér, auk þess sem það eru bara of margar H&M-búðir með of stuttu millibili á þessari blessuðu götu.
Ég keypti mér svo breskt símakort (sími 0044(0)7531260573) og keypti mér sjampó og næringu og eitthvað sturtudót í BodyShop þar sem ég fékk mér loksinsloksins afsláttarkort (skil ekki af hverju það er ekki komið á Íslandi!) og fékk síðan fullt af gjöfum í kaupbæti :o) Nú fæ ég 10% afslátt í hvert sinn sem ég versla í BodyShop og fæ afmælisgjöf á afmælinu mínu OG vöruúttektir að mismunandi upphæðum með mismunandi millibili :o)
Svo hittum við strákana og þá voru þetta orðin ég, Aldís, Auður, Víðir, Raggi og Brynjar (og ég gæti verið að fara vitlaust með Auðar og Brynjars nöfn þarna en mig minnir alveg svakalega vel að þau heiti það!) En við fórum og leituðum að Soho en enginn var með kort og við vorum bara tvö sem höfðum eytt einhverjum tíma í London. Enduðum svo á stað sem var kínverskur og fínn og virkilega góður! Svo reyndum við að finna bjór sem gekk furðulega illa miðað við að vera í Englandi. Eftir það var ákveðið að reyna að finna næsta tubestop og röltum við niður götuna og viti menn þá vorum við bara komin í Soho! Héldum svo áfram að labba og þá sáum við Piccadilly Circus stöðina og þau fóru í eina lest og ég í aðra.
Og þegar ég var að labba heim þá fann ég næsta Pret og Starbucks og þau eru meira að segja hlið við hlið og ekkert langt í þau :o) Ég var farin að örvænta!
Á morgun ætla ég í skoðunarferð um hverfið og kaupa tuskur og hreinsiefni.
Yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)